„Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. mars 2020 20:00 Umsjónarmenn Gagnaversins eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Vísir/Hjalti Umsjónarmenn Gagnaversins eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Arnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hlaðvarpið sé fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. „Rafíþróttir hafa heldur betur farið hamförum í heiminum síðastliðin tvö til þrjú ár, greinin vex á ógnarhraða og virðist íþróttin hafa sprottið úr engu. Íþróttin á sér samt sem áður sögu alveg aftur til 1970 þar sem fyrsti opinberi keppnisleikur fór fram í Bandaríkjunum. Vöxturinn hefur samt sem áður verið hraðastur síðastliðin fimm ár og má það rekja til mikilla framfara á internetinu sem opnaði fyrir streymi á tölvuleikjaspilun. En er þetta íþrótt? Hverjir eru að spila hana og hvað er í gangi á Íslandi? Við förum yfir þessar spurningar og fleiri. Fengum við til okkar Stefán Atla, vloggara og þjálfara Fylkis í Fortnite og hana Melínu Kolku, varaformann RÍSÍ, eða Rafíþróttasamtaka Íslands.“Fyrsta þátt af hlaðvarpinu Gagnaverið má finna í spilaranum hér að neðan. Stefán Atli Rúnarsson er viðmælandi í þessum fyrsta þætti og talar þar aðeins um starf sitt sem fortnite þjálfari hjá Fylki. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er svo gefandi að sjá krakkana koma út úr herbergjunum sínum og vera partur af félagsstarfi,“ segir Stefán Atli um rafíþróttaþjálfunina. „Þú ert með krakka sem eru kannski einir heima hjá sér að spila tölvuleiki og þau geta verið stolt af því að spila tölvuleiki alveg eins og krakkar sem mæta á fimleikaæfingu, karate eða fótboltaæfingu. Við erum svolítið að reyna að normalísera tölvuleiki og heilbrigða tölvuleikjaspilun.“ Krakkarnir á námskeiðunum hita upp með hreyfingu áður en þau setjast fyrir framan tölvuna. Þau eru í miklum samskiptum við hvert annað í gegnum hljóðnemana á heyrnatólunum sínum. „Málið með rafíþróttir er að það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt. Eins og með tilkomu rafíþróttasamtakanna og það sem þau eru búin að vera að gera, starfið þeirra, þetta frábæra starf sem þau eru búin að vera að gera. Að fræða almenning um mikilvægi þess að taka rafíþróttir alvarlega eins og alvöru íþrótt.“ Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Rafíþróttir Gagnaverið Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Umsjónarmenn Gagnaversins eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Arnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hlaðvarpið sé fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. „Rafíþróttir hafa heldur betur farið hamförum í heiminum síðastliðin tvö til þrjú ár, greinin vex á ógnarhraða og virðist íþróttin hafa sprottið úr engu. Íþróttin á sér samt sem áður sögu alveg aftur til 1970 þar sem fyrsti opinberi keppnisleikur fór fram í Bandaríkjunum. Vöxturinn hefur samt sem áður verið hraðastur síðastliðin fimm ár og má það rekja til mikilla framfara á internetinu sem opnaði fyrir streymi á tölvuleikjaspilun. En er þetta íþrótt? Hverjir eru að spila hana og hvað er í gangi á Íslandi? Við förum yfir þessar spurningar og fleiri. Fengum við til okkar Stefán Atla, vloggara og þjálfara Fylkis í Fortnite og hana Melínu Kolku, varaformann RÍSÍ, eða Rafíþróttasamtaka Íslands.“Fyrsta þátt af hlaðvarpinu Gagnaverið má finna í spilaranum hér að neðan. Stefán Atli Rúnarsson er viðmælandi í þessum fyrsta þætti og talar þar aðeins um starf sitt sem fortnite þjálfari hjá Fylki. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er svo gefandi að sjá krakkana koma út úr herbergjunum sínum og vera partur af félagsstarfi,“ segir Stefán Atli um rafíþróttaþjálfunina. „Þú ert með krakka sem eru kannski einir heima hjá sér að spila tölvuleiki og þau geta verið stolt af því að spila tölvuleiki alveg eins og krakkar sem mæta á fimleikaæfingu, karate eða fótboltaæfingu. Við erum svolítið að reyna að normalísera tölvuleiki og heilbrigða tölvuleikjaspilun.“ Krakkarnir á námskeiðunum hita upp með hreyfingu áður en þau setjast fyrir framan tölvuna. Þau eru í miklum samskiptum við hvert annað í gegnum hljóðnemana á heyrnatólunum sínum. „Málið með rafíþróttir er að það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt. Eins og með tilkomu rafíþróttasamtakanna og það sem þau eru búin að vera að gera, starfið þeirra, þetta frábæra starf sem þau eru búin að vera að gera. Að fræða almenning um mikilvægi þess að taka rafíþróttir alvarlega eins og alvöru íþrótt.“ Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.
Rafíþróttir Gagnaverið Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“