130 mega yfirgefa hótelið á Tenerife Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 16:45 Hótelinu Costa Adeje Palace var breytt í sóttkví á þriðjudag eftir að þar kom upp kórónuveirusmit. getty/picture alliance Á annað hundrað gestum hótelsins Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið leyft að yfirgefa hótelið. Þar hafa þeir verið í sóttkví undanfarna daga ásamt tíu Íslendingum og um 900 öðrum gestum en fjögur kórónaveirutilfelli höfðu greinst á hótelinu.Á blaðamannafundi nú síðdegis sögðu fulltrúar stjórnvalda á Kanaríeyjum að ekki hefðu fundist fleiri smittilfelli á hótelinu. Því sé óhætt að hefja brottflutning hótelgesta, í fyrsta holli verði 130 manns af 11 þjóðernum. Á blaðamannafundinum kom hins vegar ekki fram um hvað þjóðerni ræðir eða hver framtíð hinna í sóttkvínni verður. Gestirnir 130 eigi það hins vegar sameiginlegt að hafa innritað sig á hótelið á mánudag í þessari viku og eru ekki taldir hafa átt í neinum samskiptum við upphaflega smitberann, ítalskan lækni sem var gestur hótelsins. Hann, auk hinna þriggja sem greindust með veiruna á Costa Adeje Palace, höfðu öll yfirgefið hótelið áður en þessir gestir stigu fyrst þangað fæti. Utanríkisráðuneytið hefur ekki fengið upplýsingar þess efnis að Íslendingar séu á meðal þeirra 130 sem mega fara núna. Íslendingarnir sjö sem eru á Costa Adeje Palace á vegum ferðaskrifstofunnar Vita hafa sama skapi verið þar lengur en frá því á mánudag. Kanarísk stjórnvöld segjast þegar hafa haft samband við hótelstjórnina og tjáð henni að fólkinu sé óhætt að yfirgefa sóttkvínna. Nú þegar sé búið að hafa samband við sendiráð þessara 11 ríkja til að auðvelda flutning fólks til heimalanda sinna. Þar að auki hefur starfsfólki hótelsins verið heimilað að valsa um svæðið að vild, svo lengi sem það gætir að hreinlæti sínu og öryggi. Alls hafa fimm kórónuveirutilfelli komið upp á Kanaríeyjum, fjögur á Tenerife og eitt á La Gomera. Á fundinum í dag kom fram að hin smituðu séu öll við góða heilsu og að tvö þeirra hafi ekki sýnt nein einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Á annað hundrað gestum hótelsins Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið leyft að yfirgefa hótelið. Þar hafa þeir verið í sóttkví undanfarna daga ásamt tíu Íslendingum og um 900 öðrum gestum en fjögur kórónaveirutilfelli höfðu greinst á hótelinu.Á blaðamannafundi nú síðdegis sögðu fulltrúar stjórnvalda á Kanaríeyjum að ekki hefðu fundist fleiri smittilfelli á hótelinu. Því sé óhætt að hefja brottflutning hótelgesta, í fyrsta holli verði 130 manns af 11 þjóðernum. Á blaðamannafundinum kom hins vegar ekki fram um hvað þjóðerni ræðir eða hver framtíð hinna í sóttkvínni verður. Gestirnir 130 eigi það hins vegar sameiginlegt að hafa innritað sig á hótelið á mánudag í þessari viku og eru ekki taldir hafa átt í neinum samskiptum við upphaflega smitberann, ítalskan lækni sem var gestur hótelsins. Hann, auk hinna þriggja sem greindust með veiruna á Costa Adeje Palace, höfðu öll yfirgefið hótelið áður en þessir gestir stigu fyrst þangað fæti. Utanríkisráðuneytið hefur ekki fengið upplýsingar þess efnis að Íslendingar séu á meðal þeirra 130 sem mega fara núna. Íslendingarnir sjö sem eru á Costa Adeje Palace á vegum ferðaskrifstofunnar Vita hafa sama skapi verið þar lengur en frá því á mánudag. Kanarísk stjórnvöld segjast þegar hafa haft samband við hótelstjórnina og tjáð henni að fólkinu sé óhætt að yfirgefa sóttkvínna. Nú þegar sé búið að hafa samband við sendiráð þessara 11 ríkja til að auðvelda flutning fólks til heimalanda sinna. Þar að auki hefur starfsfólki hótelsins verið heimilað að valsa um svæðið að vild, svo lengi sem það gætir að hreinlæti sínu og öryggi. Alls hafa fimm kórónuveirutilfelli komið upp á Kanaríeyjum, fjögur á Tenerife og eitt á La Gomera. Á fundinum í dag kom fram að hin smituðu séu öll við góða heilsu og að tvö þeirra hafi ekki sýnt nein einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57
Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16