Kenna Kínverjum enn um átök á landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2020 08:44 Þessi mynd er frá því í sumar og sýnir bílalest indverska hersins flytja hermenn að landamærum Indlands og Kína. AP/Mukhtar Khan Yfirvöld á Indlandi segja hermenn landsins hafa stöðvað „storkandi“ hernaðarhreyfingar Kínverja í hinu umdeilda Ladakhhéraði Í Kasmír. Hershöfðingjar beggja ríkja komu saman á landamærunum í nótt eftir umfangsmiklar og mannskæðar deilur síðustu mánaða. Í yfirlýsingu frá Varnarmálráðuneyti Indlands, sem AP vitnar í, segir að hermenn Kína hafi um helgina brotið gegn þeim samkomulögum sem ríkin hafi áður komið að og breyta stöðunni á svæðinu. Þar segir enn fremur að indverskir hermenn hafi styrkt stöður sínar og komið í veg fyrir aðgerðir Kínverja. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Í júní féllu tuttugu indverskir hermenn í átökum við kínverska hermenn þar sem frumstæðum bareflum var beitt. Kínverjar hafa ekki gefið upp upplýsingar um mannfall í átökunum en Indverjar sögðust sannfærðir um að minnst 43 kínverskir hermenn hefðu fallið eða særst alvarlega. Þetta var í fyrsta sinn sem mannfall var á landamærunum í 45 ár. Í frétt Times of India segir að aftur hafi komið til átaka milli hermanna en upplýsingar um mögulegt mannfall liggi ekki fyrir. Þar segir einnig að Kínverjar hafi neitað að yfirgefa um átta kílómetra langt svæði sem þeir hafi hernumið og byggt þar upp varnir, vegi, brýr og þyrlupalla. Bæði ríkin saka hitt um hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Viðræður hafa ekki skilað árangri í deilunni. Svæðið sem þessi tvö fjölmennustu ríki heims deila um er í Karakoram fjöllunum og nánar tiltekið við Pangongvatn. Þessi átök sem Indverjar vísa í áttu sér stað við vatnið, eins og átökin í júní. Indland Kína Tengdar fréttir Kína sakar Indland um að egna til átaka viljandi Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. 20. júní 2020 13:48 Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Sjá meira
Yfirvöld á Indlandi segja hermenn landsins hafa stöðvað „storkandi“ hernaðarhreyfingar Kínverja í hinu umdeilda Ladakhhéraði Í Kasmír. Hershöfðingjar beggja ríkja komu saman á landamærunum í nótt eftir umfangsmiklar og mannskæðar deilur síðustu mánaða. Í yfirlýsingu frá Varnarmálráðuneyti Indlands, sem AP vitnar í, segir að hermenn Kína hafi um helgina brotið gegn þeim samkomulögum sem ríkin hafi áður komið að og breyta stöðunni á svæðinu. Þar segir enn fremur að indverskir hermenn hafi styrkt stöður sínar og komið í veg fyrir aðgerðir Kínverja. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Í júní féllu tuttugu indverskir hermenn í átökum við kínverska hermenn þar sem frumstæðum bareflum var beitt. Kínverjar hafa ekki gefið upp upplýsingar um mannfall í átökunum en Indverjar sögðust sannfærðir um að minnst 43 kínverskir hermenn hefðu fallið eða særst alvarlega. Þetta var í fyrsta sinn sem mannfall var á landamærunum í 45 ár. Í frétt Times of India segir að aftur hafi komið til átaka milli hermanna en upplýsingar um mögulegt mannfall liggi ekki fyrir. Þar segir einnig að Kínverjar hafi neitað að yfirgefa um átta kílómetra langt svæði sem þeir hafi hernumið og byggt þar upp varnir, vegi, brýr og þyrlupalla. Bæði ríkin saka hitt um hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Viðræður hafa ekki skilað árangri í deilunni. Svæðið sem þessi tvö fjölmennustu ríki heims deila um er í Karakoram fjöllunum og nánar tiltekið við Pangongvatn. Þessi átök sem Indverjar vísa í áttu sér stað við vatnið, eins og átökin í júní.
Indland Kína Tengdar fréttir Kína sakar Indland um að egna til átaka viljandi Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. 20. júní 2020 13:48 Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Sjá meira
Kína sakar Indland um að egna til átaka viljandi Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. 20. júní 2020 13:48
Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41
Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57