Breytt gjaldskrá Póstsins „mikið högg“ fyrir lítinn héraðsfréttamiðil Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 13:45 Gunnar segir þetta hafi í för með sér 25-30% hækkun kostnaðar vegna dreifingar. Vísir/Vilhelm Gjaldskrárbreytingar hjá Póstinum koma afar illa við rekstur Austurfrétta og annarra héraðsmiðla að sögn ritstjóra. Það sé miðlinum lífsnauðsynlegt að fjölmiðlafrumvarpið nái fram að ganga en gjaldskrárhækkanir Póstsins éti þó upp á móti það sem fengist í styrk samkvæmt fjölmiðlafrumvarpinu. Pósturinn hefur boðað breytingar sem meðal annars fela í sér að felld verður niður gjaldskrá fyrir blöð og tímarit. Dreifing slíkra blaða færist þannig undir almenna gjaldskrá með magnafslætti. Í tilfelli Austurfrétta hækkar kostnaður vegna dreifingar um 25-30% að sögn Gunnars Gunnarssonar ritstjóra. „Þetta er högg fyrir okkar rekstur sem við höfum ekkert svigrúm til að mæta í raun og veru, þannig að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða,“ segir Gunnar. Ekki liggi nákvæmlega fyrir á þessari stundu til hvers konar aðgerða þurfi að grípa. mbl.is fjallar um málið í gær en þar taka ritstjóra annarra héraðsmiðla um landið í svipaðan streng. „Við erum svo sem bara að ræða það innan húss eins og er. Við getum nefnt að við höfum séð héraðsfréttamiðla fækka útgáfudögum og annað slíkt sem að þá kannski verður það eitthvað sem bítur í skottið á þessum aðgerðum því að á móti þá drögum við væntanlega úr viðskiptum við Póstinn,“ segir Gunnar. Hann vilji reyna að standa vörð um útgáfuna eins lengi og hægt er. Fyrir Alþingi liggur fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra þar sem kveðið er á um stuðning við einkarekna fjölmiðla. „Það er náttúrlega á hreinu að fjölmiðlafrumvarpið, og við höfum lagt á það áherslu, það skiptir sérstaklega þessa héraðsfréttamiðla, það er spurning um líf eða dauða fyrir þá,“ segir Gunnar. Þessi hækkun kostnaðar vegna póstdreifingar auki enn frekar á mikilvægi þess að frumvarpið nái fram að ganga. „Í okkar tilfelli svona varlega áætlað tekjulega fyrir okkur út úr frumvarpinu þá fer þessi hækkun lækkun langt með að éta upp það sem við myndum fá. Þannig að í raun og veru er ríkið þegar búið að taka af okkur það sem það hefur mögulega í skyn gefið að við fáum.“ Fjölmiðlar Íslandspóstur Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Gjaldskrárbreytingar hjá Póstinum koma afar illa við rekstur Austurfrétta og annarra héraðsmiðla að sögn ritstjóra. Það sé miðlinum lífsnauðsynlegt að fjölmiðlafrumvarpið nái fram að ganga en gjaldskrárhækkanir Póstsins éti þó upp á móti það sem fengist í styrk samkvæmt fjölmiðlafrumvarpinu. Pósturinn hefur boðað breytingar sem meðal annars fela í sér að felld verður niður gjaldskrá fyrir blöð og tímarit. Dreifing slíkra blaða færist þannig undir almenna gjaldskrá með magnafslætti. Í tilfelli Austurfrétta hækkar kostnaður vegna dreifingar um 25-30% að sögn Gunnars Gunnarssonar ritstjóra. „Þetta er högg fyrir okkar rekstur sem við höfum ekkert svigrúm til að mæta í raun og veru, þannig að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða,“ segir Gunnar. Ekki liggi nákvæmlega fyrir á þessari stundu til hvers konar aðgerða þurfi að grípa. mbl.is fjallar um málið í gær en þar taka ritstjóra annarra héraðsmiðla um landið í svipaðan streng. „Við erum svo sem bara að ræða það innan húss eins og er. Við getum nefnt að við höfum séð héraðsfréttamiðla fækka útgáfudögum og annað slíkt sem að þá kannski verður það eitthvað sem bítur í skottið á þessum aðgerðum því að á móti þá drögum við væntanlega úr viðskiptum við Póstinn,“ segir Gunnar. Hann vilji reyna að standa vörð um útgáfuna eins lengi og hægt er. Fyrir Alþingi liggur fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra þar sem kveðið er á um stuðning við einkarekna fjölmiðla. „Það er náttúrlega á hreinu að fjölmiðlafrumvarpið, og við höfum lagt á það áherslu, það skiptir sérstaklega þessa héraðsfréttamiðla, það er spurning um líf eða dauða fyrir þá,“ segir Gunnar. Þessi hækkun kostnaðar vegna póstdreifingar auki enn frekar á mikilvægi þess að frumvarpið nái fram að ganga. „Í okkar tilfelli svona varlega áætlað tekjulega fyrir okkur út úr frumvarpinu þá fer þessi hækkun lækkun langt með að éta upp það sem við myndum fá. Þannig að í raun og veru er ríkið þegar búið að taka af okkur það sem það hefur mögulega í skyn gefið að við fáum.“
Fjölmiðlar Íslandspóstur Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira