Enski boltinn

Aldrei meiri aldurs­munur

Sindri Sverrisson skrifar
Hinn 18 ára Charalampos Kostoulas á ferðinni í leiknum gegn Manchester United, þar sem hann skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni.
Hinn 18 ára Charalampos Kostoulas á ferðinni í leiknum gegn Manchester United, þar sem hann skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Shaun Botterill

Tímamót urðu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar 18 ára gamli Grikkinn Charalampos Kostoulas skoraði fyrir Brighton gegn Manchester United.

Þetta var fyrsta mark Kostoulas eftir komuna frá Olympiacos í sumar en markið skoraði hann með frábærum skalla eftir hornspyrnu frá James Milner, sem verður fertugur þann 4. janúar.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Aldrei í sögu úrvalsdeildarinnar hefur verið svo mikill aldursmunur á milli þess sem skorar mark og þess sem leggur það upp, eða samtals 21 ár og 146 dagar.

Þetta er jafnframt í fyrsta sinn í sögunni sem að leikmaður leggur upp mark fyrir leikmann sem var ekki einu sinni fæddur þegar sá eldri spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Milner spilaði nefnilega sinn fyrsta leik í nóvember 2002 og var búinn að spila 138 leiki þegar Kostoulas fæddist í maí 2007.

Markið frá Kostoulas kom þó ekki í veg fyrir 4-2 tap Brighton en liðið er í 13. sæti eftir níu umferðir með 12 stig. United er hins vegar í 6. sæti með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×