Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2020 14:00 Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins um langt árabil og ver einnig mark Vals sem er á toppi Pepsi Max-deildarinnar. VÍSIR/VILHELM Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. Þetta segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Vísir leitaði viðbragða hans vegna þeirrar ákvörðunar FIFA að veita knattspyrnufélögum tímabundna heimild til að banna leikmönnum sínum að spila í Þjóðadeildinni í september, kalli landsleikir á fimm daga sóttkví. Þessi heimild á við Val vegna Kaj Leo i Bartalsstovu, sem valinn hefur verið í færeyska landsliðið sem mætir Möltu og svo Andorra á útivelli. Heimildin mun einnig eiga við um Hannes og Birki Má Sævarsson verði þeir valdir í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður á föstudag. Verði Hannes og Birkir valdir í hópinn sem mætir Englandi og Belgíu þurfa þeir að óbreyttu að fara í fimm daga sóttkví eftir heimkomu frá Belgíu 9. september. Miðað við núverandi dagskrá Vals myndu þeir missa af bikarleik við HK 10. september og deildarleik við Víking R. þremur dögum síðar, auk þess að mega ekki æfa með Val á meðan þeir eru í sóttkví. Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er leikmaður Víkings og gæti einnig misst af leiknum við Val 13. september. Víkingar hafa rétt á að banna honum að fara í landsleikina verði hann valinn. Börkur bindur vonir við að hægt verði í samvinnu við KSÍ að greiða úr málinu og að engum verði bannað að spila landsleiki: „Já, ég ætla að trúa því að minnsta kosti þar til að annað kemur í ljós. Menn vilja vinna þetta í sátt og samlyndi því hagur og velferð íslenskra liða hlýtur að vera í forgangi hjá KSÍ. Ég trúi ekki öðru. Við þurfum að sjá hvort það sé hægt að hnika til leikjum eins og þarf, og finna sameiginlega lausn,“ segir Börkur. „Við þurfum auðvitað fyrst að sjá íslenska landsliðshópinn en ég reikna alveg með að við eigum 1-2 leikmenn þar. Við erum vissulega að skoða þetta og búa til sviðsmyndir,“ segir Börkur. En gætu Valsmenn sætt sig við að vera án landsliðsmarkvarðarins í fyrrnefndum leikjum? „Nei, það er alls ekki sú staða sem við viljum að verði uppi. Við erum með okkar markmið sem félag og Valur er í forgangi hjá okkur. Að sjálfsögðu viljum við hafa alla okkar menn í svona mikilvægum leikjum,“ segir Börkur. FH vill að Gunnar geti spilað Að sama skapi á FH rétt á að meina Gunnari Nielsen markverði um að spila með Færeyjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að það sé vilji félagsins að leyfa leikmönnum að spila landsleiki fyrir sína þjóð. Málið verði þó skoðað en FH-ingar eiga leik við Stjörnuna í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september, sem Gunnar missir að óbreyttu af. Valur FH Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. Þetta segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Vísir leitaði viðbragða hans vegna þeirrar ákvörðunar FIFA að veita knattspyrnufélögum tímabundna heimild til að banna leikmönnum sínum að spila í Þjóðadeildinni í september, kalli landsleikir á fimm daga sóttkví. Þessi heimild á við Val vegna Kaj Leo i Bartalsstovu, sem valinn hefur verið í færeyska landsliðið sem mætir Möltu og svo Andorra á útivelli. Heimildin mun einnig eiga við um Hannes og Birki Má Sævarsson verði þeir valdir í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður á föstudag. Verði Hannes og Birkir valdir í hópinn sem mætir Englandi og Belgíu þurfa þeir að óbreyttu að fara í fimm daga sóttkví eftir heimkomu frá Belgíu 9. september. Miðað við núverandi dagskrá Vals myndu þeir missa af bikarleik við HK 10. september og deildarleik við Víking R. þremur dögum síðar, auk þess að mega ekki æfa með Val á meðan þeir eru í sóttkví. Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er leikmaður Víkings og gæti einnig misst af leiknum við Val 13. september. Víkingar hafa rétt á að banna honum að fara í landsleikina verði hann valinn. Börkur bindur vonir við að hægt verði í samvinnu við KSÍ að greiða úr málinu og að engum verði bannað að spila landsleiki: „Já, ég ætla að trúa því að minnsta kosti þar til að annað kemur í ljós. Menn vilja vinna þetta í sátt og samlyndi því hagur og velferð íslenskra liða hlýtur að vera í forgangi hjá KSÍ. Ég trúi ekki öðru. Við þurfum að sjá hvort það sé hægt að hnika til leikjum eins og þarf, og finna sameiginlega lausn,“ segir Börkur. „Við þurfum auðvitað fyrst að sjá íslenska landsliðshópinn en ég reikna alveg með að við eigum 1-2 leikmenn þar. Við erum vissulega að skoða þetta og búa til sviðsmyndir,“ segir Börkur. En gætu Valsmenn sætt sig við að vera án landsliðsmarkvarðarins í fyrrnefndum leikjum? „Nei, það er alls ekki sú staða sem við viljum að verði uppi. Við erum með okkar markmið sem félag og Valur er í forgangi hjá okkur. Að sjálfsögðu viljum við hafa alla okkar menn í svona mikilvægum leikjum,“ segir Börkur. FH vill að Gunnar geti spilað Að sama skapi á FH rétt á að meina Gunnari Nielsen markverði um að spila með Færeyjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að það sé vilji félagsins að leyfa leikmönnum að spila landsleiki fyrir sína þjóð. Málið verði þó skoðað en FH-ingar eiga leik við Stjörnuna í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september, sem Gunnar missir að óbreyttu af.
Valur FH Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00