Dani Ceballos fór ekki í Liverpool út af Jürgen Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 16:15 Dani Ceballos í baráttunni við Sadio Mane í leik gegn Liverpool. Getty/Chloe Knott Dani Ceballos fór á láni frá Real Madrid til Arsenal en hann hefði líka getað farið til Liverpool. Ceballos hafði hins vegar ekki áhuga á því vegna knattspyrnustjórans Jürgens Klopp. Dani Ceballos vildi frekar spila fyrir Unai Emery en fyrir Jürgen Klopp. Ceballos byrjaði vel hjá Arsenal en tognaði síðan aftan í læri. Það fór svo að Unai Emery var rekinn og Mikel Arteta tók við sem voru ekki góðar fréttir fyrir spænska miðjumanninn. "Klopp is a great coach but you have to look at the playing philosophy of each team."https://t.co/ERt8m0Yg6q— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) February 12, 2020 Hann hefur aðeins fengið eitt tækifæri hjá Mikel Arteta en það var í 2-1 sigri á Bournemouth í enska bikarnum. „Það fyllir mann stolti að vita af því að lið eins og Liverpool vilji fá þig en ég vildi fara til Arsenal af því að Emery tók í hendina á mér og sagði mér að ég myndi passa vel inn í Arsenal-liðið,“ sagði Dani Ceballos. Dani Ceballos lagði upp tvö mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum með Arsenal en hefur ekki átt þátt í marki eftir það. Hann var ónotaður varamaður í síðustu þremur deildarleikjum Arsenal fyrir vetrarfríið. "Right now, I wouldn't fit in at Liverpool very well" Dani Ceballos claims to have rejected a move to Anfield— Goal News (@GoalNews) February 12, 2020 Frá því að Dani Ceballos tók þessa ákvörðun hefur Liverpool liðið unnið Ofurbikar Evrópu, heimsmeistarakeppni félagslið og er svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn. „Klopp er frábær þjálfari en þú verður að skoða leikstíl liðsins. Eins og staðan er núna þá passa leikmaður eins og ég er ekki inn í leikstíl Livrpool. Þegar þú ert orðaður við eitt besta liðið sýnir þér samt að þú ert að gera eitthvað rétt,“ sagði Ceballos. Dani Ceballos er nú í æfingaferð með Arsenal í Dúbaí og að reyna að sanna sig fyrir nýja knattspyrnustjóranum hjá Arsenal. Næsti leikur liðsins er á móti Newcastle á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Sjá meira
Dani Ceballos fór á láni frá Real Madrid til Arsenal en hann hefði líka getað farið til Liverpool. Ceballos hafði hins vegar ekki áhuga á því vegna knattspyrnustjórans Jürgens Klopp. Dani Ceballos vildi frekar spila fyrir Unai Emery en fyrir Jürgen Klopp. Ceballos byrjaði vel hjá Arsenal en tognaði síðan aftan í læri. Það fór svo að Unai Emery var rekinn og Mikel Arteta tók við sem voru ekki góðar fréttir fyrir spænska miðjumanninn. "Klopp is a great coach but you have to look at the playing philosophy of each team."https://t.co/ERt8m0Yg6q— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) February 12, 2020 Hann hefur aðeins fengið eitt tækifæri hjá Mikel Arteta en það var í 2-1 sigri á Bournemouth í enska bikarnum. „Það fyllir mann stolti að vita af því að lið eins og Liverpool vilji fá þig en ég vildi fara til Arsenal af því að Emery tók í hendina á mér og sagði mér að ég myndi passa vel inn í Arsenal-liðið,“ sagði Dani Ceballos. Dani Ceballos lagði upp tvö mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum með Arsenal en hefur ekki átt þátt í marki eftir það. Hann var ónotaður varamaður í síðustu þremur deildarleikjum Arsenal fyrir vetrarfríið. "Right now, I wouldn't fit in at Liverpool very well" Dani Ceballos claims to have rejected a move to Anfield— Goal News (@GoalNews) February 12, 2020 Frá því að Dani Ceballos tók þessa ákvörðun hefur Liverpool liðið unnið Ofurbikar Evrópu, heimsmeistarakeppni félagslið og er svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn. „Klopp er frábær þjálfari en þú verður að skoða leikstíl liðsins. Eins og staðan er núna þá passa leikmaður eins og ég er ekki inn í leikstíl Livrpool. Þegar þú ert orðaður við eitt besta liðið sýnir þér samt að þú ert að gera eitthvað rétt,“ sagði Ceballos. Dani Ceballos er nú í æfingaferð með Arsenal í Dúbaí og að reyna að sanna sig fyrir nýja knattspyrnustjóranum hjá Arsenal. Næsti leikur liðsins er á móti Newcastle á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Sjá meira