Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2020 07:11 Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. Vísir/getty Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. Washington hefur farið verst allra fylkja úr kórónuveirunni en ríkisstjórinn íhugar nú samkomubann. Veiran er einnig í mikilli útbreiðslu í New York og Kaliforníu. Á mánudag voru tilfellin 550 en síðan þá hefur fjöldi smitaðra nánast tvöfaldast.Ítalir reyna að aðlagast lífinu í sóttkví Á Ítalíu er götur og torg, sem vanalega iða af lífi, tóm og skólar lokaðir vegna samkomu-og ferðabanns stjórnvalda sem reyna nú með íþyngjandi aðgerðum að stemma stigu við faraldrinum. Ítalir misstu tökin á verkefninu um stund en um rúmlega tíu þúsund tilfelli sýkinga eru nú á Ítalíu og hefur veiran dregið þar alls 631 til dauða. Sérfræðingar segja að aðgerðirnar muni að öllum líkindum hægja á útbreiðslu en heilbrigðiskerfið á Ítalíu er að kikna undan álagi. Aðgerðirnar hafa langt því frá verið sársaukalausar. Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða.Sjá nánar: Í sóttkví með líki eiginmanns sínsYfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í upphafi vikunnar að staðfestum tilfellum fari nú fækkandi í landinu en heilbrigðisyfirvöld binda vonir við að það sé merki um árangur í baráttunni gegn útbreiðslunni en að ekki sé um vangreiningu að ræða.Heilbrigðisráðherra Bretlands með veiruna Nadine Dorries, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur greinst með kórónuveiruna. Breskir miðlar greindu frá þessu í gærkvöldi en haft er eftir Dorries að hún sé í einangrun heima hjá sér. Hún segist hafa fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda til hins ítrasta eftir að smitið var staðfest og er nú unnið að því að rekja ferðir hennar. Enn er óljóst hvaða áhrif sýkingin mun hafa á starfsemi ráðuneytis hennar og neðri deildar breska þingsins - þar sem Dorries situr fyrir fyrir Íhaldsflokkinn. Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Suður-Kórea Tengdar fréttir Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 11:48 Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 17:33 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mörg þúsund í sóttkví á skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu Búið er að staðfesta tuttugu og eitt kórónuveirusmit um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum nærri San Fransisco. 7. mars 2020 09:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. Washington hefur farið verst allra fylkja úr kórónuveirunni en ríkisstjórinn íhugar nú samkomubann. Veiran er einnig í mikilli útbreiðslu í New York og Kaliforníu. Á mánudag voru tilfellin 550 en síðan þá hefur fjöldi smitaðra nánast tvöfaldast.Ítalir reyna að aðlagast lífinu í sóttkví Á Ítalíu er götur og torg, sem vanalega iða af lífi, tóm og skólar lokaðir vegna samkomu-og ferðabanns stjórnvalda sem reyna nú með íþyngjandi aðgerðum að stemma stigu við faraldrinum. Ítalir misstu tökin á verkefninu um stund en um rúmlega tíu þúsund tilfelli sýkinga eru nú á Ítalíu og hefur veiran dregið þar alls 631 til dauða. Sérfræðingar segja að aðgerðirnar muni að öllum líkindum hægja á útbreiðslu en heilbrigðiskerfið á Ítalíu er að kikna undan álagi. Aðgerðirnar hafa langt því frá verið sársaukalausar. Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða.Sjá nánar: Í sóttkví með líki eiginmanns sínsYfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í upphafi vikunnar að staðfestum tilfellum fari nú fækkandi í landinu en heilbrigðisyfirvöld binda vonir við að það sé merki um árangur í baráttunni gegn útbreiðslunni en að ekki sé um vangreiningu að ræða.Heilbrigðisráðherra Bretlands með veiruna Nadine Dorries, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur greinst með kórónuveiruna. Breskir miðlar greindu frá þessu í gærkvöldi en haft er eftir Dorries að hún sé í einangrun heima hjá sér. Hún segist hafa fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda til hins ítrasta eftir að smitið var staðfest og er nú unnið að því að rekja ferðir hennar. Enn er óljóst hvaða áhrif sýkingin mun hafa á starfsemi ráðuneytis hennar og neðri deildar breska þingsins - þar sem Dorries situr fyrir fyrir Íhaldsflokkinn.
Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Suður-Kórea Tengdar fréttir Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 11:48 Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 17:33 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mörg þúsund í sóttkví á skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu Búið er að staðfesta tuttugu og eitt kórónuveirusmit um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum nærri San Fransisco. 7. mars 2020 09:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 11:48
Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 17:33
Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55
Mörg þúsund í sóttkví á skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu Búið er að staðfesta tuttugu og eitt kórónuveirusmit um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum nærri San Fransisco. 7. mars 2020 09:55