Treystu sér ekki til að ala transbarn sitt upp í Eyjum Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2020 15:53 Magnús og Dagný segja Eyjar harðkjarnasamfélag og þau vildu ekki hætta á að ala Alex son sinn upp þar. Foreldrar transbarns treystu sér ekki til að ala það upp í því „harðkjarnasamfélagi“ sem Vestmannaeyjar eru. Þetta kom fram í þættinum Transbörn sem eru á dagskrá Stöðvar 2. Alex Grétar Magnússon, sem er transbarn, fæddist drengur í líkama stúlku, ólst upp fyrstu árin í Vestmannaeyjum. Magnús Valgeirsson faðir hans er Eyjamaður í húð og hár og Dagný Sjöfn Guðmundsdóttir hafði búið þar í áratugi. Fjölskyldan ber sterkar taugar til Eyja, en tók engu að síður ákvörðun um að flytja. Fyrir son sinn. Eyjar ekki staður fyrir transbarn að alast upp í „Við erum náttúrlega búin að búa alla okkar tíð í Eyjum. Það er svolítið svona, harðkjarnasamfélag. Og mig langaði ekki til þess að hann myndi alast upp alla sína hunds- og kattartíð þar. Þó að það sé mjög gott að vera þar,“ segir Magnús. Dagný bætir því við að þau hafi í það minnsta ekki viljað „taka sénsinn,“ eins og hún orðar það. „Okkur fannst það ekki vera staðurinn fyrir börn sem eru aðeins öðruvísi. Þannig að þarna tókum við ákvörðun um að flytja bara,“ segir Magnús. Þau fluttu til Njarðvíkur. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og hún segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir þessu þegar hún horfði á þáttinn. Og fundist leitt að heyra. „Mér fannst ekki gaman að heyra þetta en ég tók þetta samt ekki nærri mér,“ segir Íris. Hún þekkir bæði Magnús og Dagnýju ágætlega og segist virða þeirra ákvörðun og efist ekki um að þau hafi tekið hana með velferð barns síns í huga. Finnst leitt að heyra þetta „Að sjálfsögðu. Og ekki mitt að meta. En, það eru fjögur ár síðan þau fluttu og samfélagið hefur breyst ótrúlega mikið,“ segir Íris en vill þó taka fram að hún sé ekki endilega með því að segja að samfélagið hafi verið þetta harðkjarnasamfélag sem Magnús segir. Gegnsýrt eineltistilburðum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum segir að sér hafi þótt leitt að heyra af því að foreldar Alex hafi ekki treyst sér til að ala drenginn upp í Eyjum. En hún virði að sjálfsögðu ákvörðun þeirra. „En, mér fannst leiðinlegt að heyra þetta. Fólk tekur aldrei svona ákvarðanir léttvægt. Ég er viss um að það hefur kosti og galla að búa í litlum samfélögum. Ég veit hversu dásamleg þau bæði eru og þau hafa tekið þessa ákvörðun með hag barnsins fyrir brjósti að vel athugðu máli.“ Íris fylgdist með þættinum í gær eins og áður sagði og segir þau hafa komið einstaklega vel fyrir þar. „Þau voru flott í gær og það lýsir miklu hugrekki hjá þessu fólki öllu að standa svona upp,“ segir bæjarstjórinn. Og hefur það meðal annars til marks um að samfélagið allt sé að breytast mikið, sem betur fer og þá í átt til aukins umburðarlyndis og fordómaleysis. Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Foreldrar transbarns treystu sér ekki til að ala það upp í því „harðkjarnasamfélagi“ sem Vestmannaeyjar eru. Þetta kom fram í þættinum Transbörn sem eru á dagskrá Stöðvar 2. Alex Grétar Magnússon, sem er transbarn, fæddist drengur í líkama stúlku, ólst upp fyrstu árin í Vestmannaeyjum. Magnús Valgeirsson faðir hans er Eyjamaður í húð og hár og Dagný Sjöfn Guðmundsdóttir hafði búið þar í áratugi. Fjölskyldan ber sterkar taugar til Eyja, en tók engu að síður ákvörðun um að flytja. Fyrir son sinn. Eyjar ekki staður fyrir transbarn að alast upp í „Við erum náttúrlega búin að búa alla okkar tíð í Eyjum. Það er svolítið svona, harðkjarnasamfélag. Og mig langaði ekki til þess að hann myndi alast upp alla sína hunds- og kattartíð þar. Þó að það sé mjög gott að vera þar,“ segir Magnús. Dagný bætir því við að þau hafi í það minnsta ekki viljað „taka sénsinn,“ eins og hún orðar það. „Okkur fannst það ekki vera staðurinn fyrir börn sem eru aðeins öðruvísi. Þannig að þarna tókum við ákvörðun um að flytja bara,“ segir Magnús. Þau fluttu til Njarðvíkur. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og hún segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir þessu þegar hún horfði á þáttinn. Og fundist leitt að heyra. „Mér fannst ekki gaman að heyra þetta en ég tók þetta samt ekki nærri mér,“ segir Íris. Hún þekkir bæði Magnús og Dagnýju ágætlega og segist virða þeirra ákvörðun og efist ekki um að þau hafi tekið hana með velferð barns síns í huga. Finnst leitt að heyra þetta „Að sjálfsögðu. Og ekki mitt að meta. En, það eru fjögur ár síðan þau fluttu og samfélagið hefur breyst ótrúlega mikið,“ segir Íris en vill þó taka fram að hún sé ekki endilega með því að segja að samfélagið hafi verið þetta harðkjarnasamfélag sem Magnús segir. Gegnsýrt eineltistilburðum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum segir að sér hafi þótt leitt að heyra af því að foreldar Alex hafi ekki treyst sér til að ala drenginn upp í Eyjum. En hún virði að sjálfsögðu ákvörðun þeirra. „En, mér fannst leiðinlegt að heyra þetta. Fólk tekur aldrei svona ákvarðanir léttvægt. Ég er viss um að það hefur kosti og galla að búa í litlum samfélögum. Ég veit hversu dásamleg þau bæði eru og þau hafa tekið þessa ákvörðun með hag barnsins fyrir brjósti að vel athugðu máli.“ Íris fylgdist með þættinum í gær eins og áður sagði og segir þau hafa komið einstaklega vel fyrir þar. „Þau voru flott í gær og það lýsir miklu hugrekki hjá þessu fólki öllu að standa svona upp,“ segir bæjarstjórinn. Og hefur það meðal annars til marks um að samfélagið allt sé að breytast mikið, sem betur fer og þá í átt til aukins umburðarlyndis og fordómaleysis.
Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00