Hverjir eiga skilið að fara fyrstir inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 18:00 Hér eru margar goðsagnir ensku úrvalsdeildarinnar komnar saman eða þeir Ryan Giggs, Dion Dublin, Alan Shearer, Jimmy Floyd Hasselbaink, Matt Le Tissier, Michael Owen, Les Ferdinand, Emile Heskey og Robin van Persie. Getty/Ben A. Pruchnie Enska úrvalsdeildin hefur stofnað Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og ætlar að taka inn tvo fyrstu meðlimina 19. mars næstkomandi. Tilkynnt var um nýju heiðurshöllina á heimasíðu deildarinnar í gær en þar kom ekki fram hverjir þessir tveir stofnmeðlimir hennar eru. Knattspyrnuspekingar og annað knattspyrnuáhugafólk hefur síðan velt fyrir sér hverjir eiga skilið að fara fyrstir inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur nöfn hafa komið upp hjá flestum eða þeir Alan Shearer, Ryan Giggs, Thierry Henry og Steven Gerrard. Það er líklegt að þessir tveir komu úr þeim hópi. Should one of these legends be the first to be introduced into the Premier League Hall of Fame? Someone else?pic.twitter.com/JPN6gqRBPY— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2020 Alan Shearer er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 260 mörk í 441 leik. Hann hefur 52 marka forskot á næsta mann sem er Wayne Rooney. Alan Shearer skoraði þessi mörk fyrir Blackburn Rovers (112) og Newcastle United (148) en hann vann ensku deildina með Blackburn Rovers árið 1995. Hann varð þrisvar sinnum markakóngur deildarinnar og það á þremur tímabilum í röð, 1994-95, 1995-96 og 1996-97. Ryan Giggs hefur unnið ensku úrvalsdeildina oftar en nokkur annar og gefið fleiri stoðsendingar en allir. Ryan Giggs varð þrettán sinnum Englandsmeistari með Manchester United og var með 109 mörk og 162 stoðsendingar í 632 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Thierry Henry skoraði 175 mörk og gaf 74 stoðsendingar í „aðeins“ 258 leikjum með Arsenal frá 1999 til 2007. Hann var markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu deildarinnar þar til að Sergio Agüero sló metið hans fyrr á þessu tímabili. Henry varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með Arsenal, fjórum sinnum markakóngur deildarinnar og er sá eini sem hefur gefið 20 stoðsendingar á einu tímabili. Steven Gerrard er án efa besti leikmaður Liverpool í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann var með 120 mörk og 92 stoðsendingar í 504 leikjum frá 1998 til 2015. Gerrard náði hins vegar aldrei að verða enskur meistari en hann varð þrisvar sinnum í öðru sæti með Liverpool liðinu. Gerrard vann alla aðra titla í boði en meðlimir í Heiðurshöllinni eiga að komast þangað á afrekum sínum í ensku úrvalsdeildinni. My top 10 players who deserve to be in the Premier League Hall of Fame. No particular order. 1. John Terry 2. Thierry Henry 3. Cristiano Ronaldo 4. Frank Lampard 5. Steven Gerrard 6. Eric Cantona 7. Ryan Giggs 8. Alan Shearer 9. Dennis Bergkamp 10. Nemanja Vidic— MK1️ (@SuperKova17) February 27, 2020 Aðrir leikmenn sem eiga örugglega eftir að enda í Heiðurshöllinni í framtíðinni þótt að þeir komist ekki inn núna eru menn eins og John Terry, Wayne Rooney, Frank Lampard, Paul Scholes og Didier Drogba. Aðeins leikmenn sem eru búnir að leggja skóna upp á hilluna koma til greina í Heiðurshöllina. Þegar þessir fyrstu tveir leikmenn verða teknir inn verður einnig sett í gang kosning um hver sé næstur inn á eftir þeim. Enski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefur stofnað Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og ætlar að taka inn tvo fyrstu meðlimina 19. mars næstkomandi. Tilkynnt var um nýju heiðurshöllina á heimasíðu deildarinnar í gær en þar kom ekki fram hverjir þessir tveir stofnmeðlimir hennar eru. Knattspyrnuspekingar og annað knattspyrnuáhugafólk hefur síðan velt fyrir sér hverjir eiga skilið að fara fyrstir inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur nöfn hafa komið upp hjá flestum eða þeir Alan Shearer, Ryan Giggs, Thierry Henry og Steven Gerrard. Það er líklegt að þessir tveir komu úr þeim hópi. Should one of these legends be the first to be introduced into the Premier League Hall of Fame? Someone else?pic.twitter.com/JPN6gqRBPY— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2020 Alan Shearer er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 260 mörk í 441 leik. Hann hefur 52 marka forskot á næsta mann sem er Wayne Rooney. Alan Shearer skoraði þessi mörk fyrir Blackburn Rovers (112) og Newcastle United (148) en hann vann ensku deildina með Blackburn Rovers árið 1995. Hann varð þrisvar sinnum markakóngur deildarinnar og það á þremur tímabilum í röð, 1994-95, 1995-96 og 1996-97. Ryan Giggs hefur unnið ensku úrvalsdeildina oftar en nokkur annar og gefið fleiri stoðsendingar en allir. Ryan Giggs varð þrettán sinnum Englandsmeistari með Manchester United og var með 109 mörk og 162 stoðsendingar í 632 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Thierry Henry skoraði 175 mörk og gaf 74 stoðsendingar í „aðeins“ 258 leikjum með Arsenal frá 1999 til 2007. Hann var markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu deildarinnar þar til að Sergio Agüero sló metið hans fyrr á þessu tímabili. Henry varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með Arsenal, fjórum sinnum markakóngur deildarinnar og er sá eini sem hefur gefið 20 stoðsendingar á einu tímabili. Steven Gerrard er án efa besti leikmaður Liverpool í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann var með 120 mörk og 92 stoðsendingar í 504 leikjum frá 1998 til 2015. Gerrard náði hins vegar aldrei að verða enskur meistari en hann varð þrisvar sinnum í öðru sæti með Liverpool liðinu. Gerrard vann alla aðra titla í boði en meðlimir í Heiðurshöllinni eiga að komast þangað á afrekum sínum í ensku úrvalsdeildinni. My top 10 players who deserve to be in the Premier League Hall of Fame. No particular order. 1. John Terry 2. Thierry Henry 3. Cristiano Ronaldo 4. Frank Lampard 5. Steven Gerrard 6. Eric Cantona 7. Ryan Giggs 8. Alan Shearer 9. Dennis Bergkamp 10. Nemanja Vidic— MK1️ (@SuperKova17) February 27, 2020 Aðrir leikmenn sem eiga örugglega eftir að enda í Heiðurshöllinni í framtíðinni þótt að þeir komist ekki inn núna eru menn eins og John Terry, Wayne Rooney, Frank Lampard, Paul Scholes og Didier Drogba. Aðeins leikmenn sem eru búnir að leggja skóna upp á hilluna koma til greina í Heiðurshöllina. Þegar þessir fyrstu tveir leikmenn verða teknir inn verður einnig sett í gang kosning um hver sé næstur inn á eftir þeim.
Enski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Sjá meira