Stjórnvöld skipa stýrihóp vegna kórónuveirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 13:42 Skipun stýrihópsins var ákveðin á ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/vilhelm Skipaður hefur verið sérstakur stýrihópur „um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni.“ Í hópnum eiga sæti sjö ráðuneytisstjórar. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Þar segir að það falli í skaut ráðuneytisstjóranna sjö að vega og meta hver samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda ættu að vera hverju sinni, í samræmi við það hvernig útbreiðslu kórónaveirunnar vindur fram. Áhrif útbreiðslunnar hafi þegar orðið nokkur, sem birtist m.a. í lækkun hlutabréfa í kauphöllum og samdrætti í ferðaþjónustu. „Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu mála og leggja áherslu á að styrkja samhæfingu stjórnvalda þannig að unnt verði að grípa til viðeigandi ráðstafana á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Þar eru ráðuneytisstjórarnir jafnframt taldir upp og má sjá lista þeirra hér að neðan. Næsti upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar fer fram klukkan 15:30 í dag, en það er þriðji blaðamannafundurinn sem almannavarnir boða til á jafn mörgum dögum. Vísir verður með beina vefútsendingu eins og af fyrri fundum. Á fundinum í dag mun Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, kynna í stuttu máli aðgerðir og viðbúnað spítalans í tengslum við COVID-19. Jafnframt mun Alma D. Möller, landlæknir, ræða viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar og þá stöðu sem blasir við vegna nýju kórónaveirunnar. Fyrrnefndir ráðuneytisstjórar sem mynda stýrihópinn eru eftirfarandi: Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis, Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis, Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytis, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis, Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Skipaður hefur verið sérstakur stýrihópur „um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni.“ Í hópnum eiga sæti sjö ráðuneytisstjórar. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Þar segir að það falli í skaut ráðuneytisstjóranna sjö að vega og meta hver samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda ættu að vera hverju sinni, í samræmi við það hvernig útbreiðslu kórónaveirunnar vindur fram. Áhrif útbreiðslunnar hafi þegar orðið nokkur, sem birtist m.a. í lækkun hlutabréfa í kauphöllum og samdrætti í ferðaþjónustu. „Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu mála og leggja áherslu á að styrkja samhæfingu stjórnvalda þannig að unnt verði að grípa til viðeigandi ráðstafana á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Þar eru ráðuneytisstjórarnir jafnframt taldir upp og má sjá lista þeirra hér að neðan. Næsti upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar fer fram klukkan 15:30 í dag, en það er þriðji blaðamannafundurinn sem almannavarnir boða til á jafn mörgum dögum. Vísir verður með beina vefútsendingu eins og af fyrri fundum. Á fundinum í dag mun Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, kynna í stuttu máli aðgerðir og viðbúnað spítalans í tengslum við COVID-19. Jafnframt mun Alma D. Möller, landlæknir, ræða viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar og þá stöðu sem blasir við vegna nýju kórónaveirunnar. Fyrrnefndir ráðuneytisstjórar sem mynda stýrihópinn eru eftirfarandi: Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis, Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis, Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytis, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis, Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00
Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00
Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45