Egill Ólafsson harðorður í garð RÚV: Látið með kynnana sem stjörnur en keppendur í aukahlutverki Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2020 06:45 Gagnrýni Egils er hins vegar af öðrum meiði og snýr meira að muninum á því hvernig látið er með kynnum keppninnar samanborið við keppendur. Egill Ólafsson, hinn reynslumikli söngvari Stuðmanna, Spilverks þjóðanna og Þursaflokksins, er afar gagnrýninn á umgjörð Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Þessa skoðun sína lætur Egill í ljós á Facebook en hann var á meðal tugþúsunda sem ætla má að hafi fylgst með úrslitakvöldinu á laugardaginn. „Með fullri virðingu fyrir öllum sem standa að Söngvakeppninni hjá RUV, undir nafninu Eurovision, þá þykir mér ljóður á umgerðinni hér hjá okkur,“ segir Egill. Nokkur tæknileg vandamál komu upp á keppinni á laugardaginn. Þá er söngkonan Íva Marín ósátt við viðbrögð Ríkisútvarpsins eftir að bakraddasöngkona hennar var að sögn með óvirkan hljóðnema og beiðni um að syngja lagið aftur var hafnað. Listamennirnir viðauki Gagnrýni Egils er hins vegar af öðrum meiði og snýr meira að muninum á því hvernig látið er með kynnum keppninnar samanborið við keppendur. „Af hverju eru kynnar og aðrir milliliðir trakteraðir eins og stjörnur - þeirra er glæsilegur entransinn, í golfbíl með konfetti, en á móti eru hinar eiginlegu stjörnur kvöldsins meðhöndlaðar eins og einnota varningur.“ Egill hefur marga fjöruna sopið og virðist hafa komið í opna skjöldu umgjörðin á laugardag. „Þetta sést hvergi nema hérlendis, þar sem þáttastjórnendur eru færðir upp á stall á meðan efniviðurinn sjálfur; listamenn, viðmælendur o.s.frv. er hafður sem viðauki, utan á liggjandi óþarfi, þetta er fráleit framkoma.“ Fleiri taka undir orð Egils og segjast meðal annars sakna þess að höfundum laganna og textum sé gerð betri skil. Gísli Marteinn rifjar upp þegar Egill var kynnir Fjölmargir tjá sig um færslu Egils og meðal þeirra er Gísli Marteinn Baldursson sem hefur verið í aðalhlutverki hjá RÚV bæði hvað varðar Söngvakeppnina og svo Eurovision keppnina sjálfa þar sem hann hefur verið kynnir undanfarin ár. „Þetta kemur nú úr hörðustu átt frá einhverjum albesta og eftirminnilegasta kynni í Söngvakeppni Sjónvarpsins frá upphafi, í keppninni 1981!“ segir Gísli Marteinn á léttum nótum. „Í áramótaskaupi Sjónvarpsins það árið þótti kynnirinn greinilega vera það sem upp úr stóð! Og rétt eins og okkar besti maður Egill Ólafsson stýrði keppninni með glæsibrag 1981, þá fannst mér kynnarnir í Söngvakeppninni 2020 standa sig með mikilli prýði í gær! Vissulega hófstilltari framganga hjá hinum unga listamanni 1981 en sú sem tíðkast í svona viðburðum 40 árum síðar, sem er tímanna tákn. Hafðu þökk fyrir allt það góða sem þú hefur fært okkur kæri Egill, bæði tónlist og söngvakeppniskynningar!“ Birtir Gísli Marteinn upptöku frá Söngvakeppninni 1981 sem sjá má hér að neðan. Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri segist verða að koma Agli til varnar. „Sem er einfaldlega einn allra besti tónlistarmaður sem við eigum - og hann er þar að auki afar vel máli farinn og var, eins og þú segir, einn albesti og eftirminnilegasti kynnirinn.“ Ef til vill sé fólk að benda á að svo sé ekki um þá kynna sem komu að málum á laugardalskvöldið. Hún sé þó alls ekki að tala um Gísla Martein. „Það er eðli máls samkvæmt vanþakklátt að vera aftur og aftur í þessu hlutverki og fer ekki hjá því að fólk fái gagnrýni. Það er oftar en ekki óþarfa viðkvæmni í ruvurum gagnvart slíkri gagnrýni, engin ástæða til þess, þetta er einfaldlega eðlilegt og þar að auki er smekkur manna ekki beint til umræðu - það hafa allir rétt á sinni skoðun.“ Bubbi Morthens segir fólk í kringum sig viðra svipaðar skoðanir og Egill. Edda Borg, skólastjóri í Tónskóla Eddu Borgar, tekur undir með Agli sem og Jakob Smári Magnússon bassaleikari. Töluverðar umræður hafa skapast við þráð Egils sem sjá má hér að neðan. Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tæknimenn Ríkísútvarpsins lofaðir og lastaðir eftir gærkvöldið Tæknivandræði settu svip sinn á úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi. 1. mars 2020 10:23 Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54 Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Daða og Gagnamagnsins Ísland mun enda í þriðja sæti í Eurovision í maí ef marka má samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 1. mars 2020 19:27 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Egill Ólafsson, hinn reynslumikli söngvari Stuðmanna, Spilverks þjóðanna og Þursaflokksins, er afar gagnrýninn á umgjörð Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Þessa skoðun sína lætur Egill í ljós á Facebook en hann var á meðal tugþúsunda sem ætla má að hafi fylgst með úrslitakvöldinu á laugardaginn. „Með fullri virðingu fyrir öllum sem standa að Söngvakeppninni hjá RUV, undir nafninu Eurovision, þá þykir mér ljóður á umgerðinni hér hjá okkur,“ segir Egill. Nokkur tæknileg vandamál komu upp á keppinni á laugardaginn. Þá er söngkonan Íva Marín ósátt við viðbrögð Ríkisútvarpsins eftir að bakraddasöngkona hennar var að sögn með óvirkan hljóðnema og beiðni um að syngja lagið aftur var hafnað. Listamennirnir viðauki Gagnrýni Egils er hins vegar af öðrum meiði og snýr meira að muninum á því hvernig látið er með kynnum keppninnar samanborið við keppendur. „Af hverju eru kynnar og aðrir milliliðir trakteraðir eins og stjörnur - þeirra er glæsilegur entransinn, í golfbíl með konfetti, en á móti eru hinar eiginlegu stjörnur kvöldsins meðhöndlaðar eins og einnota varningur.“ Egill hefur marga fjöruna sopið og virðist hafa komið í opna skjöldu umgjörðin á laugardag. „Þetta sést hvergi nema hérlendis, þar sem þáttastjórnendur eru færðir upp á stall á meðan efniviðurinn sjálfur; listamenn, viðmælendur o.s.frv. er hafður sem viðauki, utan á liggjandi óþarfi, þetta er fráleit framkoma.“ Fleiri taka undir orð Egils og segjast meðal annars sakna þess að höfundum laganna og textum sé gerð betri skil. Gísli Marteinn rifjar upp þegar Egill var kynnir Fjölmargir tjá sig um færslu Egils og meðal þeirra er Gísli Marteinn Baldursson sem hefur verið í aðalhlutverki hjá RÚV bæði hvað varðar Söngvakeppnina og svo Eurovision keppnina sjálfa þar sem hann hefur verið kynnir undanfarin ár. „Þetta kemur nú úr hörðustu átt frá einhverjum albesta og eftirminnilegasta kynni í Söngvakeppni Sjónvarpsins frá upphafi, í keppninni 1981!“ segir Gísli Marteinn á léttum nótum. „Í áramótaskaupi Sjónvarpsins það árið þótti kynnirinn greinilega vera það sem upp úr stóð! Og rétt eins og okkar besti maður Egill Ólafsson stýrði keppninni með glæsibrag 1981, þá fannst mér kynnarnir í Söngvakeppninni 2020 standa sig með mikilli prýði í gær! Vissulega hófstilltari framganga hjá hinum unga listamanni 1981 en sú sem tíðkast í svona viðburðum 40 árum síðar, sem er tímanna tákn. Hafðu þökk fyrir allt það góða sem þú hefur fært okkur kæri Egill, bæði tónlist og söngvakeppniskynningar!“ Birtir Gísli Marteinn upptöku frá Söngvakeppninni 1981 sem sjá má hér að neðan. Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri segist verða að koma Agli til varnar. „Sem er einfaldlega einn allra besti tónlistarmaður sem við eigum - og hann er þar að auki afar vel máli farinn og var, eins og þú segir, einn albesti og eftirminnilegasti kynnirinn.“ Ef til vill sé fólk að benda á að svo sé ekki um þá kynna sem komu að málum á laugardalskvöldið. Hún sé þó alls ekki að tala um Gísla Martein. „Það er eðli máls samkvæmt vanþakklátt að vera aftur og aftur í þessu hlutverki og fer ekki hjá því að fólk fái gagnrýni. Það er oftar en ekki óþarfa viðkvæmni í ruvurum gagnvart slíkri gagnrýni, engin ástæða til þess, þetta er einfaldlega eðlilegt og þar að auki er smekkur manna ekki beint til umræðu - það hafa allir rétt á sinni skoðun.“ Bubbi Morthens segir fólk í kringum sig viðra svipaðar skoðanir og Egill. Edda Borg, skólastjóri í Tónskóla Eddu Borgar, tekur undir með Agli sem og Jakob Smári Magnússon bassaleikari. Töluverðar umræður hafa skapast við þráð Egils sem sjá má hér að neðan.
Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tæknimenn Ríkísútvarpsins lofaðir og lastaðir eftir gærkvöldið Tæknivandræði settu svip sinn á úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi. 1. mars 2020 10:23 Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54 Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Daða og Gagnamagnsins Ísland mun enda í þriðja sæti í Eurovision í maí ef marka má samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 1. mars 2020 19:27 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Tæknimenn Ríkísútvarpsins lofaðir og lastaðir eftir gærkvöldið Tæknivandræði settu svip sinn á úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi. 1. mars 2020 10:23
Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54
Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Daða og Gagnamagnsins Ísland mun enda í þriðja sæti í Eurovision í maí ef marka má samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 1. mars 2020 19:27