62 m/s á Kjalarnesi Jóhann K. Jóhannsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 14. febrúar 2020 06:17 Fjöldi er samankominn við aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/jkj Aðgerðastjórn gerir ráð fyrir að „aftakaveður“ gangi inn á höfuðborgarsvæðið núna klukkan 7, þegar rauð viðvörun tekur gildi. Búist er við því að veðrið verði verst í efri byggðum; eins og í Grafarvogi, Breiðholti, Kópavogi og Kjalarnesi. Á síðastnefnda svæðinu hafa hviður farið yfir 60 m/s. Ágúst Svansson, sem stýrir aðgerðastjórn fyrir höfuðborgarsvæðið, segir að slökkvilið, lögreglu og björgunarsveitir séu í viðbragðsstöðu á höfuðborgarsvæðinu og séu þegar farin að bregðast við útköllum. Til að mynda séu verkefnin „einna helst að hlaðast upp á Kjalarnesi.“ Vindhviður hafa farið yfir 60 m/s á Kjalarnesi.vefsjá vegagerðarinnar Þar er bálhvasst sem stendur, að jafnaði á bilinu 20-30 m/s og hafa hviður mælst allt að 62 m/s. Útköllin á Kjalarnesi tengist því hvers kyns foktjóni; brotnar rúður, fjúkandi kerrur o.sfrv. Útköll hafi tekið að berast um klukkan 4 í nótt og slumpar Ágúst á að þau hafi verið um tíu talsins síðan þá. Til að mynda brást slökkviliðið við tveimur útköllum sem bæði tengdust rúðum. Þá slóst gluggi til í Grafarholti og á fjórða tímanum barst tilkynning um að rúða hefði sprungið í risíbúð í Vesturbænum. Upp úr klukkan fjögur fengu svo björgunarsveitir tilkynningu um að þakplötur væru farnar að losna af íbúðarhúsi í Grafarvogi. Ágúst beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurviðvörunum og öðrum tilkynningum - „og ekki vera að fara út í neina vitleysu,“ eins og hann orðar það. Hann minnir jafnframt á að búið sé að loka öllum helstu umferðaræðum til og frá borginni. Hér að neðan má sjá lista yfir allar helstu lokanir. Björgunarsveitarfólk stendur vaktina á lokunarpóstum og hvetur Ágúst fólk til að fara að tilmælum þeirra. Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Veður Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Aðgerðastjórn gerir ráð fyrir að „aftakaveður“ gangi inn á höfuðborgarsvæðið núna klukkan 7, þegar rauð viðvörun tekur gildi. Búist er við því að veðrið verði verst í efri byggðum; eins og í Grafarvogi, Breiðholti, Kópavogi og Kjalarnesi. Á síðastnefnda svæðinu hafa hviður farið yfir 60 m/s. Ágúst Svansson, sem stýrir aðgerðastjórn fyrir höfuðborgarsvæðið, segir að slökkvilið, lögreglu og björgunarsveitir séu í viðbragðsstöðu á höfuðborgarsvæðinu og séu þegar farin að bregðast við útköllum. Til að mynda séu verkefnin „einna helst að hlaðast upp á Kjalarnesi.“ Vindhviður hafa farið yfir 60 m/s á Kjalarnesi.vefsjá vegagerðarinnar Þar er bálhvasst sem stendur, að jafnaði á bilinu 20-30 m/s og hafa hviður mælst allt að 62 m/s. Útköllin á Kjalarnesi tengist því hvers kyns foktjóni; brotnar rúður, fjúkandi kerrur o.sfrv. Útköll hafi tekið að berast um klukkan 4 í nótt og slumpar Ágúst á að þau hafi verið um tíu talsins síðan þá. Til að mynda brást slökkviliðið við tveimur útköllum sem bæði tengdust rúðum. Þá slóst gluggi til í Grafarholti og á fjórða tímanum barst tilkynning um að rúða hefði sprungið í risíbúð í Vesturbænum. Upp úr klukkan fjögur fengu svo björgunarsveitir tilkynningu um að þakplötur væru farnar að losna af íbúðarhúsi í Grafarvogi. Ágúst beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurviðvörunum og öðrum tilkynningum - „og ekki vera að fara út í neina vitleysu,“ eins og hann orðar það. Hann minnir jafnframt á að búið sé að loka öllum helstu umferðaræðum til og frá borginni. Hér að neðan má sjá lista yfir allar helstu lokanir. Björgunarsveitarfólk stendur vaktina á lokunarpóstum og hvetur Ágúst fólk til að fara að tilmælum þeirra.
Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Veður Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira