Knattspyrnusamband Íslands hefur frumsýnt nýtt merki sambandsins. Það má sjá hér fyrir neðan.
Uppfært merki KSÍ dregur fram hreyfinguna og kraftinn sem býr í knattspyrnunni með þéttum formum og gegnumgangandi skálínum.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 14, 2020
Our new FA logo is here. A new logo for our national teams will be presented in spring. pic.twitter.com/Wu78wq4mLR
Merki KSÍ verða nú tvö en ekki eitt eins og áður. Annars vegar er það merki Knattspyrnusambandsins og hins vegar merki landsliðanna sem verður kynnt í vor.
Í tilkynningu á vefsíðu KSÍ segir að nýtt merki sambandsins dragi „fram hreyfinguna og kraftinn sem býr í knattspyrnunni þéttum formum og gegnumgangandi skálínum. Merkið er í íslensku fánalitunum þar sem rauð komman er um leið kyndill íslenskrar knattspyrnu.“