Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2025 07:00 Gengur ekkert upp. EPA/PETER POWELL Mark Ogden, blaðamaður ESPN, segir Ruben Amorim vera orðinn uppiskroppa með afsakanir fyrir slöku gengi Manchester United. Það hefur heldur betur gengið illa hjá Man United síðan Amorim tók við í nóvember á síðasta ári. Raunar má segja að það hafi gengið skelfilega enda var liðið nær því að falla á síðustu leiktíð en að blanda sér í toppbaráttuna. Sömu sögu er að segja af núverandi tímabili. Ogden ritar langa pistil á vef ESPN þar sem hann ræðir hið eilífa þrætuepli sem 3-4-2-1 leikkerfi Amorim er. Eins ótrúlegt og það hljómar virðist sem stjórn Rauðu djöflanna standi enn við Amorim en eins og Ogden bendir á eru þjálfarar dæmdir af úrslitum. Tapið gegn Brentford um liðna helgi var 17 tap Man Utd í 33 leikjum undir stjórn Amorim. Í þessum 33 leikjum hefur liðið aðeins fengið 34 stig. Portúgalinn hefur aðeins unnið 27,3 prósent leikja sinna í ensku úrvalsdeildinni til þessa sem gerir hann að slakasta þjálfara liðsins í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, ef eingöngu er horft í úrslit leikja. David Moyes var á sínum tíma rekinn eftir tíu mánuði í starfi með 50 prósent sigurhlutfall. Ralf Rangnick, sem átti ekki sjö dagana sæla á Old Trafford, var með 41,6 prósent sigurhlutfall. Þegar gengi Man United undir stjórn Amorim í öllum keppnum er sagan enn sú sama. Liðið hefur tapað (21) fleiri leikjum en það hefur unnið (19) og þá hefur liðið skorað jafn mörg og það hefur fengið á sig (95). Í úrvalsdeildinni hefur liðið hins vegar aðeins skorað 39 í 33 leikjum en fengið 53 á sig. Þá hefur liðið aldrei unnið tvo leiki í röð og jafnframt ekki unnið útileik síðan það vann Leicester City, sem féll, 3-0 í mars síðastliðnum. Svo má ekki gleyma að Grimsbo Town sló Man Utd út úr deildarbikarnum fyrr á þessari leiktíð. Ogden endar grein sína á að nefna fjölda mögulegra eftirmanna. Ásamt Xavi, fyrrverandi þjálfara Barcelona eru Gareth Southgate, Oliver Glasner (Crystal Palace), Fabian Hürzeler (Brighton & Hove Albion) og Andoni Iraola (Bournemouth) allir á lista. Næsti leikur Man United verður sá 50. með Amorim við stjórnvölinn. Mögulega verður það einnig sá síðasta. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Það hefur heldur betur gengið illa hjá Man United síðan Amorim tók við í nóvember á síðasta ári. Raunar má segja að það hafi gengið skelfilega enda var liðið nær því að falla á síðustu leiktíð en að blanda sér í toppbaráttuna. Sömu sögu er að segja af núverandi tímabili. Ogden ritar langa pistil á vef ESPN þar sem hann ræðir hið eilífa þrætuepli sem 3-4-2-1 leikkerfi Amorim er. Eins ótrúlegt og það hljómar virðist sem stjórn Rauðu djöflanna standi enn við Amorim en eins og Ogden bendir á eru þjálfarar dæmdir af úrslitum. Tapið gegn Brentford um liðna helgi var 17 tap Man Utd í 33 leikjum undir stjórn Amorim. Í þessum 33 leikjum hefur liðið aðeins fengið 34 stig. Portúgalinn hefur aðeins unnið 27,3 prósent leikja sinna í ensku úrvalsdeildinni til þessa sem gerir hann að slakasta þjálfara liðsins í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, ef eingöngu er horft í úrslit leikja. David Moyes var á sínum tíma rekinn eftir tíu mánuði í starfi með 50 prósent sigurhlutfall. Ralf Rangnick, sem átti ekki sjö dagana sæla á Old Trafford, var með 41,6 prósent sigurhlutfall. Þegar gengi Man United undir stjórn Amorim í öllum keppnum er sagan enn sú sama. Liðið hefur tapað (21) fleiri leikjum en það hefur unnið (19) og þá hefur liðið skorað jafn mörg og það hefur fengið á sig (95). Í úrvalsdeildinni hefur liðið hins vegar aðeins skorað 39 í 33 leikjum en fengið 53 á sig. Þá hefur liðið aldrei unnið tvo leiki í röð og jafnframt ekki unnið útileik síðan það vann Leicester City, sem féll, 3-0 í mars síðastliðnum. Svo má ekki gleyma að Grimsbo Town sló Man Utd út úr deildarbikarnum fyrr á þessari leiktíð. Ogden endar grein sína á að nefna fjölda mögulegra eftirmanna. Ásamt Xavi, fyrrverandi þjálfara Barcelona eru Gareth Southgate, Oliver Glasner (Crystal Palace), Fabian Hürzeler (Brighton & Hove Albion) og Andoni Iraola (Bournemouth) allir á lista. Næsti leikur Man United verður sá 50. með Amorim við stjórnvölinn. Mögulega verður það einnig sá síðasta.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira