Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 15:16 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Vísir/Vilhelm Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Umræða fór fram í borgarstjórn í dag um stöðu kjarasamningsviðræðna að beiðni þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni. Samhliða fara fram umræður að beiðni Sósíalistaflokksins um „lág laun sem Reykjavíkurborg greiðir og áhrif þess á starfsfólk.“ Sanna sagði að ekki verði lengur unað við núverandi aðstæður. Hún rifjaði jafnframt upp að í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar segi „við ætlum að leiðrétta laun kvennastétta.“ Velti Sanna vöngum yfir því hvers vegna ekki væri staðið við þetta loforð, nú væri tækifærið. Gríðarlegur stuðningur virðist vera við yfirstandandi verkfallsaðgerðir. „Ég velti því fyrir mér hvað það muni taka langan tíma fyrir meirihluta borgarstjórnar til að sjá hvað þessi störf skipti miklu máli,“ sagði Sanna. „Krafan um leiðréttingu er svo eðlileg.“ Fólk eigi erfitt með að eiga fyrir reikningum, mat og húsnæði og hvað til að eiga fyrir öðrum nauðsynjum eða til að stunda frístundir. „Þetta er krafa um réttlæti og sanngirni sem borgin þarf að mæta,“ sagði Sunna. Það sé að mati Sönnu til háborinnar skammar fyrir Reykjavíkurborg að þar búi fólk á barmi fátæktar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls. Hann ítrekaði mikilvægi lífskjarasamninganna þar sem lagt sé upp með að mæta helst þeim hópi sem lægst hafi launin. Þá hafi mikil vinna verið lögð í útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og vinnuhópur sem unnið hafi að þeirri útfærslu hafi skilað af sér í síðustu viku. Þá fagnaði hann því að samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar hafi komið saman aftur til fundar í morgun í fyrsta sinn í ellefu daga. Batt hann vonir við það að fundurinn í dag og sá sem áformaður er á morgun leiði til farsællar niðurstöðu. Borgarstjóri geti leyst deiluna „á einni sekúndu“ Hann kvaðst deila óþolinmæli samningsaðila og annarra viðsemjenda borgarinnar eftir því að samningar takist og það skipti borgina máli að það gangi vel fyrir sig, enda eigi borgin líka eftir að semja við fleiri hópa. Kröfur Eflingar hafi verið á öðrum nótum en að miða aðeins við lífskjarasamninga og styttingu vinnuvikunnar. „Þetta er mikilvægt starfsfólk sem sinnir mikilvægum störfum,“ sagði Dagur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði að borgarstjóri gæti „á einni sekúndu ákveðið að leysa þessa deilu.“ Samninganefndirnar þurfi að vinna eftir því umboði sem þær hafa og það sé í hans valdi að veita umboðið. Þá skaut hún á Samfylkinguna fyrir að stæra sig af því að vera jafnaðarmannaflokkur á sama tíma og brösulega gangi að semja við kvennastéttir. Staðan hefði komið henni minna á óvart ef Sjálfstæðisflokkurinn væri í brúnni. „En við erum að tala um Samfylkinguna!“ sagði Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.visir/vilhelm Borgarstjórn Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Umræða fór fram í borgarstjórn í dag um stöðu kjarasamningsviðræðna að beiðni þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni. Samhliða fara fram umræður að beiðni Sósíalistaflokksins um „lág laun sem Reykjavíkurborg greiðir og áhrif þess á starfsfólk.“ Sanna sagði að ekki verði lengur unað við núverandi aðstæður. Hún rifjaði jafnframt upp að í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar segi „við ætlum að leiðrétta laun kvennastétta.“ Velti Sanna vöngum yfir því hvers vegna ekki væri staðið við þetta loforð, nú væri tækifærið. Gríðarlegur stuðningur virðist vera við yfirstandandi verkfallsaðgerðir. „Ég velti því fyrir mér hvað það muni taka langan tíma fyrir meirihluta borgarstjórnar til að sjá hvað þessi störf skipti miklu máli,“ sagði Sanna. „Krafan um leiðréttingu er svo eðlileg.“ Fólk eigi erfitt með að eiga fyrir reikningum, mat og húsnæði og hvað til að eiga fyrir öðrum nauðsynjum eða til að stunda frístundir. „Þetta er krafa um réttlæti og sanngirni sem borgin þarf að mæta,“ sagði Sunna. Það sé að mati Sönnu til háborinnar skammar fyrir Reykjavíkurborg að þar búi fólk á barmi fátæktar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls. Hann ítrekaði mikilvægi lífskjarasamninganna þar sem lagt sé upp með að mæta helst þeim hópi sem lægst hafi launin. Þá hafi mikil vinna verið lögð í útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og vinnuhópur sem unnið hafi að þeirri útfærslu hafi skilað af sér í síðustu viku. Þá fagnaði hann því að samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar hafi komið saman aftur til fundar í morgun í fyrsta sinn í ellefu daga. Batt hann vonir við það að fundurinn í dag og sá sem áformaður er á morgun leiði til farsællar niðurstöðu. Borgarstjóri geti leyst deiluna „á einni sekúndu“ Hann kvaðst deila óþolinmæli samningsaðila og annarra viðsemjenda borgarinnar eftir því að samningar takist og það skipti borgina máli að það gangi vel fyrir sig, enda eigi borgin líka eftir að semja við fleiri hópa. Kröfur Eflingar hafi verið á öðrum nótum en að miða aðeins við lífskjarasamninga og styttingu vinnuvikunnar. „Þetta er mikilvægt starfsfólk sem sinnir mikilvægum störfum,“ sagði Dagur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði að borgarstjóri gæti „á einni sekúndu ákveðið að leysa þessa deilu.“ Samninganefndirnar þurfi að vinna eftir því umboði sem þær hafa og það sé í hans valdi að veita umboðið. Þá skaut hún á Samfylkinguna fyrir að stæra sig af því að vera jafnaðarmannaflokkur á sama tíma og brösulega gangi að semja við kvennastéttir. Staðan hefði komið henni minna á óvart ef Sjálfstæðisflokkurinn væri í brúnni. „En við erum að tala um Samfylkinguna!“ sagði Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.visir/vilhelm
Borgarstjórn Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira