Fræða en ekki hræða Kolbrún Baldursdóttir skrifar 9. mars 2020 08:00 Um fátt annað er rætt nú en Covid-19 vírusinn. Mér verður hugsað til barnanna og hvort við, hinir fullorðnu, séum að vanda okkur hvernig við tölum ef börn eru í návist okkar. Um þennan vágest eins og annan sem kann að steðja að þurfum við að ræða af yfirvegun ef börn heyra til. Oft gleymum við fullorðna fólkið að þegar við erum að tala saman þá eru börn að hlusta. Þeirra túlkun og ályktun geta gert þau enn hræddari en ástæða er til. Þau eru jú bara börn. Okkar hlutverk er að fræða þau án þess að hræða og fullvissa þau um að þau séu örugg og að þau þurfi ekkert að óttast. Fræðsla um erfið mál verður ávallt að markast af aldri barna og þroska og henni þarf að vera fylgt vel eftir. Það skiptir öllu máli að sníða upplýsingar og umræðu eftir aldri, þroska og persónu barnsins ef barnið á ekki að verða heltekið af áhyggjum. Mikilvægt er að kenna börnum hreinlæti og umgengnisvenjur við svona aðstæður og halda þeim nægjanlega upplýstum en ekkert er fengið með því að hræða þau eða gera þau taugaóstyrk. Börn eru misviðkvæm að eðlisfari. Sum hugsa meira um hættur, sjúkdóma og slys á meðan önnur eru upptekin við annað. Börn með kvíðaröskun taka allt inn á sig sem er í umræðunni og líklegt er til að valda áhyggjum. Afleiðingar láta oft ekki á sér standa, kvíði, lystarleysi og svefnleysi geta fylgt í kjölfarið. Börn eru næm á líðan foreldra og skynja fljótt ef þeirra nánustu eru með áhyggjur eða eru stressuð. Ef fullorðna fólkið sýnir taugaveiklun og stjórnlausa hræðsluhegðun í návist barna munu börnin verða skelfingu lostin. Foreldrar, afar og ömmur sem eru yfirkomin af skelfingu geta oft ekki leynt því. Börn hlusta á raddblæ og fylgjast grannt með svipbrigðum sinna nánustu til að meta kvíða- og áhyggjustig þeirra. Ef börn sjá að þeir sem eiga að gæta öryggi þeirra eru lamaðir af ótta er öryggiskennd kippt undan fótum þeirra. Fullorðnir eru haldreipi barnanna og það haldreipi þarf að vera sterkt. Þess vegna skiptir öllu máli að útskýra, fræða og svara spurningum barna af yfirvegun og öryggi. Börn heyra fréttir og sé eftir því tekið að barn er farið að fylgjast með fréttum af Covid-19 vírusnum er mikilvægt að fullorðinn sé til staðar til að útskýra og svara spurningum. Það er mikilvægt að foreldrar geti leiðrétt mögulegar mistúlkanir og misskilning sem kann að koma upp hjá barni sem farið er að fylgjast með fjölmiðlum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Um fátt annað er rætt nú en Covid-19 vírusinn. Mér verður hugsað til barnanna og hvort við, hinir fullorðnu, séum að vanda okkur hvernig við tölum ef börn eru í návist okkar. Um þennan vágest eins og annan sem kann að steðja að þurfum við að ræða af yfirvegun ef börn heyra til. Oft gleymum við fullorðna fólkið að þegar við erum að tala saman þá eru börn að hlusta. Þeirra túlkun og ályktun geta gert þau enn hræddari en ástæða er til. Þau eru jú bara börn. Okkar hlutverk er að fræða þau án þess að hræða og fullvissa þau um að þau séu örugg og að þau þurfi ekkert að óttast. Fræðsla um erfið mál verður ávallt að markast af aldri barna og þroska og henni þarf að vera fylgt vel eftir. Það skiptir öllu máli að sníða upplýsingar og umræðu eftir aldri, þroska og persónu barnsins ef barnið á ekki að verða heltekið af áhyggjum. Mikilvægt er að kenna börnum hreinlæti og umgengnisvenjur við svona aðstæður og halda þeim nægjanlega upplýstum en ekkert er fengið með því að hræða þau eða gera þau taugaóstyrk. Börn eru misviðkvæm að eðlisfari. Sum hugsa meira um hættur, sjúkdóma og slys á meðan önnur eru upptekin við annað. Börn með kvíðaröskun taka allt inn á sig sem er í umræðunni og líklegt er til að valda áhyggjum. Afleiðingar láta oft ekki á sér standa, kvíði, lystarleysi og svefnleysi geta fylgt í kjölfarið. Börn eru næm á líðan foreldra og skynja fljótt ef þeirra nánustu eru með áhyggjur eða eru stressuð. Ef fullorðna fólkið sýnir taugaveiklun og stjórnlausa hræðsluhegðun í návist barna munu börnin verða skelfingu lostin. Foreldrar, afar og ömmur sem eru yfirkomin af skelfingu geta oft ekki leynt því. Börn hlusta á raddblæ og fylgjast grannt með svipbrigðum sinna nánustu til að meta kvíða- og áhyggjustig þeirra. Ef börn sjá að þeir sem eiga að gæta öryggi þeirra eru lamaðir af ótta er öryggiskennd kippt undan fótum þeirra. Fullorðnir eru haldreipi barnanna og það haldreipi þarf að vera sterkt. Þess vegna skiptir öllu máli að útskýra, fræða og svara spurningum barna af yfirvegun og öryggi. Börn heyra fréttir og sé eftir því tekið að barn er farið að fylgjast með fréttum af Covid-19 vírusnum er mikilvægt að fullorðinn sé til staðar til að útskýra og svara spurningum. Það er mikilvægt að foreldrar geti leiðrétt mögulegar mistúlkanir og misskilning sem kann að koma upp hjá barni sem farið er að fylgjast með fjölmiðlum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun