Ragnar Þór: Röskun á skólastarfi fer eftir ytri aðstæðum og hvort fólk sýni samfélagslega ábyrgð Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2020 16:14 Ragnar Þór Pétursson var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundi almennavarna vegna veirunnar klukkan 14. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur biðlað til bæði almennings og atvinnulífsins um að sýna sveigjanleika í þeirri baráttu sem framundan er í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ragnar Þór var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundi almennavarna vegna veirunnar klukkan 14. Hann sagði yfirlýsingu að vænta frá skólayfirvöldum um hvernig skólastarfi yrði háttað. Hann sagði að skólakerfið muni raskast, en að umfangið færi eftir ytri aðstæðum og hvort fólk sýni samfélagslega ábyrgð. Sagði Ragnar að álagið yrði mest á leikskólastiginu. „Mig langar að höfða til ábyrgðarkenndar almennings og sérstaklega atvinnulífsins með það að ef fólk er í aðstöðu til þess að vinna heima, að veita sveigjanleika og halda leikskólabörnum heima - gerið það,“ sagði Ragnar Þór.Foreldrar bregðist við Ragnar Þór segir mikilvægt að foreldrar geti brugðist við því ef börn þurfi að vera heima. Ekki skuli senda börn til ömmu og afa af augljósum ástæðum, en eldra fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir veirunni. Formaðurinn sagði engar töfralausnir vera í stöðunni og varaði hann við yfirlýsingum þess efnis. Það sé ekki svo að það sé hægt að skella öllu námi í fjarnám.Sumir kennarar í áhættuhópi Öryggi og velferð allra sé forgangsmál og það sé uppörvandi að sjá hópa kennara bjóða fram aðstoð sína til kollega. Kennarasambandið muni aðstoða við slíkt samstarf eftir fremsta megni. Hann nefndi sömuleiðis að það sé ljóst að sumir kennarar séu í áhættuhópi og slíkt þurfi að virða. Einhugur sé innan Kennarasambandsins um það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur biðlað til bæði almennings og atvinnulífsins um að sýna sveigjanleika í þeirri baráttu sem framundan er í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ragnar Þór var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundi almennavarna vegna veirunnar klukkan 14. Hann sagði yfirlýsingu að vænta frá skólayfirvöldum um hvernig skólastarfi yrði háttað. Hann sagði að skólakerfið muni raskast, en að umfangið færi eftir ytri aðstæðum og hvort fólk sýni samfélagslega ábyrgð. Sagði Ragnar að álagið yrði mest á leikskólastiginu. „Mig langar að höfða til ábyrgðarkenndar almennings og sérstaklega atvinnulífsins með það að ef fólk er í aðstöðu til þess að vinna heima, að veita sveigjanleika og halda leikskólabörnum heima - gerið það,“ sagði Ragnar Þór.Foreldrar bregðist við Ragnar Þór segir mikilvægt að foreldrar geti brugðist við því ef börn þurfi að vera heima. Ekki skuli senda börn til ömmu og afa af augljósum ástæðum, en eldra fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir veirunni. Formaðurinn sagði engar töfralausnir vera í stöðunni og varaði hann við yfirlýsingum þess efnis. Það sé ekki svo að það sé hægt að skella öllu námi í fjarnám.Sumir kennarar í áhættuhópi Öryggi og velferð allra sé forgangsmál og það sé uppörvandi að sjá hópa kennara bjóða fram aðstoð sína til kollega. Kennarasambandið muni aðstoða við slíkt samstarf eftir fremsta megni. Hann nefndi sömuleiðis að það sé ljóst að sumir kennarar séu í áhættuhópi og slíkt þurfi að virða. Einhugur sé innan Kennarasambandsins um það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira