Skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu í NBA með „handboltaskoti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2020 15:45 Steven Adams í leiknum gegn New Orleans Pelicans í nótt. vísir/getty Steven Adams skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á ferlinum í NBA-deildinni þegar Oklahoma City Thunder lagði New Orleans Pelicans að velli, 118-123, í nótt. Og karfan var ótrúleg í meira lagi. Þegar leiktíminn í fyrri hálfleik var að renna út fékk Adams boltann langt fyrir aftan miðlínuna. Nýsjálendingurinn beið ekki boðanna og kastaði boltanum í áttina að körfu New Orleans og ofan í fór hann, af rúmlega 17 metra færi. Adams fagnaði tímamótakörfunni með skemmtilegum dansi. Adams er engin smásmíði, 2,11 metrar á hæð og 120 kíló, og kastaði körfuboltanum með annarri hendi, eins og hann væri handbolti. Körfuna ótrúlegu má sjá hér fyrir neðan. From halfcourt, with style. @okcthunder 66@PelicansNBA 58 3Q on NBA LP https://t.co/lZZApswzuXpic.twitter.com/IeUGehwihF— NBA (@NBA) February 14, 2020 Adams er ekki mikil skytta og fyrir leikinn í nótt hafði hann reynt níu þriggja skot síðan hann byrjaði að spila í NBA 2013. Þau geiguðu öll. Hann er núna með 10% nýtingu í þriggja stiga skotum á ferlinum í NBA. Miðherjinn á alls 17 systkini og hann er ekki sá eini í þeim hópi sem er handsterkur. Eldri systir hans, Valerie Adams, er tvöfaldur Ólympíumeistari og fjórfaldur heimsmeistari í kúluvarpi. Í leiknum gegn New Orleans skoraði Adams ellefu stig, tók ellefu fráköst og varði þrjú skot. Oklahoma er í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 22 töp. NBA Tengdar fréttir Celtics skellti Clippers í tvíframlengdum leik | Zion bætti eigið stigamet Lokaleikirnir í NBA-deildinni fyrir stjörnuleikshelgina fóru fram í nótt. Það voru heldur betur læti í þeim leikjum. 14. febrúar 2020 07:30 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Steven Adams skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á ferlinum í NBA-deildinni þegar Oklahoma City Thunder lagði New Orleans Pelicans að velli, 118-123, í nótt. Og karfan var ótrúleg í meira lagi. Þegar leiktíminn í fyrri hálfleik var að renna út fékk Adams boltann langt fyrir aftan miðlínuna. Nýsjálendingurinn beið ekki boðanna og kastaði boltanum í áttina að körfu New Orleans og ofan í fór hann, af rúmlega 17 metra færi. Adams fagnaði tímamótakörfunni með skemmtilegum dansi. Adams er engin smásmíði, 2,11 metrar á hæð og 120 kíló, og kastaði körfuboltanum með annarri hendi, eins og hann væri handbolti. Körfuna ótrúlegu má sjá hér fyrir neðan. From halfcourt, with style. @okcthunder 66@PelicansNBA 58 3Q on NBA LP https://t.co/lZZApswzuXpic.twitter.com/IeUGehwihF— NBA (@NBA) February 14, 2020 Adams er ekki mikil skytta og fyrir leikinn í nótt hafði hann reynt níu þriggja skot síðan hann byrjaði að spila í NBA 2013. Þau geiguðu öll. Hann er núna með 10% nýtingu í þriggja stiga skotum á ferlinum í NBA. Miðherjinn á alls 17 systkini og hann er ekki sá eini í þeim hópi sem er handsterkur. Eldri systir hans, Valerie Adams, er tvöfaldur Ólympíumeistari og fjórfaldur heimsmeistari í kúluvarpi. Í leiknum gegn New Orleans skoraði Adams ellefu stig, tók ellefu fráköst og varði þrjú skot. Oklahoma er í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 22 töp.
NBA Tengdar fréttir Celtics skellti Clippers í tvíframlengdum leik | Zion bætti eigið stigamet Lokaleikirnir í NBA-deildinni fyrir stjörnuleikshelgina fóru fram í nótt. Það voru heldur betur læti í þeim leikjum. 14. febrúar 2020 07:30 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Celtics skellti Clippers í tvíframlengdum leik | Zion bætti eigið stigamet Lokaleikirnir í NBA-deildinni fyrir stjörnuleikshelgina fóru fram í nótt. Það voru heldur betur læti í þeim leikjum. 14. febrúar 2020 07:30