Uppfæra þurfi reglugerðir til að lög um kynrænt sjálfræði verði meira en „bara punt á blaði“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 12:48 Dóra Björt segist ekki ætla að gefast upp á þessu mannréttindamáli fyrr en í fulla hnefana. Vísir/Vilhelm Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að setja aftur upp salernismerkingar sem aðgreinir konur og karla á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni, að minnsta kosti þar til félagsmálaráðuneytið hefur ákvarðað hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins standist ný lög um kynrænt sjálfræði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins, segir að uppfæra þurfi reglugerðir ef lögin eiga að vera annað og meira en punt á blaði. Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráð borgarinnar samþykkti sumarið 2018 tillögu um að öll salerni í stjórnsýsluhúsum borgarinnar skyldu verða ókyngreind. Hinsegin fólk hefur lengi barist fyrir því að salerni verði kynhlutlaus til að tryggja aðgengi allra, þar á meðal þeirra sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar. Síðan breytingin var gerð kvörtuðu nokkrir starfsmenn á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni yfir ókyngreindum salernum. Vinnueftirlitið ákvarðaði í kjölfarið að borgin skyldi setja merkingarnar upp aftur með vísan í reglur um húsnæði vinnustaða númer 581 frá 1995. Mannréttindaráðið taldi ljóst að reglugerðin væri úreld og stæðist ekki ný lög um kynrænt sjálfræði. Ráðið óskaði eftir úrskurði félagsmálaráðuneytisins og bað um að réttaráhrifum ákvörðunar Vinnueftirlitsins yrði frestað þar til úrskurður ráðuneytisins lægi fyrir. Á dögunum barst Mannréttindaráði síðan bréf frá félagsmálaráðuneytinu þar sem beiðni um frest var hafnað. Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður ráðsins. „Mér finnst þetta mál snúast fyrst og fremst um það að við erum komin með ný lög um kynrænt sjálfræði þar sem Alþingi hefur verið ansi róttækt í því að auka aðgengi allra kynja að samfélaginu. Við sem samfélag höfum gengið svolitið frá þessari kynjatvíhyggju og hér erum við með reglugerð frá 1995 sem stríðir, að mínu viti, gegn þessum lögum. Ef það er þannig að reglugerðir stríði gegn ríkjandi lögum og eðlilegri samfélagslegri þróun sem við stöndum öll saman um þá er það hreinlega lýðræðislegt vandamál. Dóra segir misvísandi skilaboð stjórnvalda um hvað megi og hvað megi ekki í tengslum við kynrænt sjálfræði komi illa niður á hinseginfólki. Henni hugnast ekki vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins í málinu. „Ef lög um kynrænt sjálfræði eiga að vera eitthvað meira en bara punt á blaði þá þarf að uppfæra reglugerðir og það þarf að gera það hratt og örugglega vegna þess að þessi lög hafa þegar tekið gildi.“ Dóra segist ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Við erum einfaldlega að krefjast þess fyrir okkar borgara, fyrir okkar íbúa að lög um kynrænt sjálfræði - að róttæk lög sem eig að skipta máli - hafi þau samfélagslegu áhrif sem þeim er ætlað að hafa og við gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.“ Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00 Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að setja aftur upp salernismerkingar sem aðgreinir konur og karla á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni, að minnsta kosti þar til félagsmálaráðuneytið hefur ákvarðað hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins standist ný lög um kynrænt sjálfræði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins, segir að uppfæra þurfi reglugerðir ef lögin eiga að vera annað og meira en punt á blaði. Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráð borgarinnar samþykkti sumarið 2018 tillögu um að öll salerni í stjórnsýsluhúsum borgarinnar skyldu verða ókyngreind. Hinsegin fólk hefur lengi barist fyrir því að salerni verði kynhlutlaus til að tryggja aðgengi allra, þar á meðal þeirra sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar. Síðan breytingin var gerð kvörtuðu nokkrir starfsmenn á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni yfir ókyngreindum salernum. Vinnueftirlitið ákvarðaði í kjölfarið að borgin skyldi setja merkingarnar upp aftur með vísan í reglur um húsnæði vinnustaða númer 581 frá 1995. Mannréttindaráðið taldi ljóst að reglugerðin væri úreld og stæðist ekki ný lög um kynrænt sjálfræði. Ráðið óskaði eftir úrskurði félagsmálaráðuneytisins og bað um að réttaráhrifum ákvörðunar Vinnueftirlitsins yrði frestað þar til úrskurður ráðuneytisins lægi fyrir. Á dögunum barst Mannréttindaráði síðan bréf frá félagsmálaráðuneytinu þar sem beiðni um frest var hafnað. Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður ráðsins. „Mér finnst þetta mál snúast fyrst og fremst um það að við erum komin með ný lög um kynrænt sjálfræði þar sem Alþingi hefur verið ansi róttækt í því að auka aðgengi allra kynja að samfélaginu. Við sem samfélag höfum gengið svolitið frá þessari kynjatvíhyggju og hér erum við með reglugerð frá 1995 sem stríðir, að mínu viti, gegn þessum lögum. Ef það er þannig að reglugerðir stríði gegn ríkjandi lögum og eðlilegri samfélagslegri þróun sem við stöndum öll saman um þá er það hreinlega lýðræðislegt vandamál. Dóra segir misvísandi skilaboð stjórnvalda um hvað megi og hvað megi ekki í tengslum við kynrænt sjálfræði komi illa niður á hinseginfólki. Henni hugnast ekki vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins í málinu. „Ef lög um kynrænt sjálfræði eiga að vera eitthvað meira en bara punt á blaði þá þarf að uppfæra reglugerðir og það þarf að gera það hratt og örugglega vegna þess að þessi lög hafa þegar tekið gildi.“ Dóra segist ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Við erum einfaldlega að krefjast þess fyrir okkar borgara, fyrir okkar íbúa að lög um kynrænt sjálfræði - að róttæk lög sem eig að skipta máli - hafi þau samfélagslegu áhrif sem þeim er ætlað að hafa og við gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.“
Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00 Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00
Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24