Það sem af er marsmánuði hefur tilfellum í Kína fjölgað um níu hundruð samanborið við rúmlega tuttugu og tvö þúsund utan landsins. Svo gott sem engin fjölgun hefur verið í Kína undanfarna þrjá daga.
Alls hafa meira en 110.000 tilfelli greinst á heimsvísu, þar af rúmlega 80.000 í Kína. Stór hluti Kínverja hefur nú náð bata, 3.120 hið minnsta látið lífið og eru sjúklingar því nú 18.904 talsins.

Læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sagði við New York Times að hörð viðbrögð Kínverja, sum sé samkomu- og samgöngubann og strangar reglur um sóttkví, hafi virkað sem og það að íbúar voru skyldaðir í sýnatökur.