Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 22:30 Sigurður Kári Kristjánsson og Bogi Nils Bogason eru eins og svo margir Íslendingar með lið í Fantasy-deild enska boltans. Samsett/Vísir Hvernig hafa topparnir í íslenska flugbransanum staðið sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar til þessa? Strákarnir í Fantasýn veltu þessu fyrir sér í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. Þeir Albert Guðmundsson og Sindri Rafn Þrastarson stýra Fantasýn þar sem þeir velta vöngum í hverri viku yfir því hvað best sé að gera í hinum gríðarlega vinsæla Fantasy-leik enska boltans. Í tilefni þess að fréttatímar hafa verið fullir af fréttum tengdum falli flugfélagsins Play leituðu Albert og Sindri að stjórnendum úr íslenska flugbransanum, til að sjá hvernig þeim gengi í Fantasy. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er stuðningsmaður Tottenham og heitir lið hans Kudos, mögulega með vísan í Mohammed Kudus sem er að sjálfsögðu í liði Boga. „Hann var aktívur í þessari viku. Losaði sig við Sunderland-varnarmann sem var ekki að spila og tók inn Ruben Dias, og losaði sig við Palmer og tók inn Szoboszlai. Þessar breytingar skiluðu honum +7 stigum,“ sagði Albert. „Leiðin liggur bara upp á við hjá honum“ „En hann þarf að fara að vara sig, því hann er með Alisson Becker í markinu,“ skaut Sindri inn í en Alisson meiddist í tapinu gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í gær. Bogi virðist hins vegar nota bæði belti og axlabönd því hann er með Nick Pope kláran á bekknum. Á bekknum er einnig Danny Welbeck og stigin hans 11 töldu því ekki inn í 62 stig Boga úr síðustu umferð. „Hann er sirka númer 4,3 milljónir í heiminum… Það er ekki alslæmt. Leiðin liggur bara upp á við hjá honum næstu daga,“ sögðu strákarnir. Fantasy-liðin hjá Boga Nils Bogasyni (vinstra megin) og Sigurði Kára Kristjánssyni (hægra megin) eru mjög ólík. Eins og sjá má er Sigurður Kári stuðningsmaður Manchester United.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com Þeir fundu ekki forstjóra Play í Fantasy en fundu hins vegar stjórnarformanninn Sigurð Kára Kristjánsson, fyrrverandi alþingismann. Sigurður Kári er því miður ekki með Erling Haaland í sínu liði og virðist reyndar ekki mjög upptekinn af leiknum: „Hann er aðeins á eftir Boga í töflunni. Hann gerði ekki neinar breytingar fyrir síðustu umferð, og hefur ekki gert neinar breytingar. Það er kannski merki um að það sé búið að vera nóg að gera hjá honum,“ sagði Albert. Sigurður Kári, sem er stuðningsmaður Manchester United, var með Viktor Gyökeres sem fyrirliða en hefði betur valið Benjamin Sesko í síðustu umferð. „Þetta er ekki alslæmt lið. Hann var nokkuð óheppinn í þessari viku með stigasöfnun,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á Fantasýn hér að ofan eða með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Þeir Albert Guðmundsson og Sindri Rafn Þrastarson stýra Fantasýn þar sem þeir velta vöngum í hverri viku yfir því hvað best sé að gera í hinum gríðarlega vinsæla Fantasy-leik enska boltans. Í tilefni þess að fréttatímar hafa verið fullir af fréttum tengdum falli flugfélagsins Play leituðu Albert og Sindri að stjórnendum úr íslenska flugbransanum, til að sjá hvernig þeim gengi í Fantasy. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er stuðningsmaður Tottenham og heitir lið hans Kudos, mögulega með vísan í Mohammed Kudus sem er að sjálfsögðu í liði Boga. „Hann var aktívur í þessari viku. Losaði sig við Sunderland-varnarmann sem var ekki að spila og tók inn Ruben Dias, og losaði sig við Palmer og tók inn Szoboszlai. Þessar breytingar skiluðu honum +7 stigum,“ sagði Albert. „Leiðin liggur bara upp á við hjá honum“ „En hann þarf að fara að vara sig, því hann er með Alisson Becker í markinu,“ skaut Sindri inn í en Alisson meiddist í tapinu gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í gær. Bogi virðist hins vegar nota bæði belti og axlabönd því hann er með Nick Pope kláran á bekknum. Á bekknum er einnig Danny Welbeck og stigin hans 11 töldu því ekki inn í 62 stig Boga úr síðustu umferð. „Hann er sirka númer 4,3 milljónir í heiminum… Það er ekki alslæmt. Leiðin liggur bara upp á við hjá honum næstu daga,“ sögðu strákarnir. Fantasy-liðin hjá Boga Nils Bogasyni (vinstra megin) og Sigurði Kára Kristjánssyni (hægra megin) eru mjög ólík. Eins og sjá má er Sigurður Kári stuðningsmaður Manchester United.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com Þeir fundu ekki forstjóra Play í Fantasy en fundu hins vegar stjórnarformanninn Sigurð Kára Kristjánsson, fyrrverandi alþingismann. Sigurður Kári er því miður ekki með Erling Haaland í sínu liði og virðist reyndar ekki mjög upptekinn af leiknum: „Hann er aðeins á eftir Boga í töflunni. Hann gerði ekki neinar breytingar fyrir síðustu umferð, og hefur ekki gert neinar breytingar. Það er kannski merki um að það sé búið að vera nóg að gera hjá honum,“ sagði Albert. Sigurður Kári, sem er stuðningsmaður Manchester United, var með Viktor Gyökeres sem fyrirliða en hefði betur valið Benjamin Sesko í síðustu umferð. „Þetta er ekki alslæmt lið. Hann var nokkuð óheppinn í þessari viku með stigasöfnun,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á Fantasýn hér að ofan eða með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira