Níu barna faðir úr NFL-deildinni að leita sér að nýju liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 22:30 Philip Rivers hefur tekið inn tæpa 28 milljarða íslenskra króna í laun á sínum ferli. Getty/ David Eulitt Philip Rivers tilkynnti í gær að sextán ára tíma hans með Chargers liðinu sé á enda og að hann sé að leita sér að nýju félagi fyrir næsta tímabil í NFL-deildinni. Philip Rivers hefur spilað með Los Angeles Chargers frá árinu 2004 en lengst af tímanum þá hét liðið þó San Diego Chargers. Rivers á næstum því öll leikstjórnendametin í sögu Chargers en leikmenn liðsins hafa meðal annars skorað 397 snertimörk eftir sendingar frá honum. Philip Rivers to enter free agency, ending 16-year career with Chargers https://t.co/U0y86LpRQG— Guardian sport (@guardian_sport) February 10, 2020 Tímabilið 2019 voru viss vonbrigði fyrir Rivers þar sem hann kastaði boltanum tuttugu sinnum frá sér á móti aðeins 23 snertimarkssendingum. Los Angeles Chargers vildi því fá inn nýjan mann í þessa mikilvægu leikstöðu. Philip Rivers er orðinn 38 ára gamall en hann er ekki tilbúinn að setja skóna sína upp á hillu og ætlar að leita sér að nýju liði fyrir 2020 tímabilið. Þegar Chargers flutti frá San Diego til Los Angeles fyrir tæpum fjórum árum þá ákvað Philip Rivers að halda áfram heimili í San Diego en keyra sjálfur á milli. Það var kannski ekkert skrýtið enda með átta börn og flest þeirra á skólaaldri. Rivers og kona hans Tiffany Rivers hafa síðan bætt níunda barninu við en það var stúlka sem fékk nafnið Anna. Fyrir áttu þau Halle (16 ára), Caroline (13), Grace (12), Gunner (10), Sarah (8), Peter (7), Rebecca (5) og Clare (3). Fjölskyldan flutti frá San Diego til Flórída í desember og það er líklegast að Rivers reyni að finna sér lið þar nálægt. Atvinnuleysi pabbans mun þó ekki hafa teljanleg áhrif á peningastöðu heimilisins enda Philip Rivers búinn að fá 218,9 milljón Bandaríkjadala í laun á ferlinum eða tæpa 28 milljarða íslenskra króna. The end of an era. After 16 years, Philip Rivers and the Chargers have mutually agreed to part ways. (via @Chargers) pic.twitter.com/jbEYwuU7Dr— ESPN (@espn) February 10, 2020 Það eru fleiri leikstjórnendur sem eru mögulega með lausan samning í sumar en það eru kappar eins og Drew Brees, Tom Brady, Jameis Winston og Teddy Bridgewater. Liðin sem vantar leikstjórnanda ættu því að hafa úr nógu að velja ef þeir vilja reynslubolta sem kunna vel á NFL-deildina. Lið sem gætu mögulega fengið til sín eru Tampa Bay Buccaneers og Carolina Panthers. NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Handbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Sjá meira
Philip Rivers tilkynnti í gær að sextán ára tíma hans með Chargers liðinu sé á enda og að hann sé að leita sér að nýju félagi fyrir næsta tímabil í NFL-deildinni. Philip Rivers hefur spilað með Los Angeles Chargers frá árinu 2004 en lengst af tímanum þá hét liðið þó San Diego Chargers. Rivers á næstum því öll leikstjórnendametin í sögu Chargers en leikmenn liðsins hafa meðal annars skorað 397 snertimörk eftir sendingar frá honum. Philip Rivers to enter free agency, ending 16-year career with Chargers https://t.co/U0y86LpRQG— Guardian sport (@guardian_sport) February 10, 2020 Tímabilið 2019 voru viss vonbrigði fyrir Rivers þar sem hann kastaði boltanum tuttugu sinnum frá sér á móti aðeins 23 snertimarkssendingum. Los Angeles Chargers vildi því fá inn nýjan mann í þessa mikilvægu leikstöðu. Philip Rivers er orðinn 38 ára gamall en hann er ekki tilbúinn að setja skóna sína upp á hillu og ætlar að leita sér að nýju liði fyrir 2020 tímabilið. Þegar Chargers flutti frá San Diego til Los Angeles fyrir tæpum fjórum árum þá ákvað Philip Rivers að halda áfram heimili í San Diego en keyra sjálfur á milli. Það var kannski ekkert skrýtið enda með átta börn og flest þeirra á skólaaldri. Rivers og kona hans Tiffany Rivers hafa síðan bætt níunda barninu við en það var stúlka sem fékk nafnið Anna. Fyrir áttu þau Halle (16 ára), Caroline (13), Grace (12), Gunner (10), Sarah (8), Peter (7), Rebecca (5) og Clare (3). Fjölskyldan flutti frá San Diego til Flórída í desember og það er líklegast að Rivers reyni að finna sér lið þar nálægt. Atvinnuleysi pabbans mun þó ekki hafa teljanleg áhrif á peningastöðu heimilisins enda Philip Rivers búinn að fá 218,9 milljón Bandaríkjadala í laun á ferlinum eða tæpa 28 milljarða íslenskra króna. The end of an era. After 16 years, Philip Rivers and the Chargers have mutually agreed to part ways. (via @Chargers) pic.twitter.com/jbEYwuU7Dr— ESPN (@espn) February 10, 2020 Það eru fleiri leikstjórnendur sem eru mögulega með lausan samning í sumar en það eru kappar eins og Drew Brees, Tom Brady, Jameis Winston og Teddy Bridgewater. Liðin sem vantar leikstjórnanda ættu því að hafa úr nógu að velja ef þeir vilja reynslubolta sem kunna vel á NFL-deildina. Lið sem gætu mögulega fengið til sín eru Tampa Bay Buccaneers og Carolina Panthers.
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Handbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Sjá meira