Brauðfætur tungumálanáms Oddur Þórðarson skrifar 28. febrúar 2020 08:00 Francis Bacon sagði: „Mennt er máttur“. Annað frægt skáld orti: „Sterkasta sverðið er kennsla og þekking“. Heldur minna ljóðrænna væri ef einhver segði að með aukinni þekkingu fást betri atvinnutækifæri eða að með hverri blaðsíðu sem þú lest í bók, hækka mánaðarlaun þín í framtíðinni. Sennilegast er það vegna þess að grundvöllur menntunar sé að hún sé menntunarinnar vegna. Hreinasta form þekkingar er sú þekking sem maður öðlast þekkingarinnar sjálfrar vegna. Tungumálanám er því gríðarlega mikilvægt. Þeir sem leggja stund á tungumál og önnur hugvísindi öðlast þekkingu sem er ekki menguð af neinni annarri fýsn en fróðleiksfýsn. Eins og allt nám á að vera. Menningarfræðilegt neyðarástand Tungumálanám á Íslandi er í gjörgæslu. Æ færri grunnskólanemendur velja námsbrautir á framhaldsskólastigi þar sem aðaláhersla er lögð á tungumálanám. Úr Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem völ er á einu besta tungumálanámi á öllu landinu, eru sífellt færri brautskráðir af málabraut. Árið 1998 var 71 nemandi brautskráður af málabraut úr MR en árið 2018 voru þeir um helmingi færri eða 34 og höfðu þá ekki farið upp fyrir 35 nemendur síðan árið 2014. Það er gríðarleg fækkun á aðeins 20 árum. Haldi áfram sem horfir mun ekki líða langur tími þar til tungumálabrautir framhaldsskólanna verða lagðar niður. Árny Jónsdóttir, spænskukennari í MR, vakti athygli mína á því að aðsókn á tungumálamálabraut MR fór minnkandi um leið og breytingar voru gerðar á því hvernig nemendur við MR velja sína námsleið. Fyrir ekki svo löngu lærðu allir nýnemar sama efnið í eitt ár, svo völdu þeir tungumáladeild eða náttúrufræðideild að ári loknu. Þessu var síðan breytt á þann veg að nemendur urðu að velja deild áður en þeir hófu nám við skólann, máladeildinni til mikils ama. Greinilegt er að þegar nemendur koma af grunnskólastiginu þá séu þeir smeykir við að velja tungumálanám. Getur verið að skoða þurfi hvernig tungumál eru kennd í grunnskólum landsins? Það er e.t.v. efni í aðra grein. Hvernig lærir maður menningarlæsi? Það vill eðlilega haldast í hendur að þeir nemendur sem nema tungumál og önnur hugvísindi á háskólastigi komi af viðeigandi brautum á framhaldsskólastiginu. Ef við hlúum ekki ekki að tungumálanámi á framhaldsskólastigi, stofnum við hugvísindadeild Háskóla Íslands í augljósa hættu. Það þarf ekki að útskýra hvers vegna það yrði geigvænleg þróun. Því þótt margir haldi það eflaust, þá snýst tungumálanám minna um að læra að heilsa, kveðja og spyrja til vegar á sem flestum tungumálum. Fyrst og fremst dýpkar tungumálanám skilning manns á samfélagi manna, mannkynssögu, heimspeki o.þ.h. Fræðasamfélag tungumálanna og annarra hugvísinda þokar fræðunum í átt að auknum skilningi á menningu okkar og því efni sem samfélagsþræðir okkar eru ofnir úr. Þetta sést ágætlega á því að ég var á málabraut í MR og lærði þar ensku, dönsku, íslensku, latínu, spænsku, frönsku auk annarra hug- og félagsvísinda. Þótt ég hafi ekki alveg verið fyrirmyndarnemandi t.a.m. í latínu, eins og gamlir kennarar votta eflaust fyrir með misbreið bros út á aðra kinn, þá öðlaðist ég mun betri skilning á íslensku og ensku. Ég get varla ímyndað mér hversu betri ég væri í íslensku og ensku hefði ég bara drullast til að læra heima fyrir latínutíma. Annað dæmi er spænskan. Auk þess að hafa lært að gera mig skiljanlegan á spænsku þá lærði ég helling um spænska sögu, menningu og listir. Það er þekking sem ómetanlegt er að búa að. Tungumálanám og annað hugvísindnám kennir manni menningarlæsi betur en nokkuð annað nám. Þess vegna er tungumálanám einn besti grunnur sem hægt er að hafa ef maður ætlar að gera sig gildandi á atvinnumarkaði og öllu samfélagi manna. Rangar forsendur Ég hef hitt marga sem vilja meina að ef eftirspurn eftir tungumálanámi minnki þá sé sjálfsagt að framboðið hverfi líka. Greinilegt sé að nemendur sjái ekki tilgang eða fjárhagslegan ávinning af því að leggja stund á tungumál eða önnnur hugvísindi og þá sé ekkert að því að slíkt nám leggist af. Þetta er ósanngjörn uppsetning. Nám á ekki að vera metið til fjár. Þegar blásið er til sóknar í þágu iðnnáms spyrja fæstir hvaða menningarlegu forsendur séu fyrir því að slíkt nám sé í boði. Samt vilja margir fórna tungumálanámi á altari efnahagslegra forsenda. Ein tegund náms á ekki að geta verið mikilvægara en aðrar. Öll þekking er mikilvæg – þekkingarinnar sjálfrar vegna. Höfundur er stjórnmálafræðinemi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Skóla - og menntamál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Francis Bacon sagði: „Mennt er máttur“. Annað frægt skáld orti: „Sterkasta sverðið er kennsla og þekking“. Heldur minna ljóðrænna væri ef einhver segði að með aukinni þekkingu fást betri atvinnutækifæri eða að með hverri blaðsíðu sem þú lest í bók, hækka mánaðarlaun þín í framtíðinni. Sennilegast er það vegna þess að grundvöllur menntunar sé að hún sé menntunarinnar vegna. Hreinasta form þekkingar er sú þekking sem maður öðlast þekkingarinnar sjálfrar vegna. Tungumálanám er því gríðarlega mikilvægt. Þeir sem leggja stund á tungumál og önnur hugvísindi öðlast þekkingu sem er ekki menguð af neinni annarri fýsn en fróðleiksfýsn. Eins og allt nám á að vera. Menningarfræðilegt neyðarástand Tungumálanám á Íslandi er í gjörgæslu. Æ færri grunnskólanemendur velja námsbrautir á framhaldsskólastigi þar sem aðaláhersla er lögð á tungumálanám. Úr Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem völ er á einu besta tungumálanámi á öllu landinu, eru sífellt færri brautskráðir af málabraut. Árið 1998 var 71 nemandi brautskráður af málabraut úr MR en árið 2018 voru þeir um helmingi færri eða 34 og höfðu þá ekki farið upp fyrir 35 nemendur síðan árið 2014. Það er gríðarleg fækkun á aðeins 20 árum. Haldi áfram sem horfir mun ekki líða langur tími þar til tungumálabrautir framhaldsskólanna verða lagðar niður. Árny Jónsdóttir, spænskukennari í MR, vakti athygli mína á því að aðsókn á tungumálamálabraut MR fór minnkandi um leið og breytingar voru gerðar á því hvernig nemendur við MR velja sína námsleið. Fyrir ekki svo löngu lærðu allir nýnemar sama efnið í eitt ár, svo völdu þeir tungumáladeild eða náttúrufræðideild að ári loknu. Þessu var síðan breytt á þann veg að nemendur urðu að velja deild áður en þeir hófu nám við skólann, máladeildinni til mikils ama. Greinilegt er að þegar nemendur koma af grunnskólastiginu þá séu þeir smeykir við að velja tungumálanám. Getur verið að skoða þurfi hvernig tungumál eru kennd í grunnskólum landsins? Það er e.t.v. efni í aðra grein. Hvernig lærir maður menningarlæsi? Það vill eðlilega haldast í hendur að þeir nemendur sem nema tungumál og önnur hugvísindi á háskólastigi komi af viðeigandi brautum á framhaldsskólastiginu. Ef við hlúum ekki ekki að tungumálanámi á framhaldsskólastigi, stofnum við hugvísindadeild Háskóla Íslands í augljósa hættu. Það þarf ekki að útskýra hvers vegna það yrði geigvænleg þróun. Því þótt margir haldi það eflaust, þá snýst tungumálanám minna um að læra að heilsa, kveðja og spyrja til vegar á sem flestum tungumálum. Fyrst og fremst dýpkar tungumálanám skilning manns á samfélagi manna, mannkynssögu, heimspeki o.þ.h. Fræðasamfélag tungumálanna og annarra hugvísinda þokar fræðunum í átt að auknum skilningi á menningu okkar og því efni sem samfélagsþræðir okkar eru ofnir úr. Þetta sést ágætlega á því að ég var á málabraut í MR og lærði þar ensku, dönsku, íslensku, latínu, spænsku, frönsku auk annarra hug- og félagsvísinda. Þótt ég hafi ekki alveg verið fyrirmyndarnemandi t.a.m. í latínu, eins og gamlir kennarar votta eflaust fyrir með misbreið bros út á aðra kinn, þá öðlaðist ég mun betri skilning á íslensku og ensku. Ég get varla ímyndað mér hversu betri ég væri í íslensku og ensku hefði ég bara drullast til að læra heima fyrir latínutíma. Annað dæmi er spænskan. Auk þess að hafa lært að gera mig skiljanlegan á spænsku þá lærði ég helling um spænska sögu, menningu og listir. Það er þekking sem ómetanlegt er að búa að. Tungumálanám og annað hugvísindnám kennir manni menningarlæsi betur en nokkuð annað nám. Þess vegna er tungumálanám einn besti grunnur sem hægt er að hafa ef maður ætlar að gera sig gildandi á atvinnumarkaði og öllu samfélagi manna. Rangar forsendur Ég hef hitt marga sem vilja meina að ef eftirspurn eftir tungumálanámi minnki þá sé sjálfsagt að framboðið hverfi líka. Greinilegt sé að nemendur sjái ekki tilgang eða fjárhagslegan ávinning af því að leggja stund á tungumál eða önnnur hugvísindi og þá sé ekkert að því að slíkt nám leggist af. Þetta er ósanngjörn uppsetning. Nám á ekki að vera metið til fjár. Þegar blásið er til sóknar í þágu iðnnáms spyrja fæstir hvaða menningarlegu forsendur séu fyrir því að slíkt nám sé í boði. Samt vilja margir fórna tungumálanámi á altari efnahagslegra forsenda. Ein tegund náms á ekki að geta verið mikilvægara en aðrar. Öll þekking er mikilvæg – þekkingarinnar sjálfrar vegna. Höfundur er stjórnmálafræðinemi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun