Meira en 25 milljónir hafa dáðst á samanburðinum á troðslum Kobe og LeBron Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 14:00 Gegguð mynd af umræddri troðslu LeBron James. Getty/Andrew D. Bernstein Sama íþróttahöll, sama lið, sama karfa. Nítján ár á milli. Troðsla LeBron James í leik með Los Angeles Lakers á móti Houston Rockets á dögunum varð enn merkilegri þegar glöggir menn fundu gamla troðslu með Kobe Bryant. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmum tveimur vikum síðan og síðan hefur bandaríska þjóðin og allur íþróttaheimurinn syrgt og heiðrað minningu þessa magnaða körfuboltamanns. LeBron James hefur sjálfur gert það margoft síðan, bæði í orðum og verki, en í þessum leik á móti Houston Rockets gerði hann það á mjög táknrænan hátt. Troðsla Kobe Bryant var frá leik Los Angeles Lakers í Staples Center 18. nóvember 2001 en liðið mætti þá Sacramento Kings. Í báðum troðslum vann Los Angeles Lakers liðið boltann og í báðum tilfellum fengu þeir Kobe Bryant og LeBron James beina leið upp að körfunni. Troðsla James var nákvæmlega eins og sú hjá Kobe eins og sjá má hér fyrir neðan. Same arena. Same basket. Same dunk. 19 years apart. pic.twitter.com/fj7HRmqv3c— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 8, 2020 LeBron James sagðist þó ekki hafa farið inn í leikinn á móti Houston Rockets með það markmið að leika þessa troðslu eftir en viðurkenndi þó að hann hafi séð þessa Kobe Bryant troðslu mjög oft á sínum tuttugu ára ferli í NBA. „Ég tók ekki ákvörðun um hvað ég ætlaði að gera fyrr en í stökk upp. Ég stökk upp og þá skaut niður í huga minn hversu klikkað væri að gera alveg eins troðslu og Kobe,“ sagði LeBron James. „Okkar frábæra samfélagsmiðla lið setti þetta saman og ég hugsaði: Þetta er virkilega, virkilega gott hjá þeim,“ sagði James. Það hafa fleiri en 25 milljónir manna horft á myndbandið á Twitter-reikningi Los Angeles Lakers og það er því óhætt að segja að þetta samanburðarmyndband hafi slegið í gegn. “Kobe is in all of us right now.”@KingJames shares his thoughts on his identical dunk with Kobe Bryant. pic.twitter.com/KfB97eWX3q— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 9, 2020 LeBron James rifjaði líka upp gamla körfuboltamynd í viðtölum eftir næsta leik á eftir þegar myndbandið var farið á flug á netmiðlum. „Hefur þú séð myndina „The 6th Man,“ spurði LeBron James og bætti við: „Kobe kom niður, fór inn í líkamann minn og gaf mér þessa troðslu í hraðaupphlaupinu,“ sagði LeBron James. Körfuboltamyndin „The 6th Man“ eða „Sjötti maðurinn“ er frá árinu 1997 og var með þá Marlon Wayans og Kadeem Hardison í aðalhlutverkum. Persóna Hardison, Antoine Tyler, deyr eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik en snýr aftur til jarðar til þess að hjálpa bróður hans, Kenny Tyler, leikinn af Wayans og liði þeirra. NBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
Sama íþróttahöll, sama lið, sama karfa. Nítján ár á milli. Troðsla LeBron James í leik með Los Angeles Lakers á móti Houston Rockets á dögunum varð enn merkilegri þegar glöggir menn fundu gamla troðslu með Kobe Bryant. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmum tveimur vikum síðan og síðan hefur bandaríska þjóðin og allur íþróttaheimurinn syrgt og heiðrað minningu þessa magnaða körfuboltamanns. LeBron James hefur sjálfur gert það margoft síðan, bæði í orðum og verki, en í þessum leik á móti Houston Rockets gerði hann það á mjög táknrænan hátt. Troðsla Kobe Bryant var frá leik Los Angeles Lakers í Staples Center 18. nóvember 2001 en liðið mætti þá Sacramento Kings. Í báðum troðslum vann Los Angeles Lakers liðið boltann og í báðum tilfellum fengu þeir Kobe Bryant og LeBron James beina leið upp að körfunni. Troðsla James var nákvæmlega eins og sú hjá Kobe eins og sjá má hér fyrir neðan. Same arena. Same basket. Same dunk. 19 years apart. pic.twitter.com/fj7HRmqv3c— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 8, 2020 LeBron James sagðist þó ekki hafa farið inn í leikinn á móti Houston Rockets með það markmið að leika þessa troðslu eftir en viðurkenndi þó að hann hafi séð þessa Kobe Bryant troðslu mjög oft á sínum tuttugu ára ferli í NBA. „Ég tók ekki ákvörðun um hvað ég ætlaði að gera fyrr en í stökk upp. Ég stökk upp og þá skaut niður í huga minn hversu klikkað væri að gera alveg eins troðslu og Kobe,“ sagði LeBron James. „Okkar frábæra samfélagsmiðla lið setti þetta saman og ég hugsaði: Þetta er virkilega, virkilega gott hjá þeim,“ sagði James. Það hafa fleiri en 25 milljónir manna horft á myndbandið á Twitter-reikningi Los Angeles Lakers og það er því óhætt að segja að þetta samanburðarmyndband hafi slegið í gegn. “Kobe is in all of us right now.”@KingJames shares his thoughts on his identical dunk with Kobe Bryant. pic.twitter.com/KfB97eWX3q— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 9, 2020 LeBron James rifjaði líka upp gamla körfuboltamynd í viðtölum eftir næsta leik á eftir þegar myndbandið var farið á flug á netmiðlum. „Hefur þú séð myndina „The 6th Man,“ spurði LeBron James og bætti við: „Kobe kom niður, fór inn í líkamann minn og gaf mér þessa troðslu í hraðaupphlaupinu,“ sagði LeBron James. Körfuboltamyndin „The 6th Man“ eða „Sjötti maðurinn“ er frá árinu 1997 og var með þá Marlon Wayans og Kadeem Hardison í aðalhlutverkum. Persóna Hardison, Antoine Tyler, deyr eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik en snýr aftur til jarðar til þess að hjálpa bróður hans, Kenny Tyler, leikinn af Wayans og liði þeirra.
NBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira