Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2020 08:29 Maxwell hefur sagst saklaus af því að hafa hjálpað Epstein með því að lokka unglingsstúlkur sem Epstein og vinir hans misnotuðu kynferðislega. EPA/Jason Szenes Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. Þau gögn myndu leka á netið og eyðileggja möguleika hennar á að fá sanngjörn réttarhöld. Gögnin sem um ræðir snúa að vitnaleiðslum hennar þegar Virginia Giuffre höfðaði einkamál gegn Epstein og sakaði hann um að hafa haldið sér sem kynlífsþræl, með aðstoð Maxwell. Málinu lauk með sátt. Dómari hefur úrskurðað að þessi gögn, og önnur, skuli opinberuð en lögmenn Maxwell hafa áfrýjað þeim úrskurði og reyna nú að koma í veg fyrir það. Meðal annars segja þeir að henni hafi verið lofað á sínum tíma að ummæli hennar yrðu ekki opinber. Þeir segja einnig að persónulegar og viðkvæmar upplýsingar um hana yrðu þá á almannafæri og myndu fara eins og eldur í sinu um internetið. Kettinum yrði hleypt út úr pokanum, eins og þeir orðuðu það. Í frétt Reuters er haft eftir lögmönnum Maxwell að umfjöllun um þessi gögn myndi hafa mikil áhrif á mögulega kviðdómendur í máli hennar. Svo mikil áhrif að réttarhöldin gætu ekki verið sanngjörn. Maxwell hefur sagst saklaus af því að hafa hjálpað Epstein með því að lokka unglingsstúlkur sem Epstein og vinir hans misnotuðu kynferðislega. Þessar stúlkur voru jafnvel fjórtán ára gamlar en ákærurnar gegn Maxwell snúa að þremur stúlkum sem brotið var á árunum 1994 til 1997. Hún er einnig sökuð um að hafa logið um að hafa ekki vitað af brotum Epstein. Maxwell situr í fangelsi í New York og mun gera það þar til réttarhöldin gegn henni fara fram í júlí á næsta ári. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Tölvupóstsamskipti Maxwell og Epstein birt Tölvupóstar sem bandaríski barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og breska athafnakonan og samverkakona hans, Ghislaine Maxwell sendu sín á milli hafa verið birtir ásamt fjölda annarra gagna. 31. júlí 2020 14:10 Mega afhenda 80 skjöl í máli Maxwell Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell. 24. júlí 2020 09:05 Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48 Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. Þau gögn myndu leka á netið og eyðileggja möguleika hennar á að fá sanngjörn réttarhöld. Gögnin sem um ræðir snúa að vitnaleiðslum hennar þegar Virginia Giuffre höfðaði einkamál gegn Epstein og sakaði hann um að hafa haldið sér sem kynlífsþræl, með aðstoð Maxwell. Málinu lauk með sátt. Dómari hefur úrskurðað að þessi gögn, og önnur, skuli opinberuð en lögmenn Maxwell hafa áfrýjað þeim úrskurði og reyna nú að koma í veg fyrir það. Meðal annars segja þeir að henni hafi verið lofað á sínum tíma að ummæli hennar yrðu ekki opinber. Þeir segja einnig að persónulegar og viðkvæmar upplýsingar um hana yrðu þá á almannafæri og myndu fara eins og eldur í sinu um internetið. Kettinum yrði hleypt út úr pokanum, eins og þeir orðuðu það. Í frétt Reuters er haft eftir lögmönnum Maxwell að umfjöllun um þessi gögn myndi hafa mikil áhrif á mögulega kviðdómendur í máli hennar. Svo mikil áhrif að réttarhöldin gætu ekki verið sanngjörn. Maxwell hefur sagst saklaus af því að hafa hjálpað Epstein með því að lokka unglingsstúlkur sem Epstein og vinir hans misnotuðu kynferðislega. Þessar stúlkur voru jafnvel fjórtán ára gamlar en ákærurnar gegn Maxwell snúa að þremur stúlkum sem brotið var á árunum 1994 til 1997. Hún er einnig sökuð um að hafa logið um að hafa ekki vitað af brotum Epstein. Maxwell situr í fangelsi í New York og mun gera það þar til réttarhöldin gegn henni fara fram í júlí á næsta ári.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Tölvupóstsamskipti Maxwell og Epstein birt Tölvupóstar sem bandaríski barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og breska athafnakonan og samverkakona hans, Ghislaine Maxwell sendu sín á milli hafa verið birtir ásamt fjölda annarra gagna. 31. júlí 2020 14:10 Mega afhenda 80 skjöl í máli Maxwell Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell. 24. júlí 2020 09:05 Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48 Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Tölvupóstsamskipti Maxwell og Epstein birt Tölvupóstar sem bandaríski barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og breska athafnakonan og samverkakona hans, Ghislaine Maxwell sendu sín á milli hafa verið birtir ásamt fjölda annarra gagna. 31. júlí 2020 14:10
Mega afhenda 80 skjöl í máli Maxwell Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell. 24. júlí 2020 09:05
Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52
Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31