Lífið

„Skamm­tíma­lausnir munu ekki gera skít“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Davíð Rúnar þekkir líkamsræktarbransann mjög vel.
Davíð Rúnar þekkir líkamsræktarbransann mjög vel. Mynd/instagram-síða Davíðs.

„Þetta er mjög einfalt. Ég borða það sem mig langar í en bara í réttu magni,“ segir Davíð Rúnar Bjarnason þjálfari í World Class í Brennslunni á FM957.

Nú þegar sumarið er búið taka margir Íslendingar upp á því að fara í átak til að koma línunum í lag eftir sumarsukkið.

Davíð hefur unnið að smáforriti sem aðstoðar fólk við það að æfa rétt og ná góðum árangri.

En Davíð hefur ekki mikla trú á kúrum.

„Hvað heldur þú að líkaminn þinn geri þegar þú ert búinn að svelta hann af kolvetnum í þrjár vikur þegar þú allt í einu tekur kolvetnaflippið þitt eftir þrjár vikur? Mér er persónulega alveg saman hvað fólk borðar og gæti bara ekki verið meira sama, en eitt veit ég að einhverjir megrunarkúrar og einhverjar skammtímalausnir munu ekki gera skít.“

Hann segir að lágkolvetnamatarræði og ketó sé alveg ákveðin snilld en „þú verður þá að vera bara í því. Getur ekki tekið það bara nokkrum vikum fyrir Benedorm og síðan bjórað þig vel upp þar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×