Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera í milli en fólk heldur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. febrúar 2020 19:04 Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir Eflingu ítrekað hafa rétt fram sáttarhönd í deilunni. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera milli deiluaðila í kjaradeilu félagsins og borgarinnar en margir telja. Borgarstjóri segir áhyggjur sínar af áhrifum verkfallsins fara vaxandi. Ótímabundið verkfall Eflingar nærri tvö þúsund starfsmanna borgarinnar hefur nú staðið síðan á mánudaginn. Samningafundi deiluaðila lauk í gær án árangurs og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst verkfallið hafa sífellt meiri áhrif sem sé áhyggjuefni.Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina hafa teygt sig mjög langt til að mæta kröfum Eflingar. Hann nefnir dæmi um hvaða áhrif þær hækkanir sem borgin býður hefur á starfsmenn á leikskólum. „Það sem við erum að bjóða er töluverð hækkun grunnlauna úr 310 þúsund sem er það lægsta í 420 þúsund og síðan koma þá álagsgreiðslur sem eru núna og hafa verið alveg frá mínum fyrsta degi í embætti þegar við hækkuðum launin á leikskólunum en þær myndu haldast áfram þannig að heildarlaun fyrir dagvinnu yrðu þá fyrir lægstu laun á leikskólum 460 þúsund,“ segir Dagur. Hann segir jafnframt að til viðbótar sé verið að tala um styttingu vinnuviku, að orlofsdagar verði þrjátíu og síðan til að koma til móts við þá sem hafa helgað sig starfinu þá sé verið að tala um að starfstengd námskeið og annað verði metin til launa. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir framsetningu borgarstjóra villandi enda sé aðeins um stök dæmi að ræða og þessar hækkanir eigi því ekki við um alla sem eru í verkfalli. Hann segir Eflingu fallast á taxtahækkanir lífskjarasamningsins sem feli í sér 90 þúsund króna hækkun á lægstu laun um það séu allir sammála. Hins vegar sé deilt um hversu mikið til viðbótar laun Eflingarfólks eigi að hækka. „Við höfum þá verið að tala um hækkanir á bilinu minnst 17 þúsund og mest sirka 46 þúsund. Minnst fyrir þá sem eru hæstir í þessum hópi,“ segir Viðar. Þetta þýði þá mögulega að lægstu laun gætu farið í um 440 þúsund eftir því sem Viðar segir sem er um tuttugu þúsund krónum hærra en borgarstjóri talar um í sínu dæmi. Hafa ber þó í huga að deiluaðilar nota ekki endilega sömu aðferðir við að reikna út hækkanir þar sem misjafnt er hvort álagsgreiðslur og annað sé tekið með í reikninginn. Viðar segir ljóst að deiluaðilar ættu að geta náð saman. „Það ber í raun kannski minna á milli heldur en fólk almennt gerir sér grein fyrir og spurningin er aðallega um viðhorfsbreytingu og að fallast á það að það þurfi að eiga sér stað þessi leiðrétting,“ segir Viðar. Borgarstjóri segist hafa þungar áhyggjur af áhrifum verkfallsins. „Eftir því sem að lengist í verkfallinu þá fara áhyggjur mínar því miður bara vaxandi,“ segir Dagur. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera milli deiluaðila í kjaradeilu félagsins og borgarinnar en margir telja. Borgarstjóri segir áhyggjur sínar af áhrifum verkfallsins fara vaxandi. Ótímabundið verkfall Eflingar nærri tvö þúsund starfsmanna borgarinnar hefur nú staðið síðan á mánudaginn. Samningafundi deiluaðila lauk í gær án árangurs og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst verkfallið hafa sífellt meiri áhrif sem sé áhyggjuefni.Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina hafa teygt sig mjög langt til að mæta kröfum Eflingar. Hann nefnir dæmi um hvaða áhrif þær hækkanir sem borgin býður hefur á starfsmenn á leikskólum. „Það sem við erum að bjóða er töluverð hækkun grunnlauna úr 310 þúsund sem er það lægsta í 420 þúsund og síðan koma þá álagsgreiðslur sem eru núna og hafa verið alveg frá mínum fyrsta degi í embætti þegar við hækkuðum launin á leikskólunum en þær myndu haldast áfram þannig að heildarlaun fyrir dagvinnu yrðu þá fyrir lægstu laun á leikskólum 460 þúsund,“ segir Dagur. Hann segir jafnframt að til viðbótar sé verið að tala um styttingu vinnuviku, að orlofsdagar verði þrjátíu og síðan til að koma til móts við þá sem hafa helgað sig starfinu þá sé verið að tala um að starfstengd námskeið og annað verði metin til launa. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir framsetningu borgarstjóra villandi enda sé aðeins um stök dæmi að ræða og þessar hækkanir eigi því ekki við um alla sem eru í verkfalli. Hann segir Eflingu fallast á taxtahækkanir lífskjarasamningsins sem feli í sér 90 þúsund króna hækkun á lægstu laun um það séu allir sammála. Hins vegar sé deilt um hversu mikið til viðbótar laun Eflingarfólks eigi að hækka. „Við höfum þá verið að tala um hækkanir á bilinu minnst 17 þúsund og mest sirka 46 þúsund. Minnst fyrir þá sem eru hæstir í þessum hópi,“ segir Viðar. Þetta þýði þá mögulega að lægstu laun gætu farið í um 440 þúsund eftir því sem Viðar segir sem er um tuttugu þúsund krónum hærra en borgarstjóri talar um í sínu dæmi. Hafa ber þó í huga að deiluaðilar nota ekki endilega sömu aðferðir við að reikna út hækkanir þar sem misjafnt er hvort álagsgreiðslur og annað sé tekið með í reikninginn. Viðar segir ljóst að deiluaðilar ættu að geta náð saman. „Það ber í raun kannski minna á milli heldur en fólk almennt gerir sér grein fyrir og spurningin er aðallega um viðhorfsbreytingu og að fallast á það að það þurfi að eiga sér stað þessi leiðrétting,“ segir Viðar. Borgarstjóri segist hafa þungar áhyggjur af áhrifum verkfallsins. „Eftir því sem að lengist í verkfallinu þá fara áhyggjur mínar því miður bara vaxandi,“ segir Dagur.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira