Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera í milli en fólk heldur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. febrúar 2020 19:04 Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir Eflingu ítrekað hafa rétt fram sáttarhönd í deilunni. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera milli deiluaðila í kjaradeilu félagsins og borgarinnar en margir telja. Borgarstjóri segir áhyggjur sínar af áhrifum verkfallsins fara vaxandi. Ótímabundið verkfall Eflingar nærri tvö þúsund starfsmanna borgarinnar hefur nú staðið síðan á mánudaginn. Samningafundi deiluaðila lauk í gær án árangurs og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst verkfallið hafa sífellt meiri áhrif sem sé áhyggjuefni.Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina hafa teygt sig mjög langt til að mæta kröfum Eflingar. Hann nefnir dæmi um hvaða áhrif þær hækkanir sem borgin býður hefur á starfsmenn á leikskólum. „Það sem við erum að bjóða er töluverð hækkun grunnlauna úr 310 þúsund sem er það lægsta í 420 þúsund og síðan koma þá álagsgreiðslur sem eru núna og hafa verið alveg frá mínum fyrsta degi í embætti þegar við hækkuðum launin á leikskólunum en þær myndu haldast áfram þannig að heildarlaun fyrir dagvinnu yrðu þá fyrir lægstu laun á leikskólum 460 þúsund,“ segir Dagur. Hann segir jafnframt að til viðbótar sé verið að tala um styttingu vinnuviku, að orlofsdagar verði þrjátíu og síðan til að koma til móts við þá sem hafa helgað sig starfinu þá sé verið að tala um að starfstengd námskeið og annað verði metin til launa. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir framsetningu borgarstjóra villandi enda sé aðeins um stök dæmi að ræða og þessar hækkanir eigi því ekki við um alla sem eru í verkfalli. Hann segir Eflingu fallast á taxtahækkanir lífskjarasamningsins sem feli í sér 90 þúsund króna hækkun á lægstu laun um það séu allir sammála. Hins vegar sé deilt um hversu mikið til viðbótar laun Eflingarfólks eigi að hækka. „Við höfum þá verið að tala um hækkanir á bilinu minnst 17 þúsund og mest sirka 46 þúsund. Minnst fyrir þá sem eru hæstir í þessum hópi,“ segir Viðar. Þetta þýði þá mögulega að lægstu laun gætu farið í um 440 þúsund eftir því sem Viðar segir sem er um tuttugu þúsund krónum hærra en borgarstjóri talar um í sínu dæmi. Hafa ber þó í huga að deiluaðilar nota ekki endilega sömu aðferðir við að reikna út hækkanir þar sem misjafnt er hvort álagsgreiðslur og annað sé tekið með í reikninginn. Viðar segir ljóst að deiluaðilar ættu að geta náð saman. „Það ber í raun kannski minna á milli heldur en fólk almennt gerir sér grein fyrir og spurningin er aðallega um viðhorfsbreytingu og að fallast á það að það þurfi að eiga sér stað þessi leiðrétting,“ segir Viðar. Borgarstjóri segist hafa þungar áhyggjur af áhrifum verkfallsins. „Eftir því sem að lengist í verkfallinu þá fara áhyggjur mínar því miður bara vaxandi,“ segir Dagur. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera milli deiluaðila í kjaradeilu félagsins og borgarinnar en margir telja. Borgarstjóri segir áhyggjur sínar af áhrifum verkfallsins fara vaxandi. Ótímabundið verkfall Eflingar nærri tvö þúsund starfsmanna borgarinnar hefur nú staðið síðan á mánudaginn. Samningafundi deiluaðila lauk í gær án árangurs og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst verkfallið hafa sífellt meiri áhrif sem sé áhyggjuefni.Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina hafa teygt sig mjög langt til að mæta kröfum Eflingar. Hann nefnir dæmi um hvaða áhrif þær hækkanir sem borgin býður hefur á starfsmenn á leikskólum. „Það sem við erum að bjóða er töluverð hækkun grunnlauna úr 310 þúsund sem er það lægsta í 420 þúsund og síðan koma þá álagsgreiðslur sem eru núna og hafa verið alveg frá mínum fyrsta degi í embætti þegar við hækkuðum launin á leikskólunum en þær myndu haldast áfram þannig að heildarlaun fyrir dagvinnu yrðu þá fyrir lægstu laun á leikskólum 460 þúsund,“ segir Dagur. Hann segir jafnframt að til viðbótar sé verið að tala um styttingu vinnuviku, að orlofsdagar verði þrjátíu og síðan til að koma til móts við þá sem hafa helgað sig starfinu þá sé verið að tala um að starfstengd námskeið og annað verði metin til launa. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir framsetningu borgarstjóra villandi enda sé aðeins um stök dæmi að ræða og þessar hækkanir eigi því ekki við um alla sem eru í verkfalli. Hann segir Eflingu fallast á taxtahækkanir lífskjarasamningsins sem feli í sér 90 þúsund króna hækkun á lægstu laun um það séu allir sammála. Hins vegar sé deilt um hversu mikið til viðbótar laun Eflingarfólks eigi að hækka. „Við höfum þá verið að tala um hækkanir á bilinu minnst 17 þúsund og mest sirka 46 þúsund. Minnst fyrir þá sem eru hæstir í þessum hópi,“ segir Viðar. Þetta þýði þá mögulega að lægstu laun gætu farið í um 440 þúsund eftir því sem Viðar segir sem er um tuttugu þúsund krónum hærra en borgarstjóri talar um í sínu dæmi. Hafa ber þó í huga að deiluaðilar nota ekki endilega sömu aðferðir við að reikna út hækkanir þar sem misjafnt er hvort álagsgreiðslur og annað sé tekið með í reikninginn. Viðar segir ljóst að deiluaðilar ættu að geta náð saman. „Það ber í raun kannski minna á milli heldur en fólk almennt gerir sér grein fyrir og spurningin er aðallega um viðhorfsbreytingu og að fallast á það að það þurfi að eiga sér stað þessi leiðrétting,“ segir Viðar. Borgarstjóri segist hafa þungar áhyggjur af áhrifum verkfallsins. „Eftir því sem að lengist í verkfallinu þá fara áhyggjur mínar því miður bara vaxandi,“ segir Dagur.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira