Enski boltinn

Sheffield Wednesday stefnir í gjald­þrot

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mótmæli hafa verið haldin við hinn sögufræga Hillsborough leikvang að undanförnu.
Mótmæli hafa verið haldin við hinn sögufræga Hillsborough leikvang að undanförnu. Danny Lawson/PA Images via Getty Images

Gjaldþrot vofir yfir Sheffield Wednesday, einu elsta knattspyrnufélagi heims, og skiptastjórar hafa verið skipaðir til að taka yfir fjármál félagsins.

Sheffield Wednesday hefur verið í fjárhagsvandræðum í fleiri ár og skuldar skattinum eina milljón punda sem félagið er ófært um að greiða.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að skiptastjórar hafi tekið yfir rekstur félagsins og þar með bundið enda á stjórnartíð eigandans Dejpon Chansiri.

Skiptastjórarnir hafa það hlutverk að reyna að bjarga félaginu frá þroti, ellegar greiða upp skuldir félagsins eins mikið og mögulegt er.

Starfsmenn félagsins hafa verið látnir vita af framþróun mála og fundur með leikmönnum liðsins hefur einnig verið haldinn.

Sheffield Wednesday er í neðsta sæti Championship deildarinnar á Englandi og gæti átt von á stigafrádrætti fyrir brot á fjárhagsreglum.

Fréttirnar koma í kjölfar mótmæla sem hafa verið haldin á Hillsborough vellinum að undanförnu af stuðningsmönnum liðsins, síðast á miðvikudag þegar stuðningsmenn neituðu að mæta á leik liðsins gegn Middlesborough.


Tengdar fréttir

Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt

Fjárhagsstaðan er afar slæm hjá Sheffield Wednesday, sem spilar í Championship deildinni á Englandi. Um mánaðamótin borgaði félagið bara leikmönnum undir 21 árs aldri laun, því þeir eru verðmæt söluvara, og nú má allt aðalliðið rifta samningi sínum ef þeir vilja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×