Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2020 19:14 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Fari svo að Icelandair Group þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, til fjáraukalaga, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Þar er aðeins lögð til ein breyting á fjárlögum, að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánum vegna tekjufalls fyrirtækisins í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Stjórnvöld samþykktu á dögunum að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. Það samsvarar um 15 milljörðum íslenskra króna að því er fram kemur í frumvarpinu, en ríkisábyrgðin er háð samþykki Alþingis. Heildarskuldbinding ríkissjóðs getur þó aðeins numið allt að 108 milljónum Bandaríkjadala eða sem jafngildir 90 prósent af 120 milljóna Bandaríkjadala lánalínum til félagsins. Ríkið setur ýmsa varnagla Í frumvarpinu er farið ítarlega yfir það hvernig málið horfir við íslenskum stjórnvöldum. Þar segir meðal annars að lánalínan með ábyrgð ríkissjóðs sé aðeins til þrautavara og að í því felist að ekki reyni á hana nema upp komi þær aðstæður að rekstur Icelandair gangi talsvert verr en áætlanir gera ráð fyrir. Icelandair hefur sem kunnugt er tilkynnt að stefnt sé að hlutafjárútboði þar sem safna á allt að 23 milljörðum króna, og gerir áætlanir félagsins ráð fyrir því að rekstur Icelandair til næstu tveggja ára verði að fullu fjármagnaður, án þess að gert séð ráð fyrir að dregið verði á lánalínuna sem íslenska ríkið ábyrgist. Í frumvarpinu segir meðal annars eftirfarandi: Er lánalínu með ábyrgð ríkisins ætlað að skapa aukið rekstraröryggi fyrir félagið, sem ætti að hafa jákvæð áhrif á vilja fjárfesta til að leggja félaginu til nýtt fé. Ríkið setur þar að auki ýmsa varnagla þurfi félagið að draga á lánalínuna. Í fyrsta lagi eru mörk á mánaðarlegri úttekt félagsins 20 milljónir Bandaríkjadala og hins vegar eru mörk við eiginfjárhlutfall tvö prósent eða 25 milljónir Bandaríkjadala, um 3,4 milljarðar. Íslenska ríkið myndi eignast vefsíðu Icelandair við gjaldþrot hafi reynt á lánalínuna Í frumvarpinu segir að fyrri mörkin leiði til þes að það þurfi alltaf að lágmarki sex mánuði af ádrætti til þess að klára línuna og seinni mörkin koma í veg fyrir að félagið geti dregið á línuna ef rekstur þess hefur gengið það illa að eigið fé félagsins er að klárast. „Að auki er miðað við að ríkið taki veð í eignum félagsins til tryggingar endurgreiðslu reyni á ábyrgð þess. Um er að ræða veð í vörumerki félagsins og dótturfélagsins Icelandair ehf., vefslóð sömu félaga og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum.“ Með öðrum orðum, ef Icelandair verður gjaldþrota myndu „lykileignir félagsins (vörumerki, bókunarkerfi og e.a. lendingarheimildir) renna til ríkisins sem hægt væri að nýta til að bregðast við þeirri óvissu sem slíkt gjaldþrot myndi fela í sér gagnvart flugsamgöngum til og frá landinu,“ líkt og það er orðað í frumvarpinu. Lendingarheimildir flugfélaga á vinsælum áfangastöðum eru oftar en ekki á meðal verðmætustu eigna þeirra. Má ekki greiða út arð á meðan lánalínan er útistandandi Þá kemur einnig fram að félaginu sé aðeins heimilt til að nota lánalínurnar til þess að að standa skil á almennum rekstrarkostnaði félagsins. Það geti ekki nýtt sér lánalínuna til þess að fjárfesta eða endurfjármagna núverandi skuldbindingar, auk þess sem að óheimilt verður að greiða arð til hluthafa félagsins á meðan lánalínan er útistandandi. Þurfi félagið að nýta sér lánalínua setur ríkið einnig það skilyrði að leyfi rekstur félagsins að greiða lánið hraðar niður skuli það gert. Til að tryggja það verður ákvæði í samningnum sem skyldar félagið til að nota umframlausafé til að greiða niður lánið. Miðað er við að 75 prósent af umframlausafé á hverjum tíma fari til lækkunar á skuld samkvæmt lánalínunni. Skoða má frumvarpið í heild sinni hér en sem fyrr segir þarf samþykki Alþingis áður en ríkið ábyrgist umrædda lánalínu. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45 Hertar reglur á landamærum hafi ekki áhrif á undirbúning hlutafjárútboðs Áætlað er að hagræðing vegna nýrra kjarasamninga við flugstéttir nemi hátt í fjórum milljörðum króna á ári. Félagið hyggst falla frá kaupum á fjórum af tíu Boeing MAX-flugvélum sem ekki var búið að afhenda. 19. ágúst 2020 20:00 Meta fjárhagsleg áhrif samkomulags við Boeing á 35 milljarða Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandan Boeing vegna 737 MAX flugvéla framleiðandans nemi 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. 19. ágúst 2020 10:02 Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. 19. ágúst 2020 08:43 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fari svo að Icelandair Group þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, til fjáraukalaga, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Þar er aðeins lögð til ein breyting á fjárlögum, að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánum vegna tekjufalls fyrirtækisins í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Stjórnvöld samþykktu á dögunum að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. Það samsvarar um 15 milljörðum íslenskra króna að því er fram kemur í frumvarpinu, en ríkisábyrgðin er háð samþykki Alþingis. Heildarskuldbinding ríkissjóðs getur þó aðeins numið allt að 108 milljónum Bandaríkjadala eða sem jafngildir 90 prósent af 120 milljóna Bandaríkjadala lánalínum til félagsins. Ríkið setur ýmsa varnagla Í frumvarpinu er farið ítarlega yfir það hvernig málið horfir við íslenskum stjórnvöldum. Þar segir meðal annars að lánalínan með ábyrgð ríkissjóðs sé aðeins til þrautavara og að í því felist að ekki reyni á hana nema upp komi þær aðstæður að rekstur Icelandair gangi talsvert verr en áætlanir gera ráð fyrir. Icelandair hefur sem kunnugt er tilkynnt að stefnt sé að hlutafjárútboði þar sem safna á allt að 23 milljörðum króna, og gerir áætlanir félagsins ráð fyrir því að rekstur Icelandair til næstu tveggja ára verði að fullu fjármagnaður, án þess að gert séð ráð fyrir að dregið verði á lánalínuna sem íslenska ríkið ábyrgist. Í frumvarpinu segir meðal annars eftirfarandi: Er lánalínu með ábyrgð ríkisins ætlað að skapa aukið rekstraröryggi fyrir félagið, sem ætti að hafa jákvæð áhrif á vilja fjárfesta til að leggja félaginu til nýtt fé. Ríkið setur þar að auki ýmsa varnagla þurfi félagið að draga á lánalínuna. Í fyrsta lagi eru mörk á mánaðarlegri úttekt félagsins 20 milljónir Bandaríkjadala og hins vegar eru mörk við eiginfjárhlutfall tvö prósent eða 25 milljónir Bandaríkjadala, um 3,4 milljarðar. Íslenska ríkið myndi eignast vefsíðu Icelandair við gjaldþrot hafi reynt á lánalínuna Í frumvarpinu segir að fyrri mörkin leiði til þes að það þurfi alltaf að lágmarki sex mánuði af ádrætti til þess að klára línuna og seinni mörkin koma í veg fyrir að félagið geti dregið á línuna ef rekstur þess hefur gengið það illa að eigið fé félagsins er að klárast. „Að auki er miðað við að ríkið taki veð í eignum félagsins til tryggingar endurgreiðslu reyni á ábyrgð þess. Um er að ræða veð í vörumerki félagsins og dótturfélagsins Icelandair ehf., vefslóð sömu félaga og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum.“ Með öðrum orðum, ef Icelandair verður gjaldþrota myndu „lykileignir félagsins (vörumerki, bókunarkerfi og e.a. lendingarheimildir) renna til ríkisins sem hægt væri að nýta til að bregðast við þeirri óvissu sem slíkt gjaldþrot myndi fela í sér gagnvart flugsamgöngum til og frá landinu,“ líkt og það er orðað í frumvarpinu. Lendingarheimildir flugfélaga á vinsælum áfangastöðum eru oftar en ekki á meðal verðmætustu eigna þeirra. Má ekki greiða út arð á meðan lánalínan er útistandandi Þá kemur einnig fram að félaginu sé aðeins heimilt til að nota lánalínurnar til þess að að standa skil á almennum rekstrarkostnaði félagsins. Það geti ekki nýtt sér lánalínuna til þess að fjárfesta eða endurfjármagna núverandi skuldbindingar, auk þess sem að óheimilt verður að greiða arð til hluthafa félagsins á meðan lánalínan er útistandandi. Þurfi félagið að nýta sér lánalínua setur ríkið einnig það skilyrði að leyfi rekstur félagsins að greiða lánið hraðar niður skuli það gert. Til að tryggja það verður ákvæði í samningnum sem skyldar félagið til að nota umframlausafé til að greiða niður lánið. Miðað er við að 75 prósent af umframlausafé á hverjum tíma fari til lækkunar á skuld samkvæmt lánalínunni. Skoða má frumvarpið í heild sinni hér en sem fyrr segir þarf samþykki Alþingis áður en ríkið ábyrgist umrædda lánalínu.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45 Hertar reglur á landamærum hafi ekki áhrif á undirbúning hlutafjárútboðs Áætlað er að hagræðing vegna nýrra kjarasamninga við flugstéttir nemi hátt í fjórum milljörðum króna á ári. Félagið hyggst falla frá kaupum á fjórum af tíu Boeing MAX-flugvélum sem ekki var búið að afhenda. 19. ágúst 2020 20:00 Meta fjárhagsleg áhrif samkomulags við Boeing á 35 milljarða Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandan Boeing vegna 737 MAX flugvéla framleiðandans nemi 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. 19. ágúst 2020 10:02 Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. 19. ágúst 2020 08:43 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45
Hertar reglur á landamærum hafi ekki áhrif á undirbúning hlutafjárútboðs Áætlað er að hagræðing vegna nýrra kjarasamninga við flugstéttir nemi hátt í fjórum milljörðum króna á ári. Félagið hyggst falla frá kaupum á fjórum af tíu Boeing MAX-flugvélum sem ekki var búið að afhenda. 19. ágúst 2020 20:00
Meta fjárhagsleg áhrif samkomulags við Boeing á 35 milljarða Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandan Boeing vegna 737 MAX flugvéla framleiðandans nemi 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. 19. ágúst 2020 10:02
Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. 19. ágúst 2020 08:43