Viðskipti innlent

Flatey Pizza opnar á Garðatorgi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Flatey Pizza úti á Granda.
Flatey Pizza úti á Granda. Flatey Pizza

Veitingastaðurinn Flatey Pizza opnar á Garðatorgi í byrjun maí, ef allt gengur samkvæmt áætlun. Þetta staðfestir Sindri Snær Jensson einn eigenda staðarins í samtali við Vísi.

Flateyjarútibúið á Garðatorgi verður það þriðja sem opnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir eru staðirnir úti á Granda og á Hlemmi mathöll. Miðað er við að nýi staðurinn opni eftir rétt rúma tvo mánuði í húsnæði sem áður hýsti veitingastaðinn Nu Asian að Garðatorgi 6.

„Tímaramminn er sirka tveir mánuðir. Við vorum að taka við lyklunum,“ segir Sindri. „Við þurfum að fara í smávægilegar breytingar á útliti og fá pítsaofn inn.“

Útlit staðarins við Garðatorg verður með svipuðu móti og úti á Granda. Sá fyrrnefndi er þó aðeins stærri og mun því geta tekið fleiri í sæti, auk þess sem lögð verður frekari áhersla á „take-away“-þjónustu í Garðabænum, að sögn Sindra.

„Við erum rosalega spenntir að geta komist nær Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði,“ segir Sindri, enda hinir staðirnir tveir báðir í vesturhluta borgarinnar.

Tilkynnt var um opnun Flateyjar við Garðatorg á Twitter í morgun og þegar hafa samfélagsmiðlanotendur, sem margir eru eflaust búsettir í Garðabæ, lýst yfir ánægju með tíðindin, líkt og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Pítsa er ekki það sama og pítsa

Flatbakan er án efa drottning skyndibitans, uppruni hennar er rakinn til ítölsku borgarinnar Napolí. Gott hráefni er frumforsenda góðrar pítsu segja pítsugerðarmenn. Pítsan hefur aldrei verið vinsælli og ekkert lát á því.

Pizzan er matur fólksins

Þorgeir K. Blöndal og Vaka Njálsdóttir opna í dag sýningu og búð í Flatey pizza Þar verða bæði til sýnis og sölu bolir þar sem orðið pizza hefur verið komið fyrir í lógóum ítalskra tískumerkja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×