Sagði Luka Doncic að gefa dómaranum eiginhandaráritun eftir leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 18:00 Luka Doncic var frábær í leiknum en þjálfari Sacramento þótti hann fá fullmikið hjá dómurum leiksins. Getty/Ronald Martinez Luke Walton, þjálfari Sacramento Kings í NBA-deildinni, varð sér til skammar með orðum sínum í leik á móti Dallas Mavericks í nótt. Dallas Mavericks vann leikinn örugglegha 130-111 og hefur nú unnið jafnmarga leiki (33) og Sacramento Kings hefur tapað (33). Luke Walton var að væla undan dómurum og hélt því fram að Slóveninn frábæri, Luka Doncic, væri að fá einhverja sérmeðferð hjá þeim. Walton hafði fengið tæknivillu fyrir mótmæli og í stað þess að halda áfram að nöldra í dómaranum þá beindi hann orðum sínum að Luka Doncic. Á myndbandsupptöku frá atvikinu sést hvað hann sagði við Slóvenann. „Heyrðu Luka. Gerðu mér greiða og gefðu honum eiginhandaráritunina þína eftir leikinn,“ sagði Luke Walton og benti á einn dómarann. „Hann er aðdáandi þinn,“ bætti Walton við. Kings coach Luke Walton after picking up a technical in the 3rd quarter, calls over to Luka Doncic and says: "Hey Luka, do me a favor, give him your autograph after the game. (points at official) - He's a fan, he's a fan of yours." pic.twitter.com/HU1SQ5oQe7— Sean Cunningham (@SeanCunningham) February 13, 2020 Luka Doncic svaraði ekki þjálfara Sacramento Kings í orðum en gerði það aftur á móti inn á vellinum. Doncic endaði leikinn með 33 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Eftir atvikið starði hann á Luke Walton eftir hverja körfu. Þetta var fyrsti leikur Luka Doncic eftir meiðsli en hann hafði misst af sjö leikjum Dallas Mavericks í röð. Luke Walton stóð síðan ekki við stóru orðin eftir leikinn og þóttist ekkert hafa sagt við Luka Doncic. Luke Walton denies talking trash to Luka Doncic. #MFFL#Mavspic.twitter.com/PvBbE7s7Fc— Mavs Nation (@MavsNationCP) February 13, 2020 NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Luke Walton, þjálfari Sacramento Kings í NBA-deildinni, varð sér til skammar með orðum sínum í leik á móti Dallas Mavericks í nótt. Dallas Mavericks vann leikinn örugglegha 130-111 og hefur nú unnið jafnmarga leiki (33) og Sacramento Kings hefur tapað (33). Luke Walton var að væla undan dómurum og hélt því fram að Slóveninn frábæri, Luka Doncic, væri að fá einhverja sérmeðferð hjá þeim. Walton hafði fengið tæknivillu fyrir mótmæli og í stað þess að halda áfram að nöldra í dómaranum þá beindi hann orðum sínum að Luka Doncic. Á myndbandsupptöku frá atvikinu sést hvað hann sagði við Slóvenann. „Heyrðu Luka. Gerðu mér greiða og gefðu honum eiginhandaráritunina þína eftir leikinn,“ sagði Luke Walton og benti á einn dómarann. „Hann er aðdáandi þinn,“ bætti Walton við. Kings coach Luke Walton after picking up a technical in the 3rd quarter, calls over to Luka Doncic and says: "Hey Luka, do me a favor, give him your autograph after the game. (points at official) - He's a fan, he's a fan of yours." pic.twitter.com/HU1SQ5oQe7— Sean Cunningham (@SeanCunningham) February 13, 2020 Luka Doncic svaraði ekki þjálfara Sacramento Kings í orðum en gerði það aftur á móti inn á vellinum. Doncic endaði leikinn með 33 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Eftir atvikið starði hann á Luke Walton eftir hverja körfu. Þetta var fyrsti leikur Luka Doncic eftir meiðsli en hann hafði misst af sjö leikjum Dallas Mavericks í röð. Luke Walton stóð síðan ekki við stóru orðin eftir leikinn og þóttist ekkert hafa sagt við Luka Doncic. Luke Walton denies talking trash to Luka Doncic. #MFFL#Mavspic.twitter.com/PvBbE7s7Fc— Mavs Nation (@MavsNationCP) February 13, 2020
NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira