Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2020 14:00 Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins um langt árabil og ver einnig mark Vals sem er á toppi Pepsi Max-deildarinnar. VÍSIR/VILHELM Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. Þetta segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Vísir leitaði viðbragða hans vegna þeirrar ákvörðunar FIFA að veita knattspyrnufélögum tímabundna heimild til að banna leikmönnum sínum að spila í Þjóðadeildinni í september, kalli landsleikir á fimm daga sóttkví. Þessi heimild á við Val vegna Kaj Leo i Bartalsstovu, sem valinn hefur verið í færeyska landsliðið sem mætir Möltu og svo Andorra á útivelli. Heimildin mun einnig eiga við um Hannes og Birki Má Sævarsson verði þeir valdir í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður á föstudag. Verði Hannes og Birkir valdir í hópinn sem mætir Englandi og Belgíu þurfa þeir að óbreyttu að fara í fimm daga sóttkví eftir heimkomu frá Belgíu 9. september. Miðað við núverandi dagskrá Vals myndu þeir missa af bikarleik við HK 10. september og deildarleik við Víking R. þremur dögum síðar, auk þess að mega ekki æfa með Val á meðan þeir eru í sóttkví. Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er leikmaður Víkings og gæti einnig misst af leiknum við Val 13. september. Víkingar hafa rétt á að banna honum að fara í landsleikina verði hann valinn. Börkur bindur vonir við að hægt verði í samvinnu við KSÍ að greiða úr málinu og að engum verði bannað að spila landsleiki: „Já, ég ætla að trúa því að minnsta kosti þar til að annað kemur í ljós. Menn vilja vinna þetta í sátt og samlyndi því hagur og velferð íslenskra liða hlýtur að vera í forgangi hjá KSÍ. Ég trúi ekki öðru. Við þurfum að sjá hvort það sé hægt að hnika til leikjum eins og þarf, og finna sameiginlega lausn,“ segir Börkur. „Við þurfum auðvitað fyrst að sjá íslenska landsliðshópinn en ég reikna alveg með að við eigum 1-2 leikmenn þar. Við erum vissulega að skoða þetta og búa til sviðsmyndir,“ segir Börkur. En gætu Valsmenn sætt sig við að vera án landsliðsmarkvarðarins í fyrrnefndum leikjum? „Nei, það er alls ekki sú staða sem við viljum að verði uppi. Við erum með okkar markmið sem félag og Valur er í forgangi hjá okkur. Að sjálfsögðu viljum við hafa alla okkar menn í svona mikilvægum leikjum,“ segir Börkur. FH vill að Gunnar geti spilað Að sama skapi á FH rétt á að meina Gunnari Nielsen markverði um að spila með Færeyjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að það sé vilji félagsins að leyfa leikmönnum að spila landsleiki fyrir sína þjóð. Málið verði þó skoðað en FH-ingar eiga leik við Stjörnuna í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september, sem Gunnar missir að óbreyttu af. Valur FH Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. Þetta segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Vísir leitaði viðbragða hans vegna þeirrar ákvörðunar FIFA að veita knattspyrnufélögum tímabundna heimild til að banna leikmönnum sínum að spila í Þjóðadeildinni í september, kalli landsleikir á fimm daga sóttkví. Þessi heimild á við Val vegna Kaj Leo i Bartalsstovu, sem valinn hefur verið í færeyska landsliðið sem mætir Möltu og svo Andorra á útivelli. Heimildin mun einnig eiga við um Hannes og Birki Má Sævarsson verði þeir valdir í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður á föstudag. Verði Hannes og Birkir valdir í hópinn sem mætir Englandi og Belgíu þurfa þeir að óbreyttu að fara í fimm daga sóttkví eftir heimkomu frá Belgíu 9. september. Miðað við núverandi dagskrá Vals myndu þeir missa af bikarleik við HK 10. september og deildarleik við Víking R. þremur dögum síðar, auk þess að mega ekki æfa með Val á meðan þeir eru í sóttkví. Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er leikmaður Víkings og gæti einnig misst af leiknum við Val 13. september. Víkingar hafa rétt á að banna honum að fara í landsleikina verði hann valinn. Börkur bindur vonir við að hægt verði í samvinnu við KSÍ að greiða úr málinu og að engum verði bannað að spila landsleiki: „Já, ég ætla að trúa því að minnsta kosti þar til að annað kemur í ljós. Menn vilja vinna þetta í sátt og samlyndi því hagur og velferð íslenskra liða hlýtur að vera í forgangi hjá KSÍ. Ég trúi ekki öðru. Við þurfum að sjá hvort það sé hægt að hnika til leikjum eins og þarf, og finna sameiginlega lausn,“ segir Börkur. „Við þurfum auðvitað fyrst að sjá íslenska landsliðshópinn en ég reikna alveg með að við eigum 1-2 leikmenn þar. Við erum vissulega að skoða þetta og búa til sviðsmyndir,“ segir Börkur. En gætu Valsmenn sætt sig við að vera án landsliðsmarkvarðarins í fyrrnefndum leikjum? „Nei, það er alls ekki sú staða sem við viljum að verði uppi. Við erum með okkar markmið sem félag og Valur er í forgangi hjá okkur. Að sjálfsögðu viljum við hafa alla okkar menn í svona mikilvægum leikjum,“ segir Börkur. FH vill að Gunnar geti spilað Að sama skapi á FH rétt á að meina Gunnari Nielsen markverði um að spila með Færeyjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að það sé vilji félagsins að leyfa leikmönnum að spila landsleiki fyrir sína þjóð. Málið verði þó skoðað en FH-ingar eiga leik við Stjörnuna í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september, sem Gunnar missir að óbreyttu af.
Valur FH Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00