Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2020 07:11 Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. Vísir/getty Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. Washington hefur farið verst allra fylkja úr kórónuveirunni en ríkisstjórinn íhugar nú samkomubann. Veiran er einnig í mikilli útbreiðslu í New York og Kaliforníu. Á mánudag voru tilfellin 550 en síðan þá hefur fjöldi smitaðra nánast tvöfaldast.Ítalir reyna að aðlagast lífinu í sóttkví Á Ítalíu er götur og torg, sem vanalega iða af lífi, tóm og skólar lokaðir vegna samkomu-og ferðabanns stjórnvalda sem reyna nú með íþyngjandi aðgerðum að stemma stigu við faraldrinum. Ítalir misstu tökin á verkefninu um stund en um rúmlega tíu þúsund tilfelli sýkinga eru nú á Ítalíu og hefur veiran dregið þar alls 631 til dauða. Sérfræðingar segja að aðgerðirnar muni að öllum líkindum hægja á útbreiðslu en heilbrigðiskerfið á Ítalíu er að kikna undan álagi. Aðgerðirnar hafa langt því frá verið sársaukalausar. Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða.Sjá nánar: Í sóttkví með líki eiginmanns sínsYfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í upphafi vikunnar að staðfestum tilfellum fari nú fækkandi í landinu en heilbrigðisyfirvöld binda vonir við að það sé merki um árangur í baráttunni gegn útbreiðslunni en að ekki sé um vangreiningu að ræða.Heilbrigðisráðherra Bretlands með veiruna Nadine Dorries, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur greinst með kórónuveiruna. Breskir miðlar greindu frá þessu í gærkvöldi en haft er eftir Dorries að hún sé í einangrun heima hjá sér. Hún segist hafa fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda til hins ítrasta eftir að smitið var staðfest og er nú unnið að því að rekja ferðir hennar. Enn er óljóst hvaða áhrif sýkingin mun hafa á starfsemi ráðuneytis hennar og neðri deildar breska þingsins - þar sem Dorries situr fyrir fyrir Íhaldsflokkinn. Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Suður-Kórea Tengdar fréttir Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 11:48 Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 17:33 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mörg þúsund í sóttkví á skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu Búið er að staðfesta tuttugu og eitt kórónuveirusmit um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum nærri San Fransisco. 7. mars 2020 09:55 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. Washington hefur farið verst allra fylkja úr kórónuveirunni en ríkisstjórinn íhugar nú samkomubann. Veiran er einnig í mikilli útbreiðslu í New York og Kaliforníu. Á mánudag voru tilfellin 550 en síðan þá hefur fjöldi smitaðra nánast tvöfaldast.Ítalir reyna að aðlagast lífinu í sóttkví Á Ítalíu er götur og torg, sem vanalega iða af lífi, tóm og skólar lokaðir vegna samkomu-og ferðabanns stjórnvalda sem reyna nú með íþyngjandi aðgerðum að stemma stigu við faraldrinum. Ítalir misstu tökin á verkefninu um stund en um rúmlega tíu þúsund tilfelli sýkinga eru nú á Ítalíu og hefur veiran dregið þar alls 631 til dauða. Sérfræðingar segja að aðgerðirnar muni að öllum líkindum hægja á útbreiðslu en heilbrigðiskerfið á Ítalíu er að kikna undan álagi. Aðgerðirnar hafa langt því frá verið sársaukalausar. Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða.Sjá nánar: Í sóttkví með líki eiginmanns sínsYfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í upphafi vikunnar að staðfestum tilfellum fari nú fækkandi í landinu en heilbrigðisyfirvöld binda vonir við að það sé merki um árangur í baráttunni gegn útbreiðslunni en að ekki sé um vangreiningu að ræða.Heilbrigðisráðherra Bretlands með veiruna Nadine Dorries, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur greinst með kórónuveiruna. Breskir miðlar greindu frá þessu í gærkvöldi en haft er eftir Dorries að hún sé í einangrun heima hjá sér. Hún segist hafa fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda til hins ítrasta eftir að smitið var staðfest og er nú unnið að því að rekja ferðir hennar. Enn er óljóst hvaða áhrif sýkingin mun hafa á starfsemi ráðuneytis hennar og neðri deildar breska þingsins - þar sem Dorries situr fyrir fyrir Íhaldsflokkinn.
Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Suður-Kórea Tengdar fréttir Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 11:48 Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 17:33 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mörg þúsund í sóttkví á skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu Búið er að staðfesta tuttugu og eitt kórónuveirusmit um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum nærri San Fransisco. 7. mars 2020 09:55 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 11:48
Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 17:33
Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55
Mörg þúsund í sóttkví á skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu Búið er að staðfesta tuttugu og eitt kórónuveirusmit um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum nærri San Fransisco. 7. mars 2020 09:55
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent