Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2020 14:59 Kjarasamningar hjúkrunarfræðinga og ríkisins hafa verið lausir síðan í mars í fyrra. Vísir/vilhelm Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. Fjármagninu skal varið til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Ríkið skuli á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum til 200 milljónir á ári á sama tímabili. Þetta er niðurstaða gerðardóms, sem skipaður var í júlí vegna kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Úrskurðurinn var birtur á vef Ríkissáttasemjara í dag. Kjarasamningar milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs urðu lausir 31. mars í fyrra. Ríkissáttasemjari skipaði gerðardóm í byrjun júlí eftir að miðlunartillaga hans í deilunni var samþykkt að lokinni atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga í lok júní. Verkfalli á þriðja þúsund hjúkrunarfræðinga var þar með aflýst. Samningsaðilar höfðu náð samkomulagi um öll meginatriði kjarasamnings utan afmarkaðra atriða launaliðs, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Í úrskurði gerðardóms kemur m.a. fram að það sé mat dómsins að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. Dómurinn úrskurðar að ríkið skuli leggja Landspítalnum til aukna fjármuni sem skuli ráðstafað til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga á grundvelli stofnanasamnings, alls 900 milljónir króna á ári frá 1. september 2020 til loka gildistíma kjarasamnings. Í þessari fjárhæð felist heildarviðbótarframlag til spítalans að meðtöldum launatengdum gjöldum. Þá skuli ríkið á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum sínum sem hafa almenna hjúkrunarfræðinga í þjónustu sinni til aukna fjármuni sem skal ráðstafað á grundvelli stofnanasamninga. Alls skal til viðbótar núverandi fjárveitingum leggja stofnununum til sem nemur 200 milljónum króna á ári frá 1. september 2020 til loka gildistíma kjarasamnings. Þessu viðbótarframlagi ríkisins skuli skipt á milli stofnananna í hlutfalli við þann meðalfjölda stöðugilda hjúkrunarfræðinga sem störfuðu á hverri stofnun fyrir sig árið 2019. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. Fjármagninu skal varið til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Ríkið skuli á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum til 200 milljónir á ári á sama tímabili. Þetta er niðurstaða gerðardóms, sem skipaður var í júlí vegna kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Úrskurðurinn var birtur á vef Ríkissáttasemjara í dag. Kjarasamningar milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs urðu lausir 31. mars í fyrra. Ríkissáttasemjari skipaði gerðardóm í byrjun júlí eftir að miðlunartillaga hans í deilunni var samþykkt að lokinni atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga í lok júní. Verkfalli á þriðja þúsund hjúkrunarfræðinga var þar með aflýst. Samningsaðilar höfðu náð samkomulagi um öll meginatriði kjarasamnings utan afmarkaðra atriða launaliðs, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Í úrskurði gerðardóms kemur m.a. fram að það sé mat dómsins að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. Dómurinn úrskurðar að ríkið skuli leggja Landspítalnum til aukna fjármuni sem skuli ráðstafað til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga á grundvelli stofnanasamnings, alls 900 milljónir króna á ári frá 1. september 2020 til loka gildistíma kjarasamnings. Í þessari fjárhæð felist heildarviðbótarframlag til spítalans að meðtöldum launatengdum gjöldum. Þá skuli ríkið á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum sínum sem hafa almenna hjúkrunarfræðinga í þjónustu sinni til aukna fjármuni sem skal ráðstafað á grundvelli stofnanasamninga. Alls skal til viðbótar núverandi fjárveitingum leggja stofnununum til sem nemur 200 milljónum króna á ári frá 1. september 2020 til loka gildistíma kjarasamnings. Þessu viðbótarframlagi ríkisins skuli skipt á milli stofnananna í hlutfalli við þann meðalfjölda stöðugilda hjúkrunarfræðinga sem störfuðu á hverri stofnun fyrir sig árið 2019.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent