Ferðakostnaður ríkisins lækkað um 1,1 milljarð milli ára Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 09:45 Hluti ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem hefur ferðast minna en áður. vísir/vilhelm Ríkið segir ferðakostnað sinn hafa lækkað um 1,1 milljarð á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra. Sé það rétt nemur lækkunin 55 prósenti en ætla má að rekja megi hana til heimsfaraldurs kórónuveiru. Í útskýringum ríkisins segir að „ferðakostnaður“ taki til ferðalaga og upphalds, jafnt á Íslandi og í útlöndum. „Tölurnar ná til A-hluta stofnana ríkisins sem eru um 160 talsins. Þar undir eru ráðuneytin og undirstofnanir þeirra, svo sem framhaldsskólar, háskólar, sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, sýslumanns- og lögreglustjóraembætti,“ segir í orðsendingu Stjórnarráðsins. Þar er jafnframt örlítil sundurliðun á sparnaðinum. Ferðakostnaður ráðuneyta er þannig sagður hafa lækkað um 100 milljónir á milli ára, sem samsvarar 64 prósenta lækkun. Mesta hlutfallslækkun ferðakostnaðar er sögð hafa orðið í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem lækkunin er sögð 81 prósent, en minnsta lækkun kostnaðarins á að hafa verið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem fullyrt er að ferðakostnaður hafi lækkað um 54 prósent á milli ára. „Þegar skoðaður er ferðakostnaður einstakra stofnana sést að mest lækkun milli áranna 2019 og 2020 er hjá Háskóla Íslands, Landspítala og Landhelgisgæslu Íslands“ segir enn fremur í sundurliðun hins opinbera. Uppfært kl. 11:55 Stjórnvöld sendu frá sér leiðréttingu rétt fyrir hádegi. Lækkun ferðakostnaðar hafi ekki numið 2,7 milljörðum króna eins og upphaflega var talið heldur 1,1 milljarði. Fréttin hér að ofan hefur verið uppfærð í samræmi við nýja útreikninga Stjórnarráðsins. Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Ríkið segir ferðakostnað sinn hafa lækkað um 1,1 milljarð á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra. Sé það rétt nemur lækkunin 55 prósenti en ætla má að rekja megi hana til heimsfaraldurs kórónuveiru. Í útskýringum ríkisins segir að „ferðakostnaður“ taki til ferðalaga og upphalds, jafnt á Íslandi og í útlöndum. „Tölurnar ná til A-hluta stofnana ríkisins sem eru um 160 talsins. Þar undir eru ráðuneytin og undirstofnanir þeirra, svo sem framhaldsskólar, háskólar, sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, sýslumanns- og lögreglustjóraembætti,“ segir í orðsendingu Stjórnarráðsins. Þar er jafnframt örlítil sundurliðun á sparnaðinum. Ferðakostnaður ráðuneyta er þannig sagður hafa lækkað um 100 milljónir á milli ára, sem samsvarar 64 prósenta lækkun. Mesta hlutfallslækkun ferðakostnaðar er sögð hafa orðið í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem lækkunin er sögð 81 prósent, en minnsta lækkun kostnaðarins á að hafa verið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem fullyrt er að ferðakostnaður hafi lækkað um 54 prósent á milli ára. „Þegar skoðaður er ferðakostnaður einstakra stofnana sést að mest lækkun milli áranna 2019 og 2020 er hjá Háskóla Íslands, Landspítala og Landhelgisgæslu Íslands“ segir enn fremur í sundurliðun hins opinbera. Uppfært kl. 11:55 Stjórnvöld sendu frá sér leiðréttingu rétt fyrir hádegi. Lækkun ferðakostnaðar hafi ekki numið 2,7 milljörðum króna eins og upphaflega var talið heldur 1,1 milljarði. Fréttin hér að ofan hefur verið uppfærð í samræmi við nýja útreikninga Stjórnarráðsins.
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira