Enski boltinn

Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Grealish gerði ekki nóg með Everton til að komast aftur í landsliðið.
Jack Grealish gerði ekki nóg með Everton til að komast aftur í landsliðið. EPA/ADAM VAUGHAN

Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir landsleiki í undankeppni HM á næstunni.

Tuchel gerði þrjár breytingar á hópnum frá því í síðasta glugga.

Bukayo Saka kemur inn fyrir Noni Madueke sem er meiddur, Jarell Quansah kemur inn fyrir Tino Livramento og Ruben Loftus-Cheek heldur sæti sínu en hann kemur inn fyrir Adam Wharton.

Bæði Quansah og Loftus-Cheek komu inn í síðasta hóp eftir forföll.

Tuchel velur ekki Jude Bellingham sem er farinn að spila á ný með Real Madrid eftir að hafa misst af byrjun tímabilsins vegna meiðsla.

Jack Grealish hefur spilað vel með Everton en hefur ekki gert nóg til að endurheimta sætið sitt í liðinu. Phil Foden er líka áfram utan hóps.


  • Landsliðshópurinn:
  • Markmenn: Dean Henderson (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), James Trafford (Manchester City).
  • Varnarmenn: Dan Burn (Newcastle United), Marc Guehi (Crystal Palace), Reece James (Chelsea), Ezri Konsa (Aston Villa), Myles Lewis-Skelly (Arsenal), Jarell Quansah (Bayer Leverkusen), Djed Spence (Tottenham Hotspur), John Stones (Manchester City).
  • Miðjumenn: Elliot Anderson (Nottingham Forest), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Jordan Henderson (Brentford), Ruben Loftus-Cheek (AC Milan), Declan Rice (Arsenal), Morgan Rogers (Aston Villa).
  • Sóknarmenn: Jarrod Bowen (West Ham United), Eberechi Eze (Arsenal), Anthony Gordon (Newcastle United), Harry Kane (Bayern Munich), Marcus Rashford (Barcelona, loan from Manchester United), Bukayo Saka (Arsenal), Ollie Watkins (Aston Villa).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×