Ákall til stjórnvalda vegna fjárveitinga til Háskólans á Akureyri Sólveig María Árnadóttir skrifar 28. febrúar 2020 17:00 Það er staðreynd að Háskólinn á Akureyri gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki á landsvísu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil. Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér ákveðna sérstöðu hvað varðar sveigjanlegt námsfyrirkomulag, en það hefur orðið til þess að einstaklingar, hvar á landinu sem er, geta sótt sér menntun. Ritrýndar rannsóknarniðurstöður hafa sýnt fram á að nemendur sem geta stundað nám í sinni heimabyggð eru mun líklegri til að starfa þar fimm árum eftir útskrift. Það er því ljóst að ábyrgð Háskólans á Akureyri er mikil þegar kemur að því að tryggja einstaklingum, utan höfuðborgarsvæðisins aðgengi að háskólanámi. Það námsfyrirkomulag sem Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér sérstöðu í, er því gríðarlega mikilvægt fyrir minni byggðarfélög og eflingu þeirra. Innritunartölur háskólanna sýna það glögglega að aðsókn við Háskólann á Akureyri hefur aukist gríðarlega mikið á milli ára. Þrátt fyrir það, hafa fjárveitingar ekki vaxið í samræmi við nemendavöxt. Vegna þess hefur Háskólinn á Akureyri þurft að grípa til aðgangstakmarkana í auknum mæli. Í Grænbók um fjárveitingar til háskóla kemur fram að frá árinu 2013 til 2017 hafi nemendum fækkað í háskólakerfinu í heild sinni. Staðreyndin er hins vegar sú að veruleg fjölgun hefur orðið við Háskólann á Akureyri á þessum tíma. Þetta gerist þrátt fyrir að háskólinn hafi gripið til verulegra hertra aðgangstakmarkana með því að leggja af innritun tiltekinna námsbrauta, tekið upp samkeppnispróf ásamt því að setja beinar fjöldatakmarkanir á námsbrautir og velja inn nemendur. Í þeim tilfellum þar sem nemendur hafa verið valdir inn hefur stúdentspróf verið nauðsynlegt skilyrði en í sumum tilfellum var það ekki nægilegt, heldur voru aðrar valdbeytur notaðar til að forgangsraða umsækjendum með stúdentspróf. Með því að stúdentspróf sé nauðsyn, er ekki unnt að taka inn nemendur sem hafa lokið námi á einhverskonar háskólabrú og má því gera ráð fyrir að nemendahópurinn verði einsleitari fyrir vikið. Myndin hér að neðan sýnir þróun nemendafjölda við Háskólann á Akureyri frá árinu 2006 til ársins 2019. Þróun nemendafjölda við HA er því með allt öðrum hætti en þróun nemendafjölda í háskólakerfinu í heild sinni. Þessi aukning hefði orðið mun meiri ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða sem HA hefur notað síðastliðin þrjú ár og er nú ljóst að aðgangstakmarkanir verði enn meiri og harðari fyrir haustið 2020. Vert er að taka fram að árið 2019 bárust háskólanum 2.036 umsóknir en einungis voru 1.485 umsóknir samþykktar. Samþykktarhlutfallið hefur farið úr 92% niður í 73% frá árinu 2013 og er HA því með næst lægsta samþykktarhlutfall af íslenskum háskólum samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í Grænbókinni. Stjórnvöld hafa ekki brugðist við aukinni aðsókn að Háskólanum á Akureyri með fjölgun nemendaígilda og hefur háskólinn því þurft að beita áðurnefndum aðgangstakmörkunum, til þess eins að tryggja gæði náms og kennslu. Það eina jákvæða við þær aðgerðir sem HA hefur gripið til, er það að verið að er tryggja gæði háskólanámsins. Þróunin gengur hins vegar algerlega gegn upprunalegu hugmyndunum um stofnun Háskólans á Akureyri þar sem markmiðið var að auka aðgengi að háskólanámi, sérstaklega fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins. Um 65% nemenda við HA koma frá svæðum utan höfuðborgarinnar og stunda sitt nám frá sinni heimabyggð. Auknar aðgangstakmarkanir við HA eru þvert gegn markmiðum um aukið aðgengi að háskólanámi, sem hefur beinar afleiðingar fyrir þróun íbúðabyggða í landinu öllu. Telja stjórnvöld virkilega eðlilegt að aðgengi að háskólanámi eigi að vera erfiðara fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins? Stúdentafélag Háskólans á Akureyri hefur raunverulegar áhyggjur af því hve illa stjórnvöld hafa brugðist við síðustu ár. Samfélagsleg ábyrgð Háskólans á Akureyri er ekki viðurkennd og er það áhyggjuefni. Umfjöllun um auknar aðgangstakmarkanir við háskólann hafa verið áberandi síðustu ár og þær umfjallanir og aðgerðir sem grípa hefur þurft til vegna aðgerðarleysis stjórnvalda, eru síður en svo einfaldar, aðgerðirnar eru sárar og erfiðar, sérstaklega þegar stjórnvöld kalla eftir fjölgun hjúkrunarfræðinga og þegar sérstakt átak er sett á oddinn varðandi aukningu kennaranema og efling kennaranáms. Miðað við það fjármagn sem veitt er til Háskólans á Akureyri vegna fjölda nemendaígilda er ljóst að grípa þar til mestu aðgangstakmarkanna í sögu háskólans haustið 2020, til þess eins að halda háskólanum á floti og til þess fyrst og fremst, að tryggja gæði náms og kennslu. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og viðurkenna þá samfélagslegu ábyrgð sem Háskólinn á Akureyri raunverulega gegnir með aukinni fjárveitingu og tryggja þannig aðgengi einstaklinga á landsbyggðinni að háskólanámi, með eflingu byggða í huga. Fyrir hönd Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.Höfundur er formaður SHA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að Háskólinn á Akureyri gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki á landsvísu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil. Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér ákveðna sérstöðu hvað varðar sveigjanlegt námsfyrirkomulag, en það hefur orðið til þess að einstaklingar, hvar á landinu sem er, geta sótt sér menntun. Ritrýndar rannsóknarniðurstöður hafa sýnt fram á að nemendur sem geta stundað nám í sinni heimabyggð eru mun líklegri til að starfa þar fimm árum eftir útskrift. Það er því ljóst að ábyrgð Háskólans á Akureyri er mikil þegar kemur að því að tryggja einstaklingum, utan höfuðborgarsvæðisins aðgengi að háskólanámi. Það námsfyrirkomulag sem Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér sérstöðu í, er því gríðarlega mikilvægt fyrir minni byggðarfélög og eflingu þeirra. Innritunartölur háskólanna sýna það glögglega að aðsókn við Háskólann á Akureyri hefur aukist gríðarlega mikið á milli ára. Þrátt fyrir það, hafa fjárveitingar ekki vaxið í samræmi við nemendavöxt. Vegna þess hefur Háskólinn á Akureyri þurft að grípa til aðgangstakmarkana í auknum mæli. Í Grænbók um fjárveitingar til háskóla kemur fram að frá árinu 2013 til 2017 hafi nemendum fækkað í háskólakerfinu í heild sinni. Staðreyndin er hins vegar sú að veruleg fjölgun hefur orðið við Háskólann á Akureyri á þessum tíma. Þetta gerist þrátt fyrir að háskólinn hafi gripið til verulegra hertra aðgangstakmarkana með því að leggja af innritun tiltekinna námsbrauta, tekið upp samkeppnispróf ásamt því að setja beinar fjöldatakmarkanir á námsbrautir og velja inn nemendur. Í þeim tilfellum þar sem nemendur hafa verið valdir inn hefur stúdentspróf verið nauðsynlegt skilyrði en í sumum tilfellum var það ekki nægilegt, heldur voru aðrar valdbeytur notaðar til að forgangsraða umsækjendum með stúdentspróf. Með því að stúdentspróf sé nauðsyn, er ekki unnt að taka inn nemendur sem hafa lokið námi á einhverskonar háskólabrú og má því gera ráð fyrir að nemendahópurinn verði einsleitari fyrir vikið. Myndin hér að neðan sýnir þróun nemendafjölda við Háskólann á Akureyri frá árinu 2006 til ársins 2019. Þróun nemendafjölda við HA er því með allt öðrum hætti en þróun nemendafjölda í háskólakerfinu í heild sinni. Þessi aukning hefði orðið mun meiri ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða sem HA hefur notað síðastliðin þrjú ár og er nú ljóst að aðgangstakmarkanir verði enn meiri og harðari fyrir haustið 2020. Vert er að taka fram að árið 2019 bárust háskólanum 2.036 umsóknir en einungis voru 1.485 umsóknir samþykktar. Samþykktarhlutfallið hefur farið úr 92% niður í 73% frá árinu 2013 og er HA því með næst lægsta samþykktarhlutfall af íslenskum háskólum samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í Grænbókinni. Stjórnvöld hafa ekki brugðist við aukinni aðsókn að Háskólanum á Akureyri með fjölgun nemendaígilda og hefur háskólinn því þurft að beita áðurnefndum aðgangstakmörkunum, til þess eins að tryggja gæði náms og kennslu. Það eina jákvæða við þær aðgerðir sem HA hefur gripið til, er það að verið að er tryggja gæði háskólanámsins. Þróunin gengur hins vegar algerlega gegn upprunalegu hugmyndunum um stofnun Háskólans á Akureyri þar sem markmiðið var að auka aðgengi að háskólanámi, sérstaklega fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins. Um 65% nemenda við HA koma frá svæðum utan höfuðborgarinnar og stunda sitt nám frá sinni heimabyggð. Auknar aðgangstakmarkanir við HA eru þvert gegn markmiðum um aukið aðgengi að háskólanámi, sem hefur beinar afleiðingar fyrir þróun íbúðabyggða í landinu öllu. Telja stjórnvöld virkilega eðlilegt að aðgengi að háskólanámi eigi að vera erfiðara fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins? Stúdentafélag Háskólans á Akureyri hefur raunverulegar áhyggjur af því hve illa stjórnvöld hafa brugðist við síðustu ár. Samfélagsleg ábyrgð Háskólans á Akureyri er ekki viðurkennd og er það áhyggjuefni. Umfjöllun um auknar aðgangstakmarkanir við háskólann hafa verið áberandi síðustu ár og þær umfjallanir og aðgerðir sem grípa hefur þurft til vegna aðgerðarleysis stjórnvalda, eru síður en svo einfaldar, aðgerðirnar eru sárar og erfiðar, sérstaklega þegar stjórnvöld kalla eftir fjölgun hjúkrunarfræðinga og þegar sérstakt átak er sett á oddinn varðandi aukningu kennaranema og efling kennaranáms. Miðað við það fjármagn sem veitt er til Háskólans á Akureyri vegna fjölda nemendaígilda er ljóst að grípa þar til mestu aðgangstakmarkanna í sögu háskólans haustið 2020, til þess eins að halda háskólanum á floti og til þess fyrst og fremst, að tryggja gæði náms og kennslu. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og viðurkenna þá samfélagslegu ábyrgð sem Háskólinn á Akureyri raunverulega gegnir með aukinni fjárveitingu og tryggja þannig aðgengi einstaklinga á landsbyggðinni að háskólanámi, með eflingu byggða í huga. Fyrir hönd Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.Höfundur er formaður SHA
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun