Charlie Hebdo endurbirtir myndirnar af spámanninum Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2020 10:29 Laurent Sourisseau, skopmyndateiknari og ritstjóri Charlie Hebdo, á ráðstefnu í janúar. Sú ráðstefna var um málsfrelsi og var haldin í tilefni af því að fimm ár voru liðin frá árásinni á skrifstofu tímaritsins. EPA/Christophe Petit Tesson Forsvarsmenn tímaritsins víðfræga Charlie Hebdo ætla að endurbirta umdeildar myndir af spámanninum Múhameð. Það verður gert vegna réttarhalda gegn fjölda aðila sem sakaðir eru um að hafa komið að árásinni gegn tímaritinu í janúar 2015. Þá réðust bræðurnir Said og Cherif Kouachi inn í húsnæði Charlie Hebdo í París og hófu skothríð. Þegar dagurinn var úti lágu tólf í valnum og þar af átta starfsmenn tímaritsins. Sama dag var einnig ráðist á stórmarkað gyðinga í París. Kouachi bræðurnir voru svo felldir nokkrum dögum seinna. Réttað er yfir fjórtán aðilum sem eru sagðir hafa hjálpað þeim bræðrum. Réttarhöldin hefjast 2. september og standa yfir til 10. nóvember og þar munu 140 vitni segja sögur sínar. Myndirnar sem um ræðir voru upprunalega birtar í Jyllands-Posten árið 2005. Þær voru svo endurbirtrar af Charlie Hebdo árið 2006. Það leiddi til mikillar reiði meðal múslima og á endanum til árásarinnar. Al-Qaeda á Arabíuskaganum lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Nú eru myndirnar birtar á forsíðu tímaritsins og með textanum: „Allt þetta, bara vegna þessa“. „Við munum aldrei gefast upp,“ skrifaði skopmyndateiknarinn Laurent Sourisseau, í leiðara Charlie Hebdo, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Starfsmenn tímaritsins hafa margsinnis verið beðnir um að birta fleiri myndir af spámanninum en hafa hingað til neitað því. Það hafi aldri verið góð ástæða til þess, fyrr en nú. Þær voru þó einnig birtar aftur skömmu eftir árásina. Numéro spécial : Tout ça pour ça.Retrouvez : Un florilège des charognards du 7 janvier 2015 Procès : la parole aux familles Sondage exclusif @IfopOpinion : la liberté d'expression c'est important, mais... Disponible dès demain ! pic.twitter.com/NyiTmva6Kr— Charlie Hebdo (@Charlie_Hebdo_) September 1, 2020 Frakkland Trúmál Fjölmiðlar Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Forsvarsmenn tímaritsins víðfræga Charlie Hebdo ætla að endurbirta umdeildar myndir af spámanninum Múhameð. Það verður gert vegna réttarhalda gegn fjölda aðila sem sakaðir eru um að hafa komið að árásinni gegn tímaritinu í janúar 2015. Þá réðust bræðurnir Said og Cherif Kouachi inn í húsnæði Charlie Hebdo í París og hófu skothríð. Þegar dagurinn var úti lágu tólf í valnum og þar af átta starfsmenn tímaritsins. Sama dag var einnig ráðist á stórmarkað gyðinga í París. Kouachi bræðurnir voru svo felldir nokkrum dögum seinna. Réttað er yfir fjórtán aðilum sem eru sagðir hafa hjálpað þeim bræðrum. Réttarhöldin hefjast 2. september og standa yfir til 10. nóvember og þar munu 140 vitni segja sögur sínar. Myndirnar sem um ræðir voru upprunalega birtar í Jyllands-Posten árið 2005. Þær voru svo endurbirtrar af Charlie Hebdo árið 2006. Það leiddi til mikillar reiði meðal múslima og á endanum til árásarinnar. Al-Qaeda á Arabíuskaganum lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Nú eru myndirnar birtar á forsíðu tímaritsins og með textanum: „Allt þetta, bara vegna þessa“. „Við munum aldrei gefast upp,“ skrifaði skopmyndateiknarinn Laurent Sourisseau, í leiðara Charlie Hebdo, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Starfsmenn tímaritsins hafa margsinnis verið beðnir um að birta fleiri myndir af spámanninum en hafa hingað til neitað því. Það hafi aldri verið góð ástæða til þess, fyrr en nú. Þær voru þó einnig birtar aftur skömmu eftir árásina. Numéro spécial : Tout ça pour ça.Retrouvez : Un florilège des charognards du 7 janvier 2015 Procès : la parole aux familles Sondage exclusif @IfopOpinion : la liberté d'expression c'est important, mais... Disponible dès demain ! pic.twitter.com/NyiTmva6Kr— Charlie Hebdo (@Charlie_Hebdo_) September 1, 2020
Frakkland Trúmál Fjölmiðlar Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira