Brothættar byggðir – full neikvætt heiti á verkefni Hjalti Þórðarson skrifar 1. september 2020 11:30 Landsbyggðarmál og landsbyggðin almennt eru stundum til umræðu. Því miður virðist það þó vera svo að lítill áhugi sé á alvöru uppbyggilegri stefnu sem heldur milli kosninga óháð pólítískum átakalínum og getur þar með verið við líði árum og áratugum saman. Hvernig vill þjóðin að landið okkar sé? Hvernig viljum við að byggðin þróist og hvar sé uppbygging til lengri tíma? Viljum við að allur fiskveiðikvótinn sé á hendi örfárra aðila sem geta svo flutt aflann hvert sem er og flutt störf fólks til eins og þeim sýnist? Fylgir því engin ábyrgð að fá aðgang að auðlindum þjóðarinnar t.d. varðandi löndunarstaði og vinnslu? Viljum við aðeins hafa byggð á örlitlum hluta landsins? Eins má spyrja hvort við viljum hafa öflugan landbúnað í landinu eða flytja allt inn? Viljum við hreinlega að allt þróist eftir lögmálum hins sígráðuga, eigingjarna og mannskemmandi markaðsbúskap? Þegar málefnin komast á dagskrá virðast þau, amk eins og það lítur út fyrir hinn almenna borgara, vera rædd og framkvæmd með háværum upphrópunum og oft á tíðum tilgangslitlum séraðgerðum. Lengi hefur verið rekin einhverskonar plástrastefna sem því miður er alltof oft bara til að kasta peningum út um gluggann. Í gangi er nú eitthvað sem heitir því skelfilega og niðurdrepandi nafni „Brothættar byggðir“ þar sem fáeinir bæir og byggðalög er sett í svona „næstum því óbyggilegt“ flokk sem þarf á einhverjum séraðgerðum að halda. Þvílíkt dæmalaust hugmyndaflug. Þeir sem fundu upp þetta heiti eru sennilega með spegil eða brothættan hlut fyrir ofan svefnrúmið hjá sér. Með þessu er verið að segja fólki, bæði sem býr á staðnum og við aðra, að þessi staður sé nánast óbyggilegur og svo viðkvæmur að hann þurfi á sérstakri aðstoð að halda til að lifa af. Nú getur vinahópurinn farið í sumarleyfisferðir og keyrt í gegnum þessa staði og svæði og virt þá fyrir sé og íbúa þess „Góðu félagar, hérna býr fólk sem ríkið styrkir, þetta er fallegur staður en þið skuluð alls ekki setjast hér að í framtíðinni. Staðurinn er svo brothættur.“ Ég tala eflaust fyrir munn margra en af hverju ætti ég að setjast að á Brothættum stað eða ég tala nú ekki um að fjárfesta þar t.d. í húsnæði. Býst jafnvel við að ef mitt byggðarlag lenti í þessum flokki þá myndi ég hugsa mér til hreyfings. Orðið Brothætt er neikvætt, flokkunin er neikvæð og þeir sem hafa grunnskilning á huga fólks vita að neikvæð orð virka alltaf neikvætt. Miklu nær hefði verið að kalla þetta Blómlegar byggðir eða eitthvað annað jákvætt. Hægt er svo að velta því fyrir sér hvort eftirsóknarverðara sé að búa í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Hvort er líklegra að fólk taki duglega til hendinni og byggi eitthvað upp til framtíðar í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Það sem er brothætt getur brotnað, það sem er blómlegt getur blómstrað. Ég er tilbúinn að búa og byggja eitthvað upp í Blómlegri byggð. Fólk er nefnilega ekki tölur eða hlutir heldur almennt lifandi hugsandi verur. Nei vitleysan er ekki öll eins og heitið Brothættar byggðir sennilega einhver daprasta nafngift á verkefni sem komið hefur fram. Höfundur er íbúi í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Landsbyggðarmál og landsbyggðin almennt eru stundum til umræðu. Því miður virðist það þó vera svo að lítill áhugi sé á alvöru uppbyggilegri stefnu sem heldur milli kosninga óháð pólítískum átakalínum og getur þar með verið við líði árum og áratugum saman. Hvernig vill þjóðin að landið okkar sé? Hvernig viljum við að byggðin þróist og hvar sé uppbygging til lengri tíma? Viljum við að allur fiskveiðikvótinn sé á hendi örfárra aðila sem geta svo flutt aflann hvert sem er og flutt störf fólks til eins og þeim sýnist? Fylgir því engin ábyrgð að fá aðgang að auðlindum þjóðarinnar t.d. varðandi löndunarstaði og vinnslu? Viljum við aðeins hafa byggð á örlitlum hluta landsins? Eins má spyrja hvort við viljum hafa öflugan landbúnað í landinu eða flytja allt inn? Viljum við hreinlega að allt þróist eftir lögmálum hins sígráðuga, eigingjarna og mannskemmandi markaðsbúskap? Þegar málefnin komast á dagskrá virðast þau, amk eins og það lítur út fyrir hinn almenna borgara, vera rædd og framkvæmd með háværum upphrópunum og oft á tíðum tilgangslitlum séraðgerðum. Lengi hefur verið rekin einhverskonar plástrastefna sem því miður er alltof oft bara til að kasta peningum út um gluggann. Í gangi er nú eitthvað sem heitir því skelfilega og niðurdrepandi nafni „Brothættar byggðir“ þar sem fáeinir bæir og byggðalög er sett í svona „næstum því óbyggilegt“ flokk sem þarf á einhverjum séraðgerðum að halda. Þvílíkt dæmalaust hugmyndaflug. Þeir sem fundu upp þetta heiti eru sennilega með spegil eða brothættan hlut fyrir ofan svefnrúmið hjá sér. Með þessu er verið að segja fólki, bæði sem býr á staðnum og við aðra, að þessi staður sé nánast óbyggilegur og svo viðkvæmur að hann þurfi á sérstakri aðstoð að halda til að lifa af. Nú getur vinahópurinn farið í sumarleyfisferðir og keyrt í gegnum þessa staði og svæði og virt þá fyrir sé og íbúa þess „Góðu félagar, hérna býr fólk sem ríkið styrkir, þetta er fallegur staður en þið skuluð alls ekki setjast hér að í framtíðinni. Staðurinn er svo brothættur.“ Ég tala eflaust fyrir munn margra en af hverju ætti ég að setjast að á Brothættum stað eða ég tala nú ekki um að fjárfesta þar t.d. í húsnæði. Býst jafnvel við að ef mitt byggðarlag lenti í þessum flokki þá myndi ég hugsa mér til hreyfings. Orðið Brothætt er neikvætt, flokkunin er neikvæð og þeir sem hafa grunnskilning á huga fólks vita að neikvæð orð virka alltaf neikvætt. Miklu nær hefði verið að kalla þetta Blómlegar byggðir eða eitthvað annað jákvætt. Hægt er svo að velta því fyrir sér hvort eftirsóknarverðara sé að búa í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Hvort er líklegra að fólk taki duglega til hendinni og byggi eitthvað upp til framtíðar í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Það sem er brothætt getur brotnað, það sem er blómlegt getur blómstrað. Ég er tilbúinn að búa og byggja eitthvað upp í Blómlegri byggð. Fólk er nefnilega ekki tölur eða hlutir heldur almennt lifandi hugsandi verur. Nei vitleysan er ekki öll eins og heitið Brothættar byggðir sennilega einhver daprasta nafngift á verkefni sem komið hefur fram. Höfundur er íbúi í Skagafirði.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun