Þýfi andvirði milljóna króna á heimili Hringbrautarþjófsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2020 15:04 Hringbraut greindi frá þjófnaðinum. Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir ýmis brot. Þeirra á meðal er þjófnaður á sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem á þeim tíma var staðsett við Eiðistorg. Karlmaðurinn játaði í héraðsdómi að hafa helgin 2. til 4. september 2017 brotist inn í húsnæði sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar að Eiðistorgi 11 í félagi við óþekktan mann og stolið þaðan tölvu- og myndavélabúnaði að áætluðu verðmæti 2,6 milljónir króna. Hringbraut fjallaði um þjófnað á búnaðnum á vefsíðu sinni á sínum tíma þar sem fram kom að um væri að ræða sjónvarpsskjái, tölvuskjái, kvikmyndatökuvélar og annan mikilvægan búnað. Verðmætið var að mati forsvarsmanna Hringbrautar um þrjár milljónir króna. „Ljóst er að tjón hennar hefði orðið mikið ef lögreglan hefði ekki sýnt jafn mikið snarræði í málinu og raun ber vitni,“ sagði í frétt Hringbrautar. Starfsfólki væri stórum létt. 1,8 milljóna króna armbandsúr Var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa flutt þýfið á heimili sitt í Reykjavík, falið það þar og geymt þar til það fannst við húsleit lögreglu þann 5. september. Þá var hann sömuleiðis ákærður fyrir hylmingu með því að hafa um nokkurt skeið, eða þar til lögregla greip til fyrrnefndrar húsleitar, tekið við og haft í vörslum sínum í félagi við annan mann muni að verðmæti 2,5 milljónir króna. Var um að ræða Cartier armbandsúr að verðmæti 1,8 milljónir króna, þrjá silfurhringi að verðmæti 250 þúsund krónur, Lenovo fartölvu að verðmæti 130 þúsund krónur og Macbook pro fartölvu að verðmæti 300 þúsund krónur. Auk þess var maðurinn dæmdur fyrir að hafa haft í vörslum sínum 65 grömm af maríjúana. Karlmaðurinn á sex refsidóma að baki. Við ákvörðun refsingu var litið til þess að tvö ár væru liðin frá því að hann framdi brotin, hann hefði játað og dráttur málsins ekki honum að kenna. Þótti 30 daga fangelsisvist hæfileg refsing. Dómsmál Fjölmiðlar Lögreglumál Seltjarnarnes Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir ýmis brot. Þeirra á meðal er þjófnaður á sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem á þeim tíma var staðsett við Eiðistorg. Karlmaðurinn játaði í héraðsdómi að hafa helgin 2. til 4. september 2017 brotist inn í húsnæði sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar að Eiðistorgi 11 í félagi við óþekktan mann og stolið þaðan tölvu- og myndavélabúnaði að áætluðu verðmæti 2,6 milljónir króna. Hringbraut fjallaði um þjófnað á búnaðnum á vefsíðu sinni á sínum tíma þar sem fram kom að um væri að ræða sjónvarpsskjái, tölvuskjái, kvikmyndatökuvélar og annan mikilvægan búnað. Verðmætið var að mati forsvarsmanna Hringbrautar um þrjár milljónir króna. „Ljóst er að tjón hennar hefði orðið mikið ef lögreglan hefði ekki sýnt jafn mikið snarræði í málinu og raun ber vitni,“ sagði í frétt Hringbrautar. Starfsfólki væri stórum létt. 1,8 milljóna króna armbandsúr Var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa flutt þýfið á heimili sitt í Reykjavík, falið það þar og geymt þar til það fannst við húsleit lögreglu þann 5. september. Þá var hann sömuleiðis ákærður fyrir hylmingu með því að hafa um nokkurt skeið, eða þar til lögregla greip til fyrrnefndrar húsleitar, tekið við og haft í vörslum sínum í félagi við annan mann muni að verðmæti 2,5 milljónir króna. Var um að ræða Cartier armbandsúr að verðmæti 1,8 milljónir króna, þrjá silfurhringi að verðmæti 250 þúsund krónur, Lenovo fartölvu að verðmæti 130 þúsund krónur og Macbook pro fartölvu að verðmæti 300 þúsund krónur. Auk þess var maðurinn dæmdur fyrir að hafa haft í vörslum sínum 65 grömm af maríjúana. Karlmaðurinn á sex refsidóma að baki. Við ákvörðun refsingu var litið til þess að tvö ár væru liðin frá því að hann framdi brotin, hann hefði játað og dráttur málsins ekki honum að kenna. Þótti 30 daga fangelsisvist hæfileg refsing.
Dómsmál Fjölmiðlar Lögreglumál Seltjarnarnes Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira