„Klárum þetta í júlí“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2020 08:29 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. vísir/vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um málið þegar Vísir náði tali af honum í morgun en sagði að áætlunin væri þannig að þegar grunur er um smit fari fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja með sjúkraflutningamönnum í hlífðarbúnaði um borð í vélina og flytja einstaklinginn sem grunaður er um smit frá borði. „Það fer eftir því hvernig staðan er inni í vélinni og annað hvernig það er gert. Það er reynt að gera það með þá sem minnstu raski fyrir alla aðra farþega. Ég hef ekki heyrt annað en að þetta hafi verið eins og áætlunin hafi gert ráð fyrir,“ segir Víðir. Það hvort farþeginn sé færður úr vélinni á undan öðrum farþegum sé til dæmis metið eftir því hvar viðkomandi sé í vélinni. „Þetta er áætlun sem við notum fyrir öll svona tilfelli þannig að það fer bara dálítið eftir því hvernig viðkomandi er, hvort hann er mikið veikur eða annað slíkt.“ Sýni sé tekið af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Það sé yfirleitt gert þegar einstaklingurinn er kominn úr vélinni. „Og svo fer viðkomandi í ferli. Ef hann getur verið í einangrun heima hjá sér þá gerir hann það, annars getur hann fengið aðstöðu hjá okkur á meðan verið er að bíða eftir niðurstöðum úr þessu.“Horfa má á viðtal við Víði úr Bítinu í morgun í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Erlendir ferðamenn í sóttkví á sóttvarnaheimilinu Spurður hvort sóttvarnaheimilið við Rauðarárstíg sem virkjað var fyrr í mánuðinum hafi verið nýtt af mörgum segir Víðir um sex til sjö erlenda ferðamenn hafa fengið þar inni. Hann viti ekki hversu margir séu þar núna en einhverjir ferðamenn séu þar í sóttkví. Enginn sé í einangrun vegna smits. Þá kveðst Víðir ekki hafa heyrt af neinum vandræðum í tengslum við samkomubannið sem tók gildi á eina mínútu yfir miðnætti í nótt. „Ég held að það séu bara allir á þessari línu að reyna að átta sig á hvað þetta þýðir fyrir þá og næstu dagar munu fara aðeins í það,“ segir Víðir. Hann var spurður út bóluefni vegna veirunnar í Bítinu á Stöð 2 í morgun. Benti Víðir á að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefði sagt það margoft að í þeim tímaramma sem yfirvöld hér væru að vinna í værum við ekki að fara að fá bóluefni. Þessi tímarammi væri um tólf vikur. „Þrír mánuðir, við erum að horfa á það. Við höfum talað um átta til tólf vikur. Þá erum við að tala um þessa kúrvu sem við höfum verið að birta. Við viljum ekki fá hana bratta, við viljum teygja úr henni. Brött kúrva eins og við höfum séð í sumum löndum, það hafa verið kannski átta vikur, níu vikur en við erum að tala um í okkar tilfelli tólf vikur. Þannig að ég hef verið að segja við fólk „Klárum þetta í júlí.“ Tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um málið þegar Vísir náði tali af honum í morgun en sagði að áætlunin væri þannig að þegar grunur er um smit fari fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja með sjúkraflutningamönnum í hlífðarbúnaði um borð í vélina og flytja einstaklinginn sem grunaður er um smit frá borði. „Það fer eftir því hvernig staðan er inni í vélinni og annað hvernig það er gert. Það er reynt að gera það með þá sem minnstu raski fyrir alla aðra farþega. Ég hef ekki heyrt annað en að þetta hafi verið eins og áætlunin hafi gert ráð fyrir,“ segir Víðir. Það hvort farþeginn sé færður úr vélinni á undan öðrum farþegum sé til dæmis metið eftir því hvar viðkomandi sé í vélinni. „Þetta er áætlun sem við notum fyrir öll svona tilfelli þannig að það fer bara dálítið eftir því hvernig viðkomandi er, hvort hann er mikið veikur eða annað slíkt.“ Sýni sé tekið af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Það sé yfirleitt gert þegar einstaklingurinn er kominn úr vélinni. „Og svo fer viðkomandi í ferli. Ef hann getur verið í einangrun heima hjá sér þá gerir hann það, annars getur hann fengið aðstöðu hjá okkur á meðan verið er að bíða eftir niðurstöðum úr þessu.“Horfa má á viðtal við Víði úr Bítinu í morgun í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Erlendir ferðamenn í sóttkví á sóttvarnaheimilinu Spurður hvort sóttvarnaheimilið við Rauðarárstíg sem virkjað var fyrr í mánuðinum hafi verið nýtt af mörgum segir Víðir um sex til sjö erlenda ferðamenn hafa fengið þar inni. Hann viti ekki hversu margir séu þar núna en einhverjir ferðamenn séu þar í sóttkví. Enginn sé í einangrun vegna smits. Þá kveðst Víðir ekki hafa heyrt af neinum vandræðum í tengslum við samkomubannið sem tók gildi á eina mínútu yfir miðnætti í nótt. „Ég held að það séu bara allir á þessari línu að reyna að átta sig á hvað þetta þýðir fyrir þá og næstu dagar munu fara aðeins í það,“ segir Víðir. Hann var spurður út bóluefni vegna veirunnar í Bítinu á Stöð 2 í morgun. Benti Víðir á að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefði sagt það margoft að í þeim tímaramma sem yfirvöld hér væru að vinna í værum við ekki að fara að fá bóluefni. Þessi tímarammi væri um tólf vikur. „Þrír mánuðir, við erum að horfa á það. Við höfum talað um átta til tólf vikur. Þá erum við að tala um þessa kúrvu sem við höfum verið að birta. Við viljum ekki fá hana bratta, við viljum teygja úr henni. Brött kúrva eins og við höfum séð í sumum löndum, það hafa verið kannski átta vikur, níu vikur en við erum að tala um í okkar tilfelli tólf vikur. Þannig að ég hef verið að segja við fólk „Klárum þetta í júlí.“ Tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira