Stefnir í deilur milli Bandaríkjanna og Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2020 15:59 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og forsvarsmenn utanríkisstefnu Bandaríkjanna efast um að þeir geti reitt sig á stuðning Evrópu þegar kemur að áherslum Donald Trump, forseta. Einnig þykja líkur á viðskiptastríði milli Bandaríkjanna og Evrópu hafa aukast. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mark Esper, varnarmálaráðherra, munu leiða hóp erindreka Bandaríkjanna í Þýskalandi um helgina. Tvö markmið eru þeim fremst í huga. Það fyrra er að fá ríki Evrópu til að styðja refsiaðgerðir gegn Íran í kjölfar þess að Trump tók einhliða ákvörðun um að draga Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða frá 2015, og að koma í veg fyrir að kínverska tæknifyrirtækinu Huawei verði veittur aðgangur að grunninnviðum samskiptakerfa Evrópu. Þar að auki munu Pompeo og Esper funda með Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um mögulegan friðarsáttmála við Talibana. Evrópa hefur þó litla aðkomu að því máli, enn sem komið er í það minnsta. Trump-liðar eru pirraðir yfir trega Evrópuríkja til að fylgja Bandaríkjunum eftir varðandi kjarnorkusamkomulagið við Íran og beita Írani viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Þess í stað hafa Evrópuríkin sem komu að samkomulaginu og vilja bjarga því, beitt sérstöku deiluákvæði í samkomulaginu sem gæti tekið marga mánuði að leysa úr. Íranar hafa þegar brotið gegn einhverjum ákvæðum samkomulagins og eru til dæmis farnir að auðga meira úran en þeir mega, miðað við samkomulagið. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Trump er þeirrar skoðunar að samkomulagið hafi ekki verið nægilega gott og vill hann þvinga Íran aftur að samningaborðinu og fá leiðtoga ríkisins til að skrifa undir nýtt samkomulag sem bindur hendur þeirra frekar. Vill hann þvinga bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu til að fylgja sér eftir. Einnig þykir líklegt að málefni Huawei muni valda deilum á ráðstefnunni en Evrópa hefur ekki tekið vel í áköll Bandaríkjanna um að Huawei verði útilokað frá uppbyggingu 5G samskiptakerfa. Vill endursemja við Evrópu Trupm hefur einnig gefið í skyn að hann vilji gera nýjan viðskiptasaming við Evrópusambandið. Hann hefur lengi kvartað yfir ESB og sagt að sambandið komi hræðilega fram við Bandaríkin. Hann hefur sérstaklega sagt að tollar ESB gagnvart Bandaríkjunum séu „ótrúlegir“ og gefið í skyn að hann ætli að setja tolla á vörur frá Evrópu. Samkvæmt Reuters hafa evrópskir ráðamann komið þeim skilaboðum til Trump að þeir séu tilbúnir til að ræða við hann um tiltekin deiluefni. Hins vegar muni ESB svara tollum Bandaríkjanna megi eigin tollum, komi til þess. Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Frakkland Íran Kína Rússland Þýskaland Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og forsvarsmenn utanríkisstefnu Bandaríkjanna efast um að þeir geti reitt sig á stuðning Evrópu þegar kemur að áherslum Donald Trump, forseta. Einnig þykja líkur á viðskiptastríði milli Bandaríkjanna og Evrópu hafa aukast. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mark Esper, varnarmálaráðherra, munu leiða hóp erindreka Bandaríkjanna í Þýskalandi um helgina. Tvö markmið eru þeim fremst í huga. Það fyrra er að fá ríki Evrópu til að styðja refsiaðgerðir gegn Íran í kjölfar þess að Trump tók einhliða ákvörðun um að draga Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða frá 2015, og að koma í veg fyrir að kínverska tæknifyrirtækinu Huawei verði veittur aðgangur að grunninnviðum samskiptakerfa Evrópu. Þar að auki munu Pompeo og Esper funda með Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um mögulegan friðarsáttmála við Talibana. Evrópa hefur þó litla aðkomu að því máli, enn sem komið er í það minnsta. Trump-liðar eru pirraðir yfir trega Evrópuríkja til að fylgja Bandaríkjunum eftir varðandi kjarnorkusamkomulagið við Íran og beita Írani viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Þess í stað hafa Evrópuríkin sem komu að samkomulaginu og vilja bjarga því, beitt sérstöku deiluákvæði í samkomulaginu sem gæti tekið marga mánuði að leysa úr. Íranar hafa þegar brotið gegn einhverjum ákvæðum samkomulagins og eru til dæmis farnir að auðga meira úran en þeir mega, miðað við samkomulagið. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Trump er þeirrar skoðunar að samkomulagið hafi ekki verið nægilega gott og vill hann þvinga Íran aftur að samningaborðinu og fá leiðtoga ríkisins til að skrifa undir nýtt samkomulag sem bindur hendur þeirra frekar. Vill hann þvinga bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu til að fylgja sér eftir. Einnig þykir líklegt að málefni Huawei muni valda deilum á ráðstefnunni en Evrópa hefur ekki tekið vel í áköll Bandaríkjanna um að Huawei verði útilokað frá uppbyggingu 5G samskiptakerfa. Vill endursemja við Evrópu Trupm hefur einnig gefið í skyn að hann vilji gera nýjan viðskiptasaming við Evrópusambandið. Hann hefur lengi kvartað yfir ESB og sagt að sambandið komi hræðilega fram við Bandaríkin. Hann hefur sérstaklega sagt að tollar ESB gagnvart Bandaríkjunum séu „ótrúlegir“ og gefið í skyn að hann ætli að setja tolla á vörur frá Evrópu. Samkvæmt Reuters hafa evrópskir ráðamann komið þeim skilaboðum til Trump að þeir séu tilbúnir til að ræða við hann um tiltekin deiluefni. Hins vegar muni ESB svara tollum Bandaríkjanna megi eigin tollum, komi til þess.
Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Frakkland Íran Kína Rússland Þýskaland Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent