Ákall til stjórnvalda vegna fjárveitinga til Háskólans á Akureyri Sólveig María Árnadóttir skrifar 28. febrúar 2020 17:00 Það er staðreynd að Háskólinn á Akureyri gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki á landsvísu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil. Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér ákveðna sérstöðu hvað varðar sveigjanlegt námsfyrirkomulag, en það hefur orðið til þess að einstaklingar, hvar á landinu sem er, geta sótt sér menntun. Ritrýndar rannsóknarniðurstöður hafa sýnt fram á að nemendur sem geta stundað nám í sinni heimabyggð eru mun líklegri til að starfa þar fimm árum eftir útskrift. Það er því ljóst að ábyrgð Háskólans á Akureyri er mikil þegar kemur að því að tryggja einstaklingum, utan höfuðborgarsvæðisins aðgengi að háskólanámi. Það námsfyrirkomulag sem Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér sérstöðu í, er því gríðarlega mikilvægt fyrir minni byggðarfélög og eflingu þeirra. Innritunartölur háskólanna sýna það glögglega að aðsókn við Háskólann á Akureyri hefur aukist gríðarlega mikið á milli ára. Þrátt fyrir það, hafa fjárveitingar ekki vaxið í samræmi við nemendavöxt. Vegna þess hefur Háskólinn á Akureyri þurft að grípa til aðgangstakmarkana í auknum mæli. Í Grænbók um fjárveitingar til háskóla kemur fram að frá árinu 2013 til 2017 hafi nemendum fækkað í háskólakerfinu í heild sinni. Staðreyndin er hins vegar sú að veruleg fjölgun hefur orðið við Háskólann á Akureyri á þessum tíma. Þetta gerist þrátt fyrir að háskólinn hafi gripið til verulegra hertra aðgangstakmarkana með því að leggja af innritun tiltekinna námsbrauta, tekið upp samkeppnispróf ásamt því að setja beinar fjöldatakmarkanir á námsbrautir og velja inn nemendur. Í þeim tilfellum þar sem nemendur hafa verið valdir inn hefur stúdentspróf verið nauðsynlegt skilyrði en í sumum tilfellum var það ekki nægilegt, heldur voru aðrar valdbeytur notaðar til að forgangsraða umsækjendum með stúdentspróf. Með því að stúdentspróf sé nauðsyn, er ekki unnt að taka inn nemendur sem hafa lokið námi á einhverskonar háskólabrú og má því gera ráð fyrir að nemendahópurinn verði einsleitari fyrir vikið. Myndin hér að neðan sýnir þróun nemendafjölda við Háskólann á Akureyri frá árinu 2006 til ársins 2019. Þróun nemendafjölda við HA er því með allt öðrum hætti en þróun nemendafjölda í háskólakerfinu í heild sinni. Þessi aukning hefði orðið mun meiri ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða sem HA hefur notað síðastliðin þrjú ár og er nú ljóst að aðgangstakmarkanir verði enn meiri og harðari fyrir haustið 2020. Vert er að taka fram að árið 2019 bárust háskólanum 2.036 umsóknir en einungis voru 1.485 umsóknir samþykktar. Samþykktarhlutfallið hefur farið úr 92% niður í 73% frá árinu 2013 og er HA því með næst lægsta samþykktarhlutfall af íslenskum háskólum samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í Grænbókinni. Stjórnvöld hafa ekki brugðist við aukinni aðsókn að Háskólanum á Akureyri með fjölgun nemendaígilda og hefur háskólinn því þurft að beita áðurnefndum aðgangstakmörkunum, til þess eins að tryggja gæði náms og kennslu. Það eina jákvæða við þær aðgerðir sem HA hefur gripið til, er það að verið að er tryggja gæði háskólanámsins. Þróunin gengur hins vegar algerlega gegn upprunalegu hugmyndunum um stofnun Háskólans á Akureyri þar sem markmiðið var að auka aðgengi að háskólanámi, sérstaklega fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins. Um 65% nemenda við HA koma frá svæðum utan höfuðborgarinnar og stunda sitt nám frá sinni heimabyggð. Auknar aðgangstakmarkanir við HA eru þvert gegn markmiðum um aukið aðgengi að háskólanámi, sem hefur beinar afleiðingar fyrir þróun íbúðabyggða í landinu öllu. Telja stjórnvöld virkilega eðlilegt að aðgengi að háskólanámi eigi að vera erfiðara fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins? Stúdentafélag Háskólans á Akureyri hefur raunverulegar áhyggjur af því hve illa stjórnvöld hafa brugðist við síðustu ár. Samfélagsleg ábyrgð Háskólans á Akureyri er ekki viðurkennd og er það áhyggjuefni. Umfjöllun um auknar aðgangstakmarkanir við háskólann hafa verið áberandi síðustu ár og þær umfjallanir og aðgerðir sem grípa hefur þurft til vegna aðgerðarleysis stjórnvalda, eru síður en svo einfaldar, aðgerðirnar eru sárar og erfiðar, sérstaklega þegar stjórnvöld kalla eftir fjölgun hjúkrunarfræðinga og þegar sérstakt átak er sett á oddinn varðandi aukningu kennaranema og efling kennaranáms. Miðað við það fjármagn sem veitt er til Háskólans á Akureyri vegna fjölda nemendaígilda er ljóst að grípa þar til mestu aðgangstakmarkanna í sögu háskólans haustið 2020, til þess eins að halda háskólanum á floti og til þess fyrst og fremst, að tryggja gæði náms og kennslu. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og viðurkenna þá samfélagslegu ábyrgð sem Háskólinn á Akureyri raunverulega gegnir með aukinni fjárveitingu og tryggja þannig aðgengi einstaklinga á landsbyggðinni að háskólanámi, með eflingu byggða í huga. Fyrir hönd Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.Höfundur er formaður SHA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að Háskólinn á Akureyri gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki á landsvísu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil. Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér ákveðna sérstöðu hvað varðar sveigjanlegt námsfyrirkomulag, en það hefur orðið til þess að einstaklingar, hvar á landinu sem er, geta sótt sér menntun. Ritrýndar rannsóknarniðurstöður hafa sýnt fram á að nemendur sem geta stundað nám í sinni heimabyggð eru mun líklegri til að starfa þar fimm árum eftir útskrift. Það er því ljóst að ábyrgð Háskólans á Akureyri er mikil þegar kemur að því að tryggja einstaklingum, utan höfuðborgarsvæðisins aðgengi að háskólanámi. Það námsfyrirkomulag sem Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér sérstöðu í, er því gríðarlega mikilvægt fyrir minni byggðarfélög og eflingu þeirra. Innritunartölur háskólanna sýna það glögglega að aðsókn við Háskólann á Akureyri hefur aukist gríðarlega mikið á milli ára. Þrátt fyrir það, hafa fjárveitingar ekki vaxið í samræmi við nemendavöxt. Vegna þess hefur Háskólinn á Akureyri þurft að grípa til aðgangstakmarkana í auknum mæli. Í Grænbók um fjárveitingar til háskóla kemur fram að frá árinu 2013 til 2017 hafi nemendum fækkað í háskólakerfinu í heild sinni. Staðreyndin er hins vegar sú að veruleg fjölgun hefur orðið við Háskólann á Akureyri á þessum tíma. Þetta gerist þrátt fyrir að háskólinn hafi gripið til verulegra hertra aðgangstakmarkana með því að leggja af innritun tiltekinna námsbrauta, tekið upp samkeppnispróf ásamt því að setja beinar fjöldatakmarkanir á námsbrautir og velja inn nemendur. Í þeim tilfellum þar sem nemendur hafa verið valdir inn hefur stúdentspróf verið nauðsynlegt skilyrði en í sumum tilfellum var það ekki nægilegt, heldur voru aðrar valdbeytur notaðar til að forgangsraða umsækjendum með stúdentspróf. Með því að stúdentspróf sé nauðsyn, er ekki unnt að taka inn nemendur sem hafa lokið námi á einhverskonar háskólabrú og má því gera ráð fyrir að nemendahópurinn verði einsleitari fyrir vikið. Myndin hér að neðan sýnir þróun nemendafjölda við Háskólann á Akureyri frá árinu 2006 til ársins 2019. Þróun nemendafjölda við HA er því með allt öðrum hætti en þróun nemendafjölda í háskólakerfinu í heild sinni. Þessi aukning hefði orðið mun meiri ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða sem HA hefur notað síðastliðin þrjú ár og er nú ljóst að aðgangstakmarkanir verði enn meiri og harðari fyrir haustið 2020. Vert er að taka fram að árið 2019 bárust háskólanum 2.036 umsóknir en einungis voru 1.485 umsóknir samþykktar. Samþykktarhlutfallið hefur farið úr 92% niður í 73% frá árinu 2013 og er HA því með næst lægsta samþykktarhlutfall af íslenskum háskólum samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í Grænbókinni. Stjórnvöld hafa ekki brugðist við aukinni aðsókn að Háskólanum á Akureyri með fjölgun nemendaígilda og hefur háskólinn því þurft að beita áðurnefndum aðgangstakmörkunum, til þess eins að tryggja gæði náms og kennslu. Það eina jákvæða við þær aðgerðir sem HA hefur gripið til, er það að verið að er tryggja gæði háskólanámsins. Þróunin gengur hins vegar algerlega gegn upprunalegu hugmyndunum um stofnun Háskólans á Akureyri þar sem markmiðið var að auka aðgengi að háskólanámi, sérstaklega fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins. Um 65% nemenda við HA koma frá svæðum utan höfuðborgarinnar og stunda sitt nám frá sinni heimabyggð. Auknar aðgangstakmarkanir við HA eru þvert gegn markmiðum um aukið aðgengi að háskólanámi, sem hefur beinar afleiðingar fyrir þróun íbúðabyggða í landinu öllu. Telja stjórnvöld virkilega eðlilegt að aðgengi að háskólanámi eigi að vera erfiðara fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins? Stúdentafélag Háskólans á Akureyri hefur raunverulegar áhyggjur af því hve illa stjórnvöld hafa brugðist við síðustu ár. Samfélagsleg ábyrgð Háskólans á Akureyri er ekki viðurkennd og er það áhyggjuefni. Umfjöllun um auknar aðgangstakmarkanir við háskólann hafa verið áberandi síðustu ár og þær umfjallanir og aðgerðir sem grípa hefur þurft til vegna aðgerðarleysis stjórnvalda, eru síður en svo einfaldar, aðgerðirnar eru sárar og erfiðar, sérstaklega þegar stjórnvöld kalla eftir fjölgun hjúkrunarfræðinga og þegar sérstakt átak er sett á oddinn varðandi aukningu kennaranema og efling kennaranáms. Miðað við það fjármagn sem veitt er til Háskólans á Akureyri vegna fjölda nemendaígilda er ljóst að grípa þar til mestu aðgangstakmarkanna í sögu háskólans haustið 2020, til þess eins að halda háskólanum á floti og til þess fyrst og fremst, að tryggja gæði náms og kennslu. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og viðurkenna þá samfélagslegu ábyrgð sem Háskólinn á Akureyri raunverulega gegnir með aukinni fjárveitingu og tryggja þannig aðgengi einstaklinga á landsbyggðinni að háskólanámi, með eflingu byggða í huga. Fyrir hönd Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.Höfundur er formaður SHA
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun