Brauðfætur tungumálanáms Oddur Þórðarson skrifar 28. febrúar 2020 08:00 Francis Bacon sagði: „Mennt er máttur“. Annað frægt skáld orti: „Sterkasta sverðið er kennsla og þekking“. Heldur minna ljóðrænna væri ef einhver segði að með aukinni þekkingu fást betri atvinnutækifæri eða að með hverri blaðsíðu sem þú lest í bók, hækka mánaðarlaun þín í framtíðinni. Sennilegast er það vegna þess að grundvöllur menntunar sé að hún sé menntunarinnar vegna. Hreinasta form þekkingar er sú þekking sem maður öðlast þekkingarinnar sjálfrar vegna. Tungumálanám er því gríðarlega mikilvægt. Þeir sem leggja stund á tungumál og önnur hugvísindi öðlast þekkingu sem er ekki menguð af neinni annarri fýsn en fróðleiksfýsn. Eins og allt nám á að vera. Menningarfræðilegt neyðarástand Tungumálanám á Íslandi er í gjörgæslu. Æ færri grunnskólanemendur velja námsbrautir á framhaldsskólastigi þar sem aðaláhersla er lögð á tungumálanám. Úr Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem völ er á einu besta tungumálanámi á öllu landinu, eru sífellt færri brautskráðir af málabraut. Árið 1998 var 71 nemandi brautskráður af málabraut úr MR en árið 2018 voru þeir um helmingi færri eða 34 og höfðu þá ekki farið upp fyrir 35 nemendur síðan árið 2014. Það er gríðarleg fækkun á aðeins 20 árum. Haldi áfram sem horfir mun ekki líða langur tími þar til tungumálabrautir framhaldsskólanna verða lagðar niður. Árny Jónsdóttir, spænskukennari í MR, vakti athygli mína á því að aðsókn á tungumálamálabraut MR fór minnkandi um leið og breytingar voru gerðar á því hvernig nemendur við MR velja sína námsleið. Fyrir ekki svo löngu lærðu allir nýnemar sama efnið í eitt ár, svo völdu þeir tungumáladeild eða náttúrufræðideild að ári loknu. Þessu var síðan breytt á þann veg að nemendur urðu að velja deild áður en þeir hófu nám við skólann, máladeildinni til mikils ama. Greinilegt er að þegar nemendur koma af grunnskólastiginu þá séu þeir smeykir við að velja tungumálanám. Getur verið að skoða þurfi hvernig tungumál eru kennd í grunnskólum landsins? Það er e.t.v. efni í aðra grein. Hvernig lærir maður menningarlæsi? Það vill eðlilega haldast í hendur að þeir nemendur sem nema tungumál og önnur hugvísindi á háskólastigi komi af viðeigandi brautum á framhaldsskólastiginu. Ef við hlúum ekki ekki að tungumálanámi á framhaldsskólastigi, stofnum við hugvísindadeild Háskóla Íslands í augljósa hættu. Það þarf ekki að útskýra hvers vegna það yrði geigvænleg þróun. Því þótt margir haldi það eflaust, þá snýst tungumálanám minna um að læra að heilsa, kveðja og spyrja til vegar á sem flestum tungumálum. Fyrst og fremst dýpkar tungumálanám skilning manns á samfélagi manna, mannkynssögu, heimspeki o.þ.h. Fræðasamfélag tungumálanna og annarra hugvísinda þokar fræðunum í átt að auknum skilningi á menningu okkar og því efni sem samfélagsþræðir okkar eru ofnir úr. Þetta sést ágætlega á því að ég var á málabraut í MR og lærði þar ensku, dönsku, íslensku, latínu, spænsku, frönsku auk annarra hug- og félagsvísinda. Þótt ég hafi ekki alveg verið fyrirmyndarnemandi t.a.m. í latínu, eins og gamlir kennarar votta eflaust fyrir með misbreið bros út á aðra kinn, þá öðlaðist ég mun betri skilning á íslensku og ensku. Ég get varla ímyndað mér hversu betri ég væri í íslensku og ensku hefði ég bara drullast til að læra heima fyrir latínutíma. Annað dæmi er spænskan. Auk þess að hafa lært að gera mig skiljanlegan á spænsku þá lærði ég helling um spænska sögu, menningu og listir. Það er þekking sem ómetanlegt er að búa að. Tungumálanám og annað hugvísindnám kennir manni menningarlæsi betur en nokkuð annað nám. Þess vegna er tungumálanám einn besti grunnur sem hægt er að hafa ef maður ætlar að gera sig gildandi á atvinnumarkaði og öllu samfélagi manna. Rangar forsendur Ég hef hitt marga sem vilja meina að ef eftirspurn eftir tungumálanámi minnki þá sé sjálfsagt að framboðið hverfi líka. Greinilegt sé að nemendur sjái ekki tilgang eða fjárhagslegan ávinning af því að leggja stund á tungumál eða önnnur hugvísindi og þá sé ekkert að því að slíkt nám leggist af. Þetta er ósanngjörn uppsetning. Nám á ekki að vera metið til fjár. Þegar blásið er til sóknar í þágu iðnnáms spyrja fæstir hvaða menningarlegu forsendur séu fyrir því að slíkt nám sé í boði. Samt vilja margir fórna tungumálanámi á altari efnahagslegra forsenda. Ein tegund náms á ekki að geta verið mikilvægara en aðrar. Öll þekking er mikilvæg – þekkingarinnar sjálfrar vegna. Höfundur er stjórnmálafræðinemi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Skóla - og menntamál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Francis Bacon sagði: „Mennt er máttur“. Annað frægt skáld orti: „Sterkasta sverðið er kennsla og þekking“. Heldur minna ljóðrænna væri ef einhver segði að með aukinni þekkingu fást betri atvinnutækifæri eða að með hverri blaðsíðu sem þú lest í bók, hækka mánaðarlaun þín í framtíðinni. Sennilegast er það vegna þess að grundvöllur menntunar sé að hún sé menntunarinnar vegna. Hreinasta form þekkingar er sú þekking sem maður öðlast þekkingarinnar sjálfrar vegna. Tungumálanám er því gríðarlega mikilvægt. Þeir sem leggja stund á tungumál og önnur hugvísindi öðlast þekkingu sem er ekki menguð af neinni annarri fýsn en fróðleiksfýsn. Eins og allt nám á að vera. Menningarfræðilegt neyðarástand Tungumálanám á Íslandi er í gjörgæslu. Æ færri grunnskólanemendur velja námsbrautir á framhaldsskólastigi þar sem aðaláhersla er lögð á tungumálanám. Úr Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem völ er á einu besta tungumálanámi á öllu landinu, eru sífellt færri brautskráðir af málabraut. Árið 1998 var 71 nemandi brautskráður af málabraut úr MR en árið 2018 voru þeir um helmingi færri eða 34 og höfðu þá ekki farið upp fyrir 35 nemendur síðan árið 2014. Það er gríðarleg fækkun á aðeins 20 árum. Haldi áfram sem horfir mun ekki líða langur tími þar til tungumálabrautir framhaldsskólanna verða lagðar niður. Árny Jónsdóttir, spænskukennari í MR, vakti athygli mína á því að aðsókn á tungumálamálabraut MR fór minnkandi um leið og breytingar voru gerðar á því hvernig nemendur við MR velja sína námsleið. Fyrir ekki svo löngu lærðu allir nýnemar sama efnið í eitt ár, svo völdu þeir tungumáladeild eða náttúrufræðideild að ári loknu. Þessu var síðan breytt á þann veg að nemendur urðu að velja deild áður en þeir hófu nám við skólann, máladeildinni til mikils ama. Greinilegt er að þegar nemendur koma af grunnskólastiginu þá séu þeir smeykir við að velja tungumálanám. Getur verið að skoða þurfi hvernig tungumál eru kennd í grunnskólum landsins? Það er e.t.v. efni í aðra grein. Hvernig lærir maður menningarlæsi? Það vill eðlilega haldast í hendur að þeir nemendur sem nema tungumál og önnur hugvísindi á háskólastigi komi af viðeigandi brautum á framhaldsskólastiginu. Ef við hlúum ekki ekki að tungumálanámi á framhaldsskólastigi, stofnum við hugvísindadeild Háskóla Íslands í augljósa hættu. Það þarf ekki að útskýra hvers vegna það yrði geigvænleg þróun. Því þótt margir haldi það eflaust, þá snýst tungumálanám minna um að læra að heilsa, kveðja og spyrja til vegar á sem flestum tungumálum. Fyrst og fremst dýpkar tungumálanám skilning manns á samfélagi manna, mannkynssögu, heimspeki o.þ.h. Fræðasamfélag tungumálanna og annarra hugvísinda þokar fræðunum í átt að auknum skilningi á menningu okkar og því efni sem samfélagsþræðir okkar eru ofnir úr. Þetta sést ágætlega á því að ég var á málabraut í MR og lærði þar ensku, dönsku, íslensku, latínu, spænsku, frönsku auk annarra hug- og félagsvísinda. Þótt ég hafi ekki alveg verið fyrirmyndarnemandi t.a.m. í latínu, eins og gamlir kennarar votta eflaust fyrir með misbreið bros út á aðra kinn, þá öðlaðist ég mun betri skilning á íslensku og ensku. Ég get varla ímyndað mér hversu betri ég væri í íslensku og ensku hefði ég bara drullast til að læra heima fyrir latínutíma. Annað dæmi er spænskan. Auk þess að hafa lært að gera mig skiljanlegan á spænsku þá lærði ég helling um spænska sögu, menningu og listir. Það er þekking sem ómetanlegt er að búa að. Tungumálanám og annað hugvísindnám kennir manni menningarlæsi betur en nokkuð annað nám. Þess vegna er tungumálanám einn besti grunnur sem hægt er að hafa ef maður ætlar að gera sig gildandi á atvinnumarkaði og öllu samfélagi manna. Rangar forsendur Ég hef hitt marga sem vilja meina að ef eftirspurn eftir tungumálanámi minnki þá sé sjálfsagt að framboðið hverfi líka. Greinilegt sé að nemendur sjái ekki tilgang eða fjárhagslegan ávinning af því að leggja stund á tungumál eða önnnur hugvísindi og þá sé ekkert að því að slíkt nám leggist af. Þetta er ósanngjörn uppsetning. Nám á ekki að vera metið til fjár. Þegar blásið er til sóknar í þágu iðnnáms spyrja fæstir hvaða menningarlegu forsendur séu fyrir því að slíkt nám sé í boði. Samt vilja margir fórna tungumálanámi á altari efnahagslegra forsenda. Ein tegund náms á ekki að geta verið mikilvægara en aðrar. Öll þekking er mikilvæg – þekkingarinnar sjálfrar vegna. Höfundur er stjórnmálafræðinemi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun