133 starfsmönnum Isavia sagt upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2020 18:11 Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð. Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19 Vísir/Vilhelm 133 starfsmönnum Isavia var sagt upp störfum í dag og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall sitt hjá fyrirtækinu. Alls hefur því 234 starfsmönnum Isavia verið sagt upp á undanförnum misserum en 101 var sagt upp í mars. „Frá því að Covid 19 faraldurinn hófst á Íslandi þá hefur móðurfélag Isavia gripið til umfangsmikilla aðgerða sem snerta öll svið félagsins vegna þess samdráttar sem orðið hefur í flugi til og frá landinu í heimsfaraldrinum,“ segir í tilkynningu frá Isavia. Í tilkynningunni segir að frá því að Covid-19 faraldurinn hófst hafi stöðugildum hjá móðurfélagi Isavia nú fækkað um 40 prósent. „Eftir ágætis gang í sumar, þar sem fjölgun ferðamanna um Keflavíkurflugvöll var nokkuð stöðug, þá varð alger viðsnúningur í kjölfar ákvörðunar um tvöfalda skimun með sóttkví á milli,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia í tilkynningunni. „Flugfélög hafa dregið verulega úr framboði og eins og staðan er í dag þá er útlit fyrir að það breytist ekki í náinni framtíð. Forsendur okkar frá í sumar eru því brostnar og í dag gerum við ráð fyrir að umsvifin í vetur verði mjög lítil á Keflavíkurflugvelli. Það er því útlit fyrir að verkefni verði af skornum skammti fyrir hóp starfsmanna okkar næstu mánuðina.“ Sveinbjörn segir verulega óvissu um framvindu næstu mánuði og Isavia muni endurskoða stöðuna reglulega. Ef ástandið breytist til batnaðar geti Isavia brugðist hratt við þeirri breyttu stöðu. „Við óskum öllu því fólki sem nú er að hverfa frá Isavia velfarnaðar, þökkum því fyrir þeirra störf og vonumst til að leiðir okkar liggi saman á ný fyrr en síðar,“ er haft eftir Sveinbirni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
133 starfsmönnum Isavia var sagt upp störfum í dag og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall sitt hjá fyrirtækinu. Alls hefur því 234 starfsmönnum Isavia verið sagt upp á undanförnum misserum en 101 var sagt upp í mars. „Frá því að Covid 19 faraldurinn hófst á Íslandi þá hefur móðurfélag Isavia gripið til umfangsmikilla aðgerða sem snerta öll svið félagsins vegna þess samdráttar sem orðið hefur í flugi til og frá landinu í heimsfaraldrinum,“ segir í tilkynningu frá Isavia. Í tilkynningunni segir að frá því að Covid-19 faraldurinn hófst hafi stöðugildum hjá móðurfélagi Isavia nú fækkað um 40 prósent. „Eftir ágætis gang í sumar, þar sem fjölgun ferðamanna um Keflavíkurflugvöll var nokkuð stöðug, þá varð alger viðsnúningur í kjölfar ákvörðunar um tvöfalda skimun með sóttkví á milli,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia í tilkynningunni. „Flugfélög hafa dregið verulega úr framboði og eins og staðan er í dag þá er útlit fyrir að það breytist ekki í náinni framtíð. Forsendur okkar frá í sumar eru því brostnar og í dag gerum við ráð fyrir að umsvifin í vetur verði mjög lítil á Keflavíkurflugvelli. Það er því útlit fyrir að verkefni verði af skornum skammti fyrir hóp starfsmanna okkar næstu mánuðina.“ Sveinbjörn segir verulega óvissu um framvindu næstu mánuði og Isavia muni endurskoða stöðuna reglulega. Ef ástandið breytist til batnaðar geti Isavia brugðist hratt við þeirri breyttu stöðu. „Við óskum öllu því fólki sem nú er að hverfa frá Isavia velfarnaðar, þökkum því fyrir þeirra störf og vonumst til að leiðir okkar liggi saman á ný fyrr en síðar,“ er haft eftir Sveinbirni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira