Heimildarmynd um baráttu Gretu Thunberg beint frá Feneyjum á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2020 12:40 Greta Thunberg hefur vakið heimsathygli fyrir baráttu sína í loftlagsmálum undanfarin ár. Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg verður frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag þaðan sem hún mun berast beint á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman þar sem saga Gretu er rakin á hrífandi hátt frá upphafi baráttu hennar. Hann hefur fylgt Gretu eftir hvert fótmál allt frá því að hún efndi til eins manns loftslagsverkfalls, sem varð að fyrirmynd um heim allan, til þess er hún ferðaðist með seglskútu þvert yfir Atlantshafið til að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Í myndinni fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu þar sem hún hittir ýmsa leiðtoga heims, skipuleggur fjöldamótmæli og undibýr ræðuhöld. Auk þess að kynnast hennar persónulegu högum og daglega lífi með fjölskyldunni og hundinum og því hvernig hún tekst á við mikið álag, endalaus ferðalög, gagnrýni almennings og það að vera orðin andlit baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Leikstjórinn segist ekki hafa gert sér í hugarlund í fyrstu að úr yrði kvikmynd í fullri lengd. Í fyrstu hafi hann ætlað að búa til stuttmynd um þessa feimnu og mögnuðu ungu konu. Hann hafi ekki órað fyrir að á ferðum sínum með henni um Evrópu þvera og endilanga myndi hann hitta helstu leiðtoga heims hvað þá að fylgja henni í sjóför yfir Atlantshafið alla leið til New York. Greta segir myndina gefa raunsæja mynd af sér og sínu daglega lífi. Hún vonist til að með myndinni geri fólk sér grein fyrir að ungt fólk fari ekki í verkföll að gamni sínu heldur af brýnni nauðsyn. Margt hafi breyst til batnaðar síðan hún hóf baráttu sína en brýnt sé að fólk vakni til meðvitundar um þá krísu sem heimurinn standi frammi fyrir. Enn sé mikil barátta framundan til að tryggja örugga framtíð barna í heiminum. Áhrifarík heimildarmynd sem verður á dagskrá RIFF sem hefst þann 24. september næstkomandi. Miðasala og nánari upplýsingar á www.riff.is RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg verður frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag þaðan sem hún mun berast beint á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman þar sem saga Gretu er rakin á hrífandi hátt frá upphafi baráttu hennar. Hann hefur fylgt Gretu eftir hvert fótmál allt frá því að hún efndi til eins manns loftslagsverkfalls, sem varð að fyrirmynd um heim allan, til þess er hún ferðaðist með seglskútu þvert yfir Atlantshafið til að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Í myndinni fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu þar sem hún hittir ýmsa leiðtoga heims, skipuleggur fjöldamótmæli og undibýr ræðuhöld. Auk þess að kynnast hennar persónulegu högum og daglega lífi með fjölskyldunni og hundinum og því hvernig hún tekst á við mikið álag, endalaus ferðalög, gagnrýni almennings og það að vera orðin andlit baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Leikstjórinn segist ekki hafa gert sér í hugarlund í fyrstu að úr yrði kvikmynd í fullri lengd. Í fyrstu hafi hann ætlað að búa til stuttmynd um þessa feimnu og mögnuðu ungu konu. Hann hafi ekki órað fyrir að á ferðum sínum með henni um Evrópu þvera og endilanga myndi hann hitta helstu leiðtoga heims hvað þá að fylgja henni í sjóför yfir Atlantshafið alla leið til New York. Greta segir myndina gefa raunsæja mynd af sér og sínu daglega lífi. Hún vonist til að með myndinni geri fólk sér grein fyrir að ungt fólk fari ekki í verkföll að gamni sínu heldur af brýnni nauðsyn. Margt hafi breyst til batnaðar síðan hún hóf baráttu sína en brýnt sé að fólk vakni til meðvitundar um þá krísu sem heimurinn standi frammi fyrir. Enn sé mikil barátta framundan til að tryggja örugga framtíð barna í heiminum. Áhrifarík heimildarmynd sem verður á dagskrá RIFF sem hefst þann 24. september næstkomandi. Miðasala og nánari upplýsingar á www.riff.is
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira