Óskar Hrafn: Vildum halda því sem við stöndum fyrir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2020 20:06 Óskar Hrafn var að mörgu leyti sáttur með leik sinna manna í dag. Vísir/Bára Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var á leið upp í rútu og út á flugvöll þegar Vísir heyrði í honum eftir 4-2 tap Blika gegn Rosenborg í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í dag. Aðstæður eru skrýtnar í Evrópuboltanum þessa dagana eins og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, ræddi við Vísi fyrir leik. Óskar Hrafn var sáttur við frammistöðu sinna manna og það hugarfar sem þeir sýndu en hann hefði þó viljað sjá Rosenborg þurfa hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Mörkin sem heimamenn skoruðu voru full einföld. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við vorum samt full gjafmildir í fyrri hálfleik og mörkin svona í ódýrari kantinum en við hættum aldrei. Við gerðum það sem við lögðum upp með. Við vildum spila leikinn eins og við gerum vanalega, vildum halda því sem við stöndum fyrir. Við ætluðum ekki að leggjast til baka og ætluðum að halda þéttri pressu á Rosenborg. Við gerðum það fannst mér en auðvitað er þetta súrsætt. Ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik en maður fær ekki allt sem maður vill í lífinu,“ sagði Óskar að leik loknum. Þó Rosenborg séu í „lægð“ ef lægð skyldi kalla þá er ljóst að liðið er gríðarlega sterkt og ljóst að Blikar voru alltaf að fara inn í erfiðan leik þó svo að Rosenborg spili tiltölulega einfaldan fótbolta. „Þetta er lið sem sló bæði BATE Borisov og Maribor út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þetta er lið sem hefur fjórum sinnum komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu fimm árum. Það að halda að menn gætu komið hingað til Þrándheims og leikið sér var aldrei að fara gerast. En mér fannst þeir þurfa hafa full lítið fyrir því að refsa okkur og mörkin full auðveld.“ „Rosenborg er ekki mikið að flækja hlutina. Þeir spila 4-3-3, annar miðjumaðurinn stingur sér og hinn heldur. Þeir spiluðu reyndar óvenju lítið stutt í dag en þeir vilja halda honum í öftustu línu og gera ágætlega. Þeir eru svo með mikil einstaklingsgæði og frábæra framherja.“ „Við töldum að til að við gætum farið til Þrándheims og tekið eitthvað með okkur úr leiknum, lært eitthvað, þá yrðum við að spila okkar leik. Við fórum með það inn í leikinn en vissum að við þyrftum að loka ákveðna þætti í þeirra leik. Það voru svo ekki þeirra sterkustu hliðar sem gerðu okkur lífið leitt heldur meira þessi einstaklingsgæði og mögulega smá værukærð í okkur.“ „Vildum fara og vera við sjálfur. Það er eina leiðin til að verða betri en það var því miður ekki nóg í dag,“ sagði Óskar einnig. „Leikmenn og þjálfarar vilja mæla sig við erlend lið. Vonast til að menn séu að taka framförum ár frá ári. Það er markmið að vera alltaf í Evrópukeppni, mæla sig þannig við erlend lið og komast nær þeim. Við sáum í dag að við eigum töluvert inni í líkamlega þættinum, eðlilega svo sem. En við stefnum á að nálgast þessi lið,“ sagði Óskar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Rosenborg - Breiðablik 2-4| Slæmur kafli í upphafi varð Blikum að falli Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Rosenborg í Noregi er liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar. 27. ágúst 2020 19:05 „Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var á leið upp í rútu og út á flugvöll þegar Vísir heyrði í honum eftir 4-2 tap Blika gegn Rosenborg í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í dag. Aðstæður eru skrýtnar í Evrópuboltanum þessa dagana eins og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, ræddi við Vísi fyrir leik. Óskar Hrafn var sáttur við frammistöðu sinna manna og það hugarfar sem þeir sýndu en hann hefði þó viljað sjá Rosenborg þurfa hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Mörkin sem heimamenn skoruðu voru full einföld. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við vorum samt full gjafmildir í fyrri hálfleik og mörkin svona í ódýrari kantinum en við hættum aldrei. Við gerðum það sem við lögðum upp með. Við vildum spila leikinn eins og við gerum vanalega, vildum halda því sem við stöndum fyrir. Við ætluðum ekki að leggjast til baka og ætluðum að halda þéttri pressu á Rosenborg. Við gerðum það fannst mér en auðvitað er þetta súrsætt. Ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik en maður fær ekki allt sem maður vill í lífinu,“ sagði Óskar að leik loknum. Þó Rosenborg séu í „lægð“ ef lægð skyldi kalla þá er ljóst að liðið er gríðarlega sterkt og ljóst að Blikar voru alltaf að fara inn í erfiðan leik þó svo að Rosenborg spili tiltölulega einfaldan fótbolta. „Þetta er lið sem sló bæði BATE Borisov og Maribor út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þetta er lið sem hefur fjórum sinnum komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu fimm árum. Það að halda að menn gætu komið hingað til Þrándheims og leikið sér var aldrei að fara gerast. En mér fannst þeir þurfa hafa full lítið fyrir því að refsa okkur og mörkin full auðveld.“ „Rosenborg er ekki mikið að flækja hlutina. Þeir spila 4-3-3, annar miðjumaðurinn stingur sér og hinn heldur. Þeir spiluðu reyndar óvenju lítið stutt í dag en þeir vilja halda honum í öftustu línu og gera ágætlega. Þeir eru svo með mikil einstaklingsgæði og frábæra framherja.“ „Við töldum að til að við gætum farið til Þrándheims og tekið eitthvað með okkur úr leiknum, lært eitthvað, þá yrðum við að spila okkar leik. Við fórum með það inn í leikinn en vissum að við þyrftum að loka ákveðna þætti í þeirra leik. Það voru svo ekki þeirra sterkustu hliðar sem gerðu okkur lífið leitt heldur meira þessi einstaklingsgæði og mögulega smá værukærð í okkur.“ „Vildum fara og vera við sjálfur. Það er eina leiðin til að verða betri en það var því miður ekki nóg í dag,“ sagði Óskar einnig. „Leikmenn og þjálfarar vilja mæla sig við erlend lið. Vonast til að menn séu að taka framförum ár frá ári. Það er markmið að vera alltaf í Evrópukeppni, mæla sig þannig við erlend lið og komast nær þeim. Við sáum í dag að við eigum töluvert inni í líkamlega þættinum, eðlilega svo sem. En við stefnum á að nálgast þessi lið,“ sagði Óskar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Rosenborg - Breiðablik 2-4| Slæmur kafli í upphafi varð Blikum að falli Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Rosenborg í Noregi er liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar. 27. ágúst 2020 19:05 „Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
Umfjöllun: Rosenborg - Breiðablik 2-4| Slæmur kafli í upphafi varð Blikum að falli Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Rosenborg í Noregi er liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar. 27. ágúst 2020 19:05
„Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn