Framlengingin: Lofar að greiða Finni laun úr eigin vasa Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 23:30 Kjartan Atli Kjartansson var með Teit Örlygsson, Sævar Sævarsson og Benedikt Guðmundsson sér til fulltingis í síðasta þætti. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi tóku fyrir nokkur mál í framlengingunni í gærkvöld og veltu til að mynda fyrir sér hvað Finnur Freyr Stefánsson myndi taka sér fyrir hendur á næstu leiktíð. Eftir tap Tindstóls gegn Fjölni spurði Kjartan Atli Kjartansson hvort að Sauðkrækingar hefðu tekið ranga ákvörðun með því að senda Gerel Simmons heim en halda Deremy Geiger. Benedikt Guðmundsson var til svars: „Ég held að þeir hljóti að sjá eftir að hafa ekki skipt út [Jasmin] Perkovic. Geiger er ekki búinn að sannfæra mig. Ég var alveg stuðningsmaður þess að þeir myndu skipta út Simmons, því mér fannst hann ekki nógu stöðugur. En þegar þú ert að skipta út leikmanni þá þarftu helst að fá betri mann í staðinn. Mér finnst Geiger ekki einu sinni búinn að sýna að hann sé jafngóður og Simmons. Hann er langt frá því að vera betri, alla vega eins og hann hefur spilað núna. Stólarnir voru í þeirri stöðu að vera með þá báða í töluverðan tíma, þannig að þeir eru búnir að fá hellings tíma til að meta. Er hann jafngóður, er hann betri, eða eigum við bara að halda Simmons? Þarna hefur eitthvað klikkað. Ekki nema að Geiger eigi bara helling inni. Hann þarf þá að fara að sýna það,“ sagði Benedikt. Framlenginguna má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Framlengingin Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér komu Vals Orra Valssonar til Keflavíkur og hvaða áhrif hún hefði: „Hann mun alla vega ekki veikja titilvonirnar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann færir ró yfir liðið. Það er hægt að hvíla Hössa [Hörð Axel Vilhjálmsson] núna án þess að liðið fari í baklás og smá „panic mode“. Veigar [Áki Hlynsson] er frábær leikmaður en hann á ennþá langt í land. Það sést svo rosalega mikið á liðinu þegar hann kemur inn á, hvað það fer mikið panik í gang. Á móti bestu liðunum þá mun það ekki duga, sérstaklega ekki í úrslitakeppninni. Valur mun með sinni reynslu og hæfileikum færa ró yfir þetta. Hann hefur líka fram yfir Veigar að geta skotið boltanum,“ sgaði Sævar. „Hann þekkir alla í kringum liðið og það er ekki það langt síðan að Valur var þarna. Eftir 2-3 leiki held ég að Valur verði kominn á fullt,“ bætti Teitur Örlygsson við. Sérfræðingarnir rýndu einnig í fallslag Vals og Þórs Akureyri í næstu umferð og sögðu sitt álit á því hver þrjú bestu lið landsins í dag væru. Í ljósi fregna af því að Finnur Freyr Stefánsson væri á heimleið í sumar var lokaspurningin hvað þjálfarinn sigursæli tæki sér fyrir hendur. Spekingarnir voru misviljugir til að tjá sig um það en Sævar lofaði Finni 450.000 krónum á mánuði úr eigin vasa fyrir að taka að sér þjálfun yngri flokka í Keflavík. Framlenginguna má sjá í heild hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Finnur Freyr væntanlega á heimleið Einn sigursælasti körfuknattleiksþjálfari landsins, Finnur Freyr Stefánsson, mun að öllum líkindum snúa aftur heim í sumar. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi tóku fyrir nokkur mál í framlengingunni í gærkvöld og veltu til að mynda fyrir sér hvað Finnur Freyr Stefánsson myndi taka sér fyrir hendur á næstu leiktíð. Eftir tap Tindstóls gegn Fjölni spurði Kjartan Atli Kjartansson hvort að Sauðkrækingar hefðu tekið ranga ákvörðun með því að senda Gerel Simmons heim en halda Deremy Geiger. Benedikt Guðmundsson var til svars: „Ég held að þeir hljóti að sjá eftir að hafa ekki skipt út [Jasmin] Perkovic. Geiger er ekki búinn að sannfæra mig. Ég var alveg stuðningsmaður þess að þeir myndu skipta út Simmons, því mér fannst hann ekki nógu stöðugur. En þegar þú ert að skipta út leikmanni þá þarftu helst að fá betri mann í staðinn. Mér finnst Geiger ekki einu sinni búinn að sýna að hann sé jafngóður og Simmons. Hann er langt frá því að vera betri, alla vega eins og hann hefur spilað núna. Stólarnir voru í þeirri stöðu að vera með þá báða í töluverðan tíma, þannig að þeir eru búnir að fá hellings tíma til að meta. Er hann jafngóður, er hann betri, eða eigum við bara að halda Simmons? Þarna hefur eitthvað klikkað. Ekki nema að Geiger eigi bara helling inni. Hann þarf þá að fara að sýna það,“ sagði Benedikt. Framlenginguna má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Framlengingin Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér komu Vals Orra Valssonar til Keflavíkur og hvaða áhrif hún hefði: „Hann mun alla vega ekki veikja titilvonirnar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann færir ró yfir liðið. Það er hægt að hvíla Hössa [Hörð Axel Vilhjálmsson] núna án þess að liðið fari í baklás og smá „panic mode“. Veigar [Áki Hlynsson] er frábær leikmaður en hann á ennþá langt í land. Það sést svo rosalega mikið á liðinu þegar hann kemur inn á, hvað það fer mikið panik í gang. Á móti bestu liðunum þá mun það ekki duga, sérstaklega ekki í úrslitakeppninni. Valur mun með sinni reynslu og hæfileikum færa ró yfir þetta. Hann hefur líka fram yfir Veigar að geta skotið boltanum,“ sgaði Sævar. „Hann þekkir alla í kringum liðið og það er ekki það langt síðan að Valur var þarna. Eftir 2-3 leiki held ég að Valur verði kominn á fullt,“ bætti Teitur Örlygsson við. Sérfræðingarnir rýndu einnig í fallslag Vals og Þórs Akureyri í næstu umferð og sögðu sitt álit á því hver þrjú bestu lið landsins í dag væru. Í ljósi fregna af því að Finnur Freyr Stefánsson væri á heimleið í sumar var lokaspurningin hvað þjálfarinn sigursæli tæki sér fyrir hendur. Spekingarnir voru misviljugir til að tjá sig um það en Sævar lofaði Finni 450.000 krónum á mánuði úr eigin vasa fyrir að taka að sér þjálfun yngri flokka í Keflavík. Framlenginguna má sjá í heild hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Finnur Freyr væntanlega á heimleið Einn sigursælasti körfuknattleiksþjálfari landsins, Finnur Freyr Stefánsson, mun að öllum líkindum snúa aftur heim í sumar. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Finnur Freyr væntanlega á heimleið Einn sigursælasti körfuknattleiksþjálfari landsins, Finnur Freyr Stefánsson, mun að öllum líkindum snúa aftur heim í sumar. 2. mars 2020 09:30