Fjallið ekki í neinum vafa: Ég mun rota Eddie í fyrstu lotu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson er kominn í mun betra formi og hefur ennþá eitt ár til að undirbúa sig enn betur. Þess mynd birti hann á Instagram síðu sinni. Mynd/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson er farinn að finna sig mun betur í hnefaleikahringnum og það er allt annað að sjá formið hjá kappanum nú þegar hann er byrjaður að æfa hnefaleika á fullu. Hafþór er duglegur að leyfa stuðningsmönnum sínum og öðrum að fylgjast með því sem er að gerast hjá honum en í nýjasta myndbandinu þá hitar hann vel upp fyrir bardagann með því að spá fyrir um úrslit bardagans á móti Eddie Hall. Hafþór ætlar að láta Eddie Hall líta kjánalega út í hringnum þegar þeir berjast í Las Vegas á næsta ári. „Ég ætla að æfa með Kolla að þessu sinni og hann er besti þungarvigtarboxari okkar Íslendinga í dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi myndbandsins en æfingin fór fram í hnefaleikastöðinni Æsi upp á Höfða. Hafþór sagði frá því að Javan ‚Sugarhill' Steward þjálfi Kolbein Kristinsson. „Hann er einn besti boxþjálfarinn í heimi og ég mun á þessari æfingu reyna að fylgja hans prógrammi eins mikið og ég get. Ég ætlar mér að reyna að læra eins mikið og ég get,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram Working on being extra slow. Going super well! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Aug 27, 2020 at 5:42am PDT „Við pössum að hafa þetta ekki of flókið því þetta er nú nýtt sport fyrir mig. Ég hef mjög gaman af þessu og ég að læra mikið. Mér finnst ég læra eitthvað nýtt á hverjum degi og það er mjög skemmtilegt,“ sagði Hafþór um leið og hann sýndi hvernig hann hitar upp með skuggaboxi. Hafþór sýndi síðan upptöku frá æfingu sinni með Kolbeini Kristinssyni. Fjallið ræddi líka við myndavélina á milli æfingahluta og þar var hann mjög yfirlýsingaglaður. „Þegar ég byrjaði að æfa fyrir þetta þá var ég 206 kíló en nú er ég kominn í kringum 180 kílóin. Ég er ennþá þungur en þolið er orðið miklu betra. Ég hef ennþá meira en ár til að undirbúa mig. Mér finnst hlægilegt að heyra það að ég muni ekki hafa úthald í meira en eina lotu. Ég er búinn að vera íþróttamaður alla mína ævi og ég elska að æfa,“ sagði Hafþór. „Ég mun mæta í besta forminu á ævinni í þennan bardaga því ég mun æfa mjög vel fram að honum. Ég skal lofa ykkur því að ég mun endast allar loturnar ef ég þarf á því að halda. Ég held að bardaginn verði ekki svo langur. Mér líður vel og ég sé miklar framfarir. Ég mun væntanlega rota feita gæjann í fyrstu eða annarri lotu,“ sagði Hafþór og á þar auðvitað við Eddie Hall sem ætlar að berjast við hann í Las Vegas. „Það besta sem gæti gerst væri að láta hann líta aulalega út og láta hann þjást. Hann er bara kjafturinn. Hann er búinn að segja ýmislegt að undanförnu og nú er kominn tími til að gera það upp. Hann mun á endanum biðjast vægðar,“ sagði Hafþór. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er farinn að finna sig mun betur í hnefaleikahringnum og það er allt annað að sjá formið hjá kappanum nú þegar hann er byrjaður að æfa hnefaleika á fullu. Hafþór er duglegur að leyfa stuðningsmönnum sínum og öðrum að fylgjast með því sem er að gerast hjá honum en í nýjasta myndbandinu þá hitar hann vel upp fyrir bardagann með því að spá fyrir um úrslit bardagans á móti Eddie Hall. Hafþór ætlar að láta Eddie Hall líta kjánalega út í hringnum þegar þeir berjast í Las Vegas á næsta ári. „Ég ætla að æfa með Kolla að þessu sinni og hann er besti þungarvigtarboxari okkar Íslendinga í dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi myndbandsins en æfingin fór fram í hnefaleikastöðinni Æsi upp á Höfða. Hafþór sagði frá því að Javan ‚Sugarhill' Steward þjálfi Kolbein Kristinsson. „Hann er einn besti boxþjálfarinn í heimi og ég mun á þessari æfingu reyna að fylgja hans prógrammi eins mikið og ég get. Ég ætlar mér að reyna að læra eins mikið og ég get,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram Working on being extra slow. Going super well! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Aug 27, 2020 at 5:42am PDT „Við pössum að hafa þetta ekki of flókið því þetta er nú nýtt sport fyrir mig. Ég hef mjög gaman af þessu og ég að læra mikið. Mér finnst ég læra eitthvað nýtt á hverjum degi og það er mjög skemmtilegt,“ sagði Hafþór um leið og hann sýndi hvernig hann hitar upp með skuggaboxi. Hafþór sýndi síðan upptöku frá æfingu sinni með Kolbeini Kristinssyni. Fjallið ræddi líka við myndavélina á milli æfingahluta og þar var hann mjög yfirlýsingaglaður. „Þegar ég byrjaði að æfa fyrir þetta þá var ég 206 kíló en nú er ég kominn í kringum 180 kílóin. Ég er ennþá þungur en þolið er orðið miklu betra. Ég hef ennþá meira en ár til að undirbúa mig. Mér finnst hlægilegt að heyra það að ég muni ekki hafa úthald í meira en eina lotu. Ég er búinn að vera íþróttamaður alla mína ævi og ég elska að æfa,“ sagði Hafþór. „Ég mun mæta í besta forminu á ævinni í þennan bardaga því ég mun æfa mjög vel fram að honum. Ég skal lofa ykkur því að ég mun endast allar loturnar ef ég þarf á því að halda. Ég held að bardaginn verði ekki svo langur. Mér líður vel og ég sé miklar framfarir. Ég mun væntanlega rota feita gæjann í fyrstu eða annarri lotu,“ sagði Hafþór og á þar auðvitað við Eddie Hall sem ætlar að berjast við hann í Las Vegas. „Það besta sem gæti gerst væri að láta hann líta aulalega út og láta hann þjást. Hann er bara kjafturinn. Hann er búinn að segja ýmislegt að undanförnu og nú er kominn tími til að gera það upp. Hann mun á endanum biðjast vægðar,“ sagði Hafþór. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sjá meira