Hverjir eiga skilið að fara fyrstir inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 18:00 Hér eru margar goðsagnir ensku úrvalsdeildarinnar komnar saman eða þeir Ryan Giggs, Dion Dublin, Alan Shearer, Jimmy Floyd Hasselbaink, Matt Le Tissier, Michael Owen, Les Ferdinand, Emile Heskey og Robin van Persie. Getty/Ben A. Pruchnie Enska úrvalsdeildin hefur stofnað Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og ætlar að taka inn tvo fyrstu meðlimina 19. mars næstkomandi. Tilkynnt var um nýju heiðurshöllina á heimasíðu deildarinnar í gær en þar kom ekki fram hverjir þessir tveir stofnmeðlimir hennar eru. Knattspyrnuspekingar og annað knattspyrnuáhugafólk hefur síðan velt fyrir sér hverjir eiga skilið að fara fyrstir inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur nöfn hafa komið upp hjá flestum eða þeir Alan Shearer, Ryan Giggs, Thierry Henry og Steven Gerrard. Það er líklegt að þessir tveir komu úr þeim hópi. Should one of these legends be the first to be introduced into the Premier League Hall of Fame? Someone else?pic.twitter.com/JPN6gqRBPY— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2020 Alan Shearer er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 260 mörk í 441 leik. Hann hefur 52 marka forskot á næsta mann sem er Wayne Rooney. Alan Shearer skoraði þessi mörk fyrir Blackburn Rovers (112) og Newcastle United (148) en hann vann ensku deildina með Blackburn Rovers árið 1995. Hann varð þrisvar sinnum markakóngur deildarinnar og það á þremur tímabilum í röð, 1994-95, 1995-96 og 1996-97. Ryan Giggs hefur unnið ensku úrvalsdeildina oftar en nokkur annar og gefið fleiri stoðsendingar en allir. Ryan Giggs varð þrettán sinnum Englandsmeistari með Manchester United og var með 109 mörk og 162 stoðsendingar í 632 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Thierry Henry skoraði 175 mörk og gaf 74 stoðsendingar í „aðeins“ 258 leikjum með Arsenal frá 1999 til 2007. Hann var markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu deildarinnar þar til að Sergio Agüero sló metið hans fyrr á þessu tímabili. Henry varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með Arsenal, fjórum sinnum markakóngur deildarinnar og er sá eini sem hefur gefið 20 stoðsendingar á einu tímabili. Steven Gerrard er án efa besti leikmaður Liverpool í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann var með 120 mörk og 92 stoðsendingar í 504 leikjum frá 1998 til 2015. Gerrard náði hins vegar aldrei að verða enskur meistari en hann varð þrisvar sinnum í öðru sæti með Liverpool liðinu. Gerrard vann alla aðra titla í boði en meðlimir í Heiðurshöllinni eiga að komast þangað á afrekum sínum í ensku úrvalsdeildinni. My top 10 players who deserve to be in the Premier League Hall of Fame. No particular order. 1. John Terry 2. Thierry Henry 3. Cristiano Ronaldo 4. Frank Lampard 5. Steven Gerrard 6. Eric Cantona 7. Ryan Giggs 8. Alan Shearer 9. Dennis Bergkamp 10. Nemanja Vidic— MK1️ (@SuperKova17) February 27, 2020 Aðrir leikmenn sem eiga örugglega eftir að enda í Heiðurshöllinni í framtíðinni þótt að þeir komist ekki inn núna eru menn eins og John Terry, Wayne Rooney, Frank Lampard, Paul Scholes og Didier Drogba. Aðeins leikmenn sem eru búnir að leggja skóna upp á hilluna koma til greina í Heiðurshöllina. Þegar þessir fyrstu tveir leikmenn verða teknir inn verður einnig sett í gang kosning um hver sé næstur inn á eftir þeim. Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefur stofnað Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og ætlar að taka inn tvo fyrstu meðlimina 19. mars næstkomandi. Tilkynnt var um nýju heiðurshöllina á heimasíðu deildarinnar í gær en þar kom ekki fram hverjir þessir tveir stofnmeðlimir hennar eru. Knattspyrnuspekingar og annað knattspyrnuáhugafólk hefur síðan velt fyrir sér hverjir eiga skilið að fara fyrstir inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur nöfn hafa komið upp hjá flestum eða þeir Alan Shearer, Ryan Giggs, Thierry Henry og Steven Gerrard. Það er líklegt að þessir tveir komu úr þeim hópi. Should one of these legends be the first to be introduced into the Premier League Hall of Fame? Someone else?pic.twitter.com/JPN6gqRBPY— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2020 Alan Shearer er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 260 mörk í 441 leik. Hann hefur 52 marka forskot á næsta mann sem er Wayne Rooney. Alan Shearer skoraði þessi mörk fyrir Blackburn Rovers (112) og Newcastle United (148) en hann vann ensku deildina með Blackburn Rovers árið 1995. Hann varð þrisvar sinnum markakóngur deildarinnar og það á þremur tímabilum í röð, 1994-95, 1995-96 og 1996-97. Ryan Giggs hefur unnið ensku úrvalsdeildina oftar en nokkur annar og gefið fleiri stoðsendingar en allir. Ryan Giggs varð þrettán sinnum Englandsmeistari með Manchester United og var með 109 mörk og 162 stoðsendingar í 632 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Thierry Henry skoraði 175 mörk og gaf 74 stoðsendingar í „aðeins“ 258 leikjum með Arsenal frá 1999 til 2007. Hann var markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu deildarinnar þar til að Sergio Agüero sló metið hans fyrr á þessu tímabili. Henry varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með Arsenal, fjórum sinnum markakóngur deildarinnar og er sá eini sem hefur gefið 20 stoðsendingar á einu tímabili. Steven Gerrard er án efa besti leikmaður Liverpool í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann var með 120 mörk og 92 stoðsendingar í 504 leikjum frá 1998 til 2015. Gerrard náði hins vegar aldrei að verða enskur meistari en hann varð þrisvar sinnum í öðru sæti með Liverpool liðinu. Gerrard vann alla aðra titla í boði en meðlimir í Heiðurshöllinni eiga að komast þangað á afrekum sínum í ensku úrvalsdeildinni. My top 10 players who deserve to be in the Premier League Hall of Fame. No particular order. 1. John Terry 2. Thierry Henry 3. Cristiano Ronaldo 4. Frank Lampard 5. Steven Gerrard 6. Eric Cantona 7. Ryan Giggs 8. Alan Shearer 9. Dennis Bergkamp 10. Nemanja Vidic— MK1️ (@SuperKova17) February 27, 2020 Aðrir leikmenn sem eiga örugglega eftir að enda í Heiðurshöllinni í framtíðinni þótt að þeir komist ekki inn núna eru menn eins og John Terry, Wayne Rooney, Frank Lampard, Paul Scholes og Didier Drogba. Aðeins leikmenn sem eru búnir að leggja skóna upp á hilluna koma til greina í Heiðurshöllina. Þegar þessir fyrstu tveir leikmenn verða teknir inn verður einnig sett í gang kosning um hver sé næstur inn á eftir þeim.
Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira