Ötull stuðningsmaður Trump settur yfir leyniþjónustuna Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 23:34 Richard Grenell er talinn sérstaklega handgenginn Trump forseta. Vísir/EPA Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefni Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi og ötulan stuðningsmann forsetans, sem starfandi yfirmann leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað vefengt og gagnrýnt leyniþjónustuna og störf hennar. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Grenell verði tilnefndur á næstunni. Hann tæki við af Joseph Maguire sem hefur verið starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar (DNI) frá því að Dan Coats sagði af sér síðasta sumar. Yfirmaður leyniþjónustunnar er yfir sautján leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna. Blaðið segir að frá því að Trump var sýknaður í öldungadeild Bandaríkjaþings af kæru um embættisbrot fyrr í þessum mánuði hafi Hvíta húsið hafið hreinsanir á embættismönnum sem eru ekki taldir nægilega húsbóndahollir Trump persónulega. Í stað þeirra vill það skipa fólk sem er líklegra til þess að verða við óskum forsetans. Grenell hefur verið ötull málsvari Trump forseta á samfélagsmiðlum og víðar. Þannig hefur hann tekið upp harða gagnrýni Trump og innsta hrings hans á kínverska tæknifyrirtækið Huawei og á evrópska bandamenn sem Trump telur að leggja ekki nóg af mörkum til hermála. Ekki er talið gefið að Grenell, sem þykir umdeildur, hljóti náð fyrir augun öldungadeildar þingsins sem þyrfti að staðfesta varanlega skipan hans í embætti yfirmanns leyniþjónustunnar. Það er sögð ástæða þess að Trump ætli að tilnefna hann sem starfandi yfirmann stofnunarinnar. Sem sendiherra í Þýskalandi hefur Grenell vakið umtal fyrir óhefðbunda framkomu sem sumir hafa talið óviðeigandi fyrir sendiherra. Þannig lýsti Grenell því í viðtali að hann vildi efla hægripopúlistaflokka í Evrópu. Hans fyrsta verk sem sendiherra var að hóta Þýskalandi viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump rifti í maí árið 2018. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Ráðuneytið stendur við bakið á umdeildum sendiherra Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. 6. júní 2018 12:00 Hvetur gyðinga til þess að bera kollhúfur sínar með stolti Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. 30. maí 2019 10:58 Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í Evrópu Ummæli sendiherrans þykja sérlega óvenjuleg. 4. júní 2018 10:05 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefni Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi og ötulan stuðningsmann forsetans, sem starfandi yfirmann leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað vefengt og gagnrýnt leyniþjónustuna og störf hennar. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Grenell verði tilnefndur á næstunni. Hann tæki við af Joseph Maguire sem hefur verið starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar (DNI) frá því að Dan Coats sagði af sér síðasta sumar. Yfirmaður leyniþjónustunnar er yfir sautján leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna. Blaðið segir að frá því að Trump var sýknaður í öldungadeild Bandaríkjaþings af kæru um embættisbrot fyrr í þessum mánuði hafi Hvíta húsið hafið hreinsanir á embættismönnum sem eru ekki taldir nægilega húsbóndahollir Trump persónulega. Í stað þeirra vill það skipa fólk sem er líklegra til þess að verða við óskum forsetans. Grenell hefur verið ötull málsvari Trump forseta á samfélagsmiðlum og víðar. Þannig hefur hann tekið upp harða gagnrýni Trump og innsta hrings hans á kínverska tæknifyrirtækið Huawei og á evrópska bandamenn sem Trump telur að leggja ekki nóg af mörkum til hermála. Ekki er talið gefið að Grenell, sem þykir umdeildur, hljóti náð fyrir augun öldungadeildar þingsins sem þyrfti að staðfesta varanlega skipan hans í embætti yfirmanns leyniþjónustunnar. Það er sögð ástæða þess að Trump ætli að tilnefna hann sem starfandi yfirmann stofnunarinnar. Sem sendiherra í Þýskalandi hefur Grenell vakið umtal fyrir óhefðbunda framkomu sem sumir hafa talið óviðeigandi fyrir sendiherra. Þannig lýsti Grenell því í viðtali að hann vildi efla hægripopúlistaflokka í Evrópu. Hans fyrsta verk sem sendiherra var að hóta Þýskalandi viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump rifti í maí árið 2018.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Ráðuneytið stendur við bakið á umdeildum sendiherra Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. 6. júní 2018 12:00 Hvetur gyðinga til þess að bera kollhúfur sínar með stolti Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. 30. maí 2019 10:58 Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í Evrópu Ummæli sendiherrans þykja sérlega óvenjuleg. 4. júní 2018 10:05 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Ráðuneytið stendur við bakið á umdeildum sendiherra Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. 6. júní 2018 12:00
Hvetur gyðinga til þess að bera kollhúfur sínar með stolti Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. 30. maí 2019 10:58
Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í Evrópu Ummæli sendiherrans þykja sérlega óvenjuleg. 4. júní 2018 10:05
Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15